Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 3 Spurning dagsins Tveir páfar með nafninu Jóhannes 23. Hvað finnst þér um tolla og söluskatt á hiálpartæki fyrir fatl- Hólmar hringdi: Við athuganir mínar á páfum kaþólsku kirkjunnar frá upphafi hef ég rekið mig á nokkuð undarlegt. Af gögnum þeim sem ég hef undir höndum verður ekki annað ráðið en tveir slikir hafi verið nefndir Jóhannesar 23. Þar sem sá ágæti hans heilagleiki Jóhannes 23., sem ríkti frá 1958 til 1963, skildi eftir sig svo glögg spor í kirkjusöguna finnst mér undarlegt að hann beri sama nafn í embætti og for- veri hans í starfi, sem kom til valda árið 1410 og ríkti til 1417. Heimildir minar eru The World Almanac & Book Of Facts 1977, bls. 385. Á þessu væri gott að fá skýringu frá fróðum mönnum. Hér virðist ekki um prentvillu að ræða þvi samhljóða upplýsingar eru í útbáfu bókarinnar árið 1978. Þar sem einn af blaðamönnum DB, Gunnlaugur A. Jónsson, er guðfræðingur að mennt, leituðu Raddir lesenda til hans og svaraði hann bréfi Hilmars: Jóhannes 23. (fyrri) settist á páfastól á miklum sundrungartímum innan kirkjunnar. Var þá sú staða upp komin að páfar sátu bæði i Róm og Avignon og vildi hvorugur viðurkenna hinn. Óttuðust menn jafnvel að kirkjan klofnaði af þeim sökum. Tóku þá ýms- ir kardinálar á sig rögg og boðuðu til kirkjuþings í Písa árið 1409 og kaus nýja þingið páfa i stað hinna tveggja. Ekki bætti það þó úr skák því hinir páfarnir neituðu að viðurkenna hinn nýja páfa og voru páfarnir þvi raunverulega orðnir þrír. Þessi nýi páfi andaðist mjög snemma og var þegar valinn nýr páfi i hans stað. Sá maður hét Baldassare Cossa og tók hann sér nafnið Jóhannes 23. Þykir með ólíkindum að hann skyldi ná slíkri tign þar sem hann hafði jafnvel verið sjóræningi. Hann gerði sig einnig sekan um alvarleg mistök á páfastóli og var handtekinn áður en yfir lauk, leiddur fyrir kirkjuþing, sakaður um óteljandi glæpi og villutrú og settur af. Hinir páfarnir urðu einnig að víkja. Tókst þannig að koma í veg fyrir klofning kirkjunnar. í 540 ár eftir þetta kærði enginn páfi sig um að nota Jóhannesarnafnið eða þar til nýr Jóhannes 23. settist á páfastól árið 1958. Var þá hinn fyrri Jóhannes 23.tekinn út af skrá ef svo má segja, og ekki talinn með. Var það enda heppilegasta lausnin, m.a. með tilliti til kenningarinnar um óskeikul- leika páfa, þar sem sýnt þótti að Jóhannesi 23. (hinum fyrri) hefði skjátlazt í veigamiklum efnum. að fólk? Kristján Ottósson: Mér finnst þetta alveg fáránlegt, eins og margt annað sem þessir háu herrar hafa gert. En þeir bæta það kannski upp ef þeir lifa svo lengi að stofna lífeyrissjóð fyrir allá landsmenn. Forvígismenn landbúnaðarmála: Látið ekki þessa vitleysu hafa áhrif á ykkur! „Ég trúi því nú ekki fyrr en á reynir að forráðamenn landbúnaðarmála hér á landi ætli að hætta við frekari tilraunir til þess að selja sauði úr landi, aðeins vegna þess að nokkrar móðursjúkar kerlingar og einhverjir sýndarmenn í „mannúðarmálum" hafi fengið þá flugu i hausinnað rollurnar yrðu aflífaðar á kvalafullan hátt og jafnvel notaðar sem fórnardýr í trúar- iðkunum. Þetta er í rauninni dæmigert fyrir þann tvískinnungshátt sem hér rikir á öllum sviðum. Landbúnaðurinn ásamt flestum öðrum atvinnugreinum berst í bökkum og þegar loksins hillir undir að stórhagnað mætti hafa af viðskiptum við önnur lönd á þessu sviði, þá rísa menn upp á afturfæturna og fara að sýna einhverjar uppdiktaðar tilfinningar í garð sauðkindarinnar! Ekki man ég til Jjess að við höfum mótmælt því hvernig þorskurinn er matreiddur i öðrum löndum, enda kemur okkur það ekkert við og skiptir engu máli. Að kindur hafi verið aflífaðar á þennan hátt er engin ný bóla hér- lendis. Og að láta þeim blæða út er einfaldlega gert til þess að fá bragðbetra kjöt, því enginn lýgur því að mér, að arabar séu að stinga kindur ,Öne way ticket” til Kuwait. til bana úti I löndum til þess eins að skemmta sér við það eða þóknast Allah. Nei, ég skora á forvigismenn land- búnaðarmála að láta ekki svona vitleysu tefja fyrir sér, heldur reyna að standa í þessum viðskiptum eins og menn. -Pétursson. Eftir hverju er beóiö, því skráir þú þig ekki f Hundavinafélagið? Skráið ykkur í Hundavinafélagið Liprir bifreiða- eftirlits- menn í Haf nar- firði Bíleigandi skrifan Okkur íslendingum er alltof gjarnt að rjúka upp og gagnrýna það sem miður fer í þjóðfélaginu en siður að standa upp og þakka það sem vel er gert. Ég átti leið suður i Hafnarfjörð nýlega með bílinn minn i skoð- un, og var af ýmsum ástæðum komið langt fram yfir þann tíma sem hefði átt að vera búið að koma með hann til skoðunar. Bifreiðaeftirlitið i Hafnarfirði býr við þröngan húsakost og slæmar aðstæður til skoðunar, en með einstakri lipurð og þægilegheitum í framkomu verða bifreiðaeftirlits- mennirnir til þess að afgreiðsla og skoðun gengur vel og ekki kemur til neinna árekstra. Ég varö var við að nokkrir bílanna sem komið var með til skoðunar stóðust ekki þær kröfur sem gerðar eru, en aðfinnslur og ábendingar af hendi bifreiðaeftirlitsmannanna voru fram bornar að hætti þeirra er vilja vel, en ekki eins og frá þeim er valdið hefur, en oft hefur verið deilt á bif- reiðaeftirlitið fyrir slik vinnubrögð. Ef allir þeir sem sækja þurfa þjónustu til hins opinbera fengju svipaðar mót- tökur og hjá bifreiðaeftirlitinu í Hafnarfirði þá mættu allir vel við una. Guðjón V. Guðjónsson, varaformaður Hundavinafélagsins, skrifar: Eins og flestum ykkur að minnsta kosti ætti að vera kunnugt er starfandi félagsskapur sem heitir Hundavina- félag íslands. Þessi félagsskapur er því miður allt of fámennur, enda stendur mikill fjöldi ykkar ennþá utan við hann. Þessa sorglegu staðreynd er erfitt að skilja eða sætta sig við. Maður hafði haldið að enginn myndi skerast úr leik, sem i reynd vill hafa þessi dýr hjá sér, án þess að eiga stöðugt yfir höfði sér útistöður við skilningssljó yfirvöld og aðra sem naldnir eru hysteríu gagnvart þessum dýrum. Því aðeins er einhver von til þess að lát verði á þeim linnulausu ofsóknum sem stöðugt dynja á hundum og eig- endum þeirra að við sem stöndum í þessum „ósköpum” að hafa hjá okkur hund, höfum með okkur öflug og vel virk samtök. Við getum a.m.k. komið í veg fyrir að þessir ofstopamenn náði neinum umtalsverðum árangri. Sú for- heimskun að banna manni að hafa hjá sér hund þekkist hvergi annars staðar í víðri veröld. Sjálfur Ugandaforseti myndi aldrei láta sér detta það í hug hvað þá að framkvæma. Þið sem nú búið í bæjarfélögum, þar sem hundahald er enn leyft ættuð að hugleiða að þið gætuð vaknað upp við það einn morguninn, og það fyrr en ykkur grunar, að búið væri banna slikt. Það er ekki lengi að skipast veður í lofti hjá þessari bannglöðu þjóð. Nú skora ég á ykkur er hafið ekki ennþá látið skrá ykkur í félagið að gera það strax. Vinnum saman að því að menn geti um ókomin ár notið samvista við þetta sérstæða dýr. Upplýsingasími Hundavinafélags- inser 33431. Brynjólfur Karlsson: Fráleitt. Birna Júlfusdóttir: Fráleitt, það er eng- inn lúxus að þurfa að hafa hjálpartæki sér til aðstoðar. Guðrún Pétursdóttir: Mér finnst það ætti að afnema alla tolla af hjálpartækj- um og hlutum sem fatlað fólk og öryrkj- ar nota. Guðmundur Guðmundsson: Ég veit það ekki, ég hef ekkert spekúlerað i þvi, en það væri réttast aö fella þá niður. Bryndls Richter Fella þá niður, auð- vitað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.