Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978
DB á neytendamarkaði
NOTKUN GEÐLYFJA MINNK-
AÐIUM 20% ÁRID1977
— Gagnmerk grein í Fréttabréfi um heilbrigðismál eftir Almar Grímsson
„1 þjóðfélagi nútímans eru lyf orðin
jafn sjálfsagður hlutur innan hinna
fjögurra veggja heimilisins og á vinnu-
stöðum eins og bækur og blöð, jafnvel
fæðan sem á borð er borin. Þetta er
staðreynd sem er i senn ánægjuleg, en
um leið nokkuð uggvænleg. Mótsögn-
in I þessari fullyrðingu er að sjálfsögðu
eins mikil og hugsazt getur en reynt
verður að færa nokkur rök fyrir
henni.”
Á þessa leið hefst grein er Almar
Grímsson lyfjafræðingur, deildarstjóri
í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, skrifar i Fréttabréfi um heil-
brigðismál og nefnist Framleiðsla,
dreifing og notkun lyfja.
f greininni er getið um merkar upp-
götvanir síðustu áratuga, getið er um
lyfjaskráningu og eftirlit, dreifingu
lyfja og notkun og misnotkun þeirra. í
kafla er heitir „Bjargvættur og böl-
valdur” segir m.a.:
„Það er líka vel þekkt staðreynd að
almenningur I hinum þróuðu löndum,
eins og t.d. á tslandi, hefur alls ekki
næga þekkingu á notkun og meðferð
lyfja, sem einkum leiðir til ofnotkunar
á lyfjum en þó einnig að verulegu leyti
til rangrar notkunar. Má sem dæmi
nefna rika tilhneigingu til ótímabærr-
ar notkunar á sýklalyfjum, sem veldur
að sjálfsögðu miklum skaða þegar frá
liður vegna ónæmismyndunar.
Sama lyfið getur einnig verið einum
til blessunar og öðrum til bölvunar og
má þar taka sem dæmi ýms geðlyf sem
linað hafa þjáningar margra en flýtt
fyrir glötun annarra. Lyf eru því rétt-
nefnd i sömu andrá bjargvættur og
bölvaldur og er þvi i raun og veru fjar-
stæða að fjaila þannig um þau undir
samheiti.”
í kaflanum Notkun og misnotkun
segir m.a.:
„Með lyfsölulögunum var tekin upp
mjög ákveðin stefna í sambandi við
lyfjaskráningu og lyfjaskrárnefnd sem
tók til starfa samkvæmt þeim lögum
beitti allstrangri túlkun á lögunum,
sem orðið hefur til þess að fjöldi
skráðra sérlyfja hér á landi er lægstur í
allri Vestur-Evrópu. Enginn sérfróður
aðjli hefur samt haldið því fram i al-
vöru að hér á landi sé lyfjaskortur.
Verður því ekki annað sagt en að vel
hafi tekizt til I framkvæmd lyfjaskrán-
ingar hér á landi, enda er það öllum
aðilum í hag, basði læknum, lyfjafræð-
ingum og öðrum heilbrigðisstéttum
ásamt almenningi að sem fæst lyf séu
skráð þannig að komizt verði hjá öll-
um misskilningi og glundroða í dag-
legu starfi og daglegri notkun lyfja.
Hins vegar þarf alls ekki að fara
saman að ströng lyfjaskráning og þar
af leiðandi fá skráð lyf hafi í för með
sér eðlilegri lyfjanotkun. Sem dæmi
um þetta má nefna rannsókn sem gerð
var á notkun geðlyfja í fjórum
Norðurlandanna árin 1972—1976, en
við það kom I ljós verulega meiri
notkun á þessum lyfjum hér á landi en
j samanburðarlöndunum. Við nánari
rannsókn hér á landi kom fram að um
nokkra misnotkun var að ræða og
voru hafnar aðgerðir árið 1977, sem
leiddu til þess að notkun þessara lyfja
árið 1977 miðað við árið áður
minnkaði um 20%.”
t lok greinarinnar segir:
„Hér liggur fyrir geysimikið verk-
efni sem er að veita almenningi að-
gengilegar upplýsingar um meðferð
lyfja og svo aftur hitt sem ekki er
minna um vert, að almenningur hafi á
hverjum tima og hvenær sem er
aðgang að upplýsingum um þau lyf,
sem hann er að nota. Að sjálfsögðu er
það fyrst og fremst viðkomandi læknir
sem veita þyrfti slíka þjónustu en
lyfjabúðirnar hafa hér einnig mjög
mikilvægu hlutverki að gegna.”
Reglur og hefð
stangast á
Fyrir nokkru var birt hér á Neyt-
endasiðunni bréf frá „neytanda” þar
sem kvartað var yfir því að upplýs-
ingar um lyf sem framleidd eru er-
lendis væru fjarlægðar úr umbúðum
lyfjanna áður en viðskiptavinurinn
fær lyfið I hendur. Rætt var við Sigur-
jón Jónsson, sem er eftirlitsmaður
lyfjaverzlana, og sagði hann það rétt
vera að umræddar upplýsingar væru
fjarlægðar úr umbúðunum, enda væru
það aðallega upplýsingar sem ætlaðar
væru fyrir lækna og neytendum til
lltils gagns þvi upplýsingamar væru á
framandi tungum, sem almenningur
hefði litinn skilning á! Sigurjón sagði
þó að ef viðkomandi viðskiptavinur
apóteksins færi fram á að fá umrædd-
an upplýsingaseðil afhentan fengi
hann það.
Vel má vera að þessi upplýsingaseð-
ill sé svo flókinn að aðeins læknar einir
geti haft af honum gagn. Hins vegar
sýnist óþarfi að býsnast í öðru orðinu
yfir fáfræði almennings um lyf, en í
hinu kveða upp þann úrskurð að al-
menningur sé svo einfaldur að hann
geti ekki lesið erlenda leiðarvísa um
lyf!
En hver á að upplýsa almenning um
lyf, gagnsemi þeirra og skaðsemi?
Ánnaðhvort hljóta það að verða að
vera læknar, sem eru víst allir of störf-
um hlaðnir nú þegar, eða þá að það
kemur i hlut lyfjabúðanna.
Þetta er mjög brýnt mál og talsvert
hagsmunamál fyrir neytendur að ein-
hver botn fáist í það, annar en sá að
„fárast sé yfir fákunnáttu fólks”.
Einnig má benda á að ofnotkun lyfja
hlýtur fyrst og fremst að verða á á-
byrgð lækna, en ekki sjúklinganna, því
það eru þó altént læknar sem skrifa
lyfseðlana fyrir sjúklingana.
• A.Bj.
Rauðsprettuvefjur
með kryddsmjöri
Ef viðkomandi er ekki þvf lagnari við að flaka fisk borgar sig áreiðaniega oetur aó
kaupa rauðsprettuflök sem kosta 650 kr. heldur en að kaupa heila rauðsprettu
sem kostar 400 kr. kg. DB-mynd Ari.
Rauðspretta þykir herramannsmat-
ur og er hún oftast á matseðlum fin-
ustu veitingahúsanna. Rauðspretta og
smálúða eru lika tilvalið hráefni ef búa
á til fiskrönd á veizluborð. 1 dag skul-
um við borða rauðsprettuvefjur með
kryddsmjöri.
11/2—2 kg rauðspretta eða
1 kg rauðsprettuflök
salt, sitrónusafi
KRYDDSMJÖR:
lOOgsmjör
1/4 dl vatn
1 súputeningur
1—2 harðsoðin, söxuð egg
2 msk söxuð paprika, ný eða
niðursoðin
2 tómatar (saxaðir smátt)
2 msk söxuð steinselja
sitrónusafi, salt, pipar
Fiskurinn er hreinsaður og
flakaður. Salti er stráð á flökin og
nokkrir diopar af sítrónusafa eru látnir
drjúpa á þau. Vefjið þeim saman frá
breiðari endanum og raðið þeim þétt
saman á smurða pönnu I eldfast mót
eða á gufurist. Lokið ílátinu og sjóðið
við mjög vægan hita í 15—30 min.
(hægt er að halda flökunum saman
með tré-tannstöngli).
Smjörið er hitað með vatninu og
kryddinu að suðu. 1 stað þess sem talið
er upp hér að framan má einnig nota
sýrðar gúrkur eða pikkles (Dalgarðs-
relisið okkar góða). Einnig má breyta
til og bragðbæta kryddsmjörið með
sinnepi, tómatkrafti, karrýi eða
einhverju öðru kryddi. Það er gott
með öllum tegundum af fiski.
Vefjurnar eru bornar fram með
soðnum kartöflum.
Verð:
Heil rauðspretta kostar 400 kr. kg,
en flökin kosta 650 kr. Ef viðkomandi
er ekki því vanari að flaka borgar sig
sennilega að kaupa flökin og viö
reiknum með því I okkar útreikningi,
eða 650 kr., kryddsmjörið kostar um
500 kr. með því sem talið er upp í
uppskriftinni. Þannig kostar allur
rétturinn um 1150 kr. eða tæpar 300
kr. á mann. -A.Bj.
415 grömm af sfld í
210 gramma pakka?
Virðulegi neytendaþáttur:
Hjálagðar eru umbúðir af ágætri
tómatsild frá íslenzkum matvælum hf.
í Hafnarfirði. Þetta fyrirtæki virðist
merkja sínar vörur samkvæmt
kúnstarinnar reglum — en greinilega
hefur ein reglan eitthvað bögglazt
fyrir brjóstinu á þeim.
Á miðanum stendur nefnilega að
nettóinnihald sé 210 grömm og þar af
síld415grömm.
Hvernig má þetta vera? Ég er þó
ekki svona vondur I reikningi!
-ÓV
Svar:
Að sjálfsögðu er ÓV ekki svona
vondur I reikningi — þarna er um að
ræða mannleg mistök. Hjá íslenzkum
matvælum fengum við þær upplýsing-
ar að stimplazt heföi vitlaust magn
utan á umbúðirnar af sildinni. Mistök-
in uppgötvuðust ekki fyrr en allir
bakkarnir úr löguninni voru farnir á
markaðinn og of seint að gera nokkuð
í málinu.
Hárþurrkan enn betri en
ryksugan við afþíðingu
Húsmóðir - il handhárþurrka á heimilinu er enn gert það með góðum árangri í fjölda-
hringdi: betra að gera þetta með henni. Ég hef mörg ár.
Á þriðjudaginn í síðustu viku var
sagt frá góðu ráði frá Ebenezer í Vöru-
markaöinum við að afþiða frystjnn
með ryksugu. Það er út af fyrir sig
prýðilega gott ráð en ef til er kraftmik-
---------------------------------------------------------------------- ^
k
Raddir neytenda