Dagblaðið - 25.10.1978, Síða 23

Dagblaðið - 25.10.1978, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25.0KTÓBER 1978 C Útvarp Sjónvarp D Sjónvarp íkvöld kl. 21.55 — Popp: Stórstjörnur og minna þekktir í poppþættinum Poppþyrstir sjónvarpsaðdáendur fá stuttan en dágóðan þátt til að gleðja augað og eyrað í kvöld. Þá skemmta stórstjörnur í bland við minna þekkta í heilar fímmtán mínútur. Einna þekktasti skemmtikrafturinn mun vera Gerry Rafferty, sem söng Baker Street fyrr á árinu sællar minningar. Hann verður að þessu sinni með rólegt lag af plötu sinni City To City — lagið Whatever’s Written In Your Heart. Þá mun enska rokkhljómsveitin City Boy syngja sitt nýjasta lag og jafn- framt frægasta til þessa. Lagið heitir þvi frumlega nafni 5-7-0-5 og er síma- númer á einhverjum góðum stað. Þriðja lagið sem leikið verður i poppþættinum í kvöld er með þyngsta poppsöngvara í heimi. Hann heitir Meatloaf (kjöthleifur) og flytur lagið Tvo Out Of Three Ain’ t Bad. Það lag naut mikilla vinsælda í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum vikum. DB er kunnugt um að hálftima þáttur er til með Meatloaf hér á landi og hver veit nema við eigum eftir að fá að sjá hann síðar. Hljómsveitin Yellow Dog (Gulur Hljómsveitin City Boy. hundur) er lítt þekkt hér á landi. Þó brá henni fyrir á skjánum fyrir stuttu er hún söng lag sitt Wait Until Midnight úti I kirkjugarði. Að þessu sinni flytur hljómsveitin lag sitt Just One More Night. Loks er að geta lags sem gert hefur það gott í diskótekum hér á landi sem annars staðar að undanförnu. Það ber nafnið Let’ s All Chant og er flutt af Michael Zager Band. Það lag er fimmta og síðasta lagið sem við fáum að heyra í poppþættinum í kvöld -ÁT- Innflytjendur - Kaupmenn Get aðstoðað við að leysa út vörupartí. Tilboð sendist Dagblaðinu fyrir 27. okt. merkt „Beggja hagnaður 16084”. BILAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahlufa íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: 1 Rambler American '67, Saab '67, Fiat 128 árg. '72, Taunus 17 M '67, Volvo Amazon '65, Chevrolet Bel Air '65, Willys '47. Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. t kvöld kl. 22.10 verður i sjónvarpinu brezk fréttamynd um þróun mála á Norður-írlandi undan- farinn áratug. Á írlandi hafa um aldir verið heiftúðlegar trúardeilur milli kaþólskra manna og mótmælenda. Undanfarin ára hafa verið blóðug átök I þessu fallega nágrannalandi okkar sem hafa kostað á annað ------------ þúsund mannslif. Á Norður-trlandi hafa sprengjutilræði og skotárásir verið tíðir viðburðir, þar sem hinn ólöglegi irski lýðveldisher, IRA, hefur komið mjög við sögu. Á myndinni sem hér fylgir má sjá liðsmann irska lýðveldishersins krjúpa við húsvegg með byssu sína, tilbúinn að hverfa inn í hóp vegfarenda ef öryggisverðir verða hans varir. Brezki herinn hefur dvalið í landinu undanfarin ár og eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti afskipta hans af hinum viðkvæmu deiluefnum. Þýðandi myndarinnar i kvöld er Jón O. Edwald. Sjónvarpkl. 22.10: ^ Þróun mála á N-írlandi BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10 - Simi 11397 Sérhæfum okkur í IW Seljum I dag: Saab 99 GLE árg. ’76, 4 dyra sjálfskiptur, vökvastýri, litað gler, bíll í algiörum sérflokki, ekinn aðeins 17 þúsund km. verð 4.800 þús Saab99 GL arg. '112 dyra beinskiptur, ekinn 25 þús. km, verð 4,3 milljónir Saab 99 árg. ’76, ekinn 23 þúsund km, verð 3700 þús. Saab 99 GL árg. ’78, ekinn 20 þús. km, 4 dyra, beinskiptur, verð 5 m Saab9€ árg. ’74, ekinn 46 þús. km, bíll í sérflokki, verð 2200 þús. iAutobianchi árg. '11, ekinn 34 þús. km, verð 1700 þús. Saab 96 árg. ’73, ekinn 74 þús. km, verð 1500 þús. Saab 99 EMS árg. '15, ekinn 47 þús. km, verð 3500 þús. BJORNSSON Aco BÍLDSHÖFÐA 16 SiMI 81530 REYKJAVÍK Útvarp kl. 14.30: Ertu manneskja? Góð saga eða sama gamla kommabullið r Inga Huld Hikonardóttir blaöa- maður. V Miðdegissagan Ertu manneskja? hefur fengið misjafnar undirtektir. Ýmist finnst fólki sagan góð og efni hennar athyglisvert eða að hér sé enn eitt „kommúnistabullið’’ á ferðinni sem ríði nú ekki við einteyming I út- varpinu fyrir. Höfundur sögunnar, sem heitir Marit Paulsen og er sænsk, var áður verkakona í verksmiðju og í sögunni lýsir hún lífi slíkrar konu og hugsunum hennar og hvernig um- hverfið kemur henni fyrir sjónir. Þýðandinn, Inga Huld Hákonar- dóttir, les sjöunda lestur sögunnar i dag klukkan 14.30. -ÓG. í kvöldkl. 20:30 PER LUTKEN: G/erhönnun, fyrirlestur og kvik- myndasýning. VERIÐ VELKOMIN. NORRÆNA hCjsið

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.