Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Líbanon og viljað stilla þar til friðar. Hefur þeim þótt illa ganga að tjónka við kristnu leiðtogana og þvi leitað að öðrum í þeirra hópi sem einhverju tauti mætti koma við. Meðal annars hefur sonum þessara áður nefndu tveggja leiðtoga verið boðið að sitja fund arabísku utanríkis- ráðherranna, sem haldinn var rétt utan við Beirut. Heita synirnir Dany Chamoun og Amin Gemayel. Þykja þeir fremur frjálslyndir 1 skoðunum. Feðurnir hafa aftur á móti brugðizt reiðir við og segja að engar ákvarðanir um framtíð Libanon verði teknar án þeirra. Árangur viðræðna sonanna við ráð- herrana, ,og þá sérstaklega við utan- ríkisráðherra Saudi Arabíu, er talinn geta ráðið miklu um hvernig til tekst með frið í Libanon í framtíðinni. Ljóst er þó að stjórn á innanlands- málum verður að styrkjast frá því sem nú er og verið hefur undanfarna mán- uði. Hvernig til tekst með það verkefni er erfitt að segja. Við upphaf borgara- styrjaldarinnar klofnaði her landsins og öll stjómskipan fór i handaskolum. N Kjallarinn Gunngeir Pétursson Hér er mismunur hvað minnstur, en nákvæmnin er mikil þvi sumstaðar er mismunur á tveim eins íbúðum kannski kr. 2.000.- en fer upp í mikinn mun svo gáfulegt sem það nú er. Hver rúmmetri í þessurh húsum er þó allt of hár miðað við einbýlishúsin. Það skal tekið fram að þessi dæmi eru tekin aigerlega af handahófi og ég efast ekki um, að hægt væri að finna meiri mun í hverju tilfelli ef farið væri að leita að því sérstaklega. Upphaflega gáfu stjórnendur fast- eignamatsins upp að matið ætti að sýna söluverð húsanna miðað við staðgreiðslu, en ég þarf ekki að taka dæmi til að sýna að sá tilgangur er alveg út i hött, þvi það vita ailir sem nálægt þessum málum hafa komið. En hvernig stendur á því, að matið er slík endaleysa sem raun ber vitni um, samanber dæmin sem ég tók. Aðalorsökin ér sú staðreynd að aldrei hefur verið viðurkennt og unnið með það sjónarmið i huga að fast- eignamatið væri fyrst og fremst notað til skattlagningar og meðan svo er, er ekki von á góðu. Vegna þessa er verið að safna alls konar upplýsingum, sem koma matinu i heild sáralítið við, t.d. hvort útihurð sé góð eða sæmileg, hvort innbyggðir skápar séu góðir, sæmilegir o.s.frv., en með þessu er hægt að fá þann mun á tveimur eins íbúðum, eingöngu vegna þess t.d. að annar var búinn að fullmála skápa I svefnherbergi en hinn ekki, svoeitthvert dæmi sé nefnt. Þegar fram í sækir hlýtur þetta að hafa þær afleiðingar, að þeir sem átta sig á þvi hvernig unnið er að fasteigna- matinu, setja alls ekki upp fasta skápa, t.d. I svefnherbergi, því þá er hann talinn með I fasteignamati, en lausum skáp er sleppt, því hann er innbú. Til að lagfæra öll þessi mistök verður fasteignamatið að taka upp önnur vinnubrögð. Gera verður sér fulla grein fyrir hvaða upplýsingar eru aðalatriði og hvaða aukaatriði. Ég tel alveg útilokað að byggja matið þannig upp, eins og það er I dag, að hverja einustu fasteign þyrfti helst að skoða árlega, ef vit ætti að vera I matinu og að minnsta kosti á 2—3 ára fresti. Eftir 5 ár er það orðið ónothæft, að þeirra eigin dómi, hafi fasteign ekki verið skoðuð á staðnum. Ég tel engan vanda að hafa fast- eignamatið bæði betra og kostnaðar- minna, t.d. eru sumar þær upplýsing- ar sem þeir heimta nú frá byggingar- fulltrúa hreint fáránlegar svo ekki sé meira sagt. Meðal annars sem beðið er um frá byggingarfulltrúa er meðalhæð húsa og meðal ummál, sennilega með það fyrir augum að finna út stærð veggflata, en hvernig því er skipt milli matshluta er mér hulið, því sumar íbúðirnar eru með mikla útveggi, en aðrar litla. Það allra nýjasta er, þegar sótt er um byggingarleyfi,að fá uppgefnaaHa eigendur eða lóðarhafa með nafnnúmeri og t.d. i háhýsum geta þetta verið ansi margir umsækjendur. Ekki er getið I þessu sambandi hvort tilgreina þarf bæði hjónin. Þar sem þeir hafa ekki þessar upplýsingar þegar fá þeir þær frá mörgum stöðum, t.d. I kaupsamningum, afsölum, hjá lóðar- skrárritara, við lóðarsamning. Þetta er blessuð skriffinnskan I öllum sinum glæsileik, að fá sama hlutinn á mörgum stöðum. Þeir sem vilja meiri og meiri skrif- finnsku eru auðvitað ánægðir með þennan glæsilega árangur sem öll framkvæmd fasteignamatsins er, og því miður virðast flestir þeir, sem með völdin fara, vera hlynntir skrif- finnskunni eins og dæmin sanna. Ég hefði auðvitað átt að vekja athygli á þessu fyrir löngu, en I fyrsta lagi vonaði ég að matið yrði lagað og I öðru lagi geri ég ráð fyrir, að þeir sem vilja skriffinnskuna sem mesta ráði eins og vant er, svo ekkert mark verði tekið á þessum aðfinnslum mínum, en þar sem málið varðar marga get ég ekki látið hjá líða að vekja á því athygli. Reykjavík I október 1978. Gunngeir Pétursson skrifstofustjóri. 11 Vinnusparandi vélar, stórvirkar vél- ar. Tölvur I hvert fyrirtæki. Tekniska kaupstefnan I Stokkhólmi, sem stóð yfir 12,— 18. þ.m. var auglýst sem þýðingarmesta kaupstefnan fyrir þá sem starfa að iðnaði. Ekki skal dregið I efa að á kaupstefnu þessari hafi mátt sjá ýmis tæki sem lýsingar- orð þau eiga við, er standa hér fremst I þessu greinarkorni. En að hverju leiðir þetta í huga hins venjulega manns? Orðum eins og aukinni framleiðslu, létti erfiðis við vinnuna, skemmtileg- um tækjum I meðförum. Ekki hvílir nú sólskin yfir öllum þessum orðum, og hvers vegna ekki? Framleiðsluaukning verður því aðeins mannkyni til gagns að hún komi heildinni að notum, að hún bæti lífsmöguleika almennt, að hún gangi ekki of langt I að skerða forðabúr nátt- úrunnar. Hver hugsar á þennan veg? Sérvitringar þjóðanna munu sumir segja. Vísindamenn eru til, sem um þetta hafa hugsað út frá verndar- sjónarmiði, með framtíðarhugsun að leiðarljósi hafa þeir gefið varnaðarorð. Hverjir hafa hag af að þegja þau i hel, eða þá að lauma á framfæri ismeygi- legum andróðri gegn þessum hugsun- um? Auðvitað þeir, sem hagnast á aukinni framleiðslu I augnablikinu. Við þurfum ekki langt að fara. Við höfum vonandi flest tekið eftir við- brögðum samlanda okkar þegar rætt er um minnkandi fiskstofna. Þeir virðast fáir, sem meta framtíðina meira en dagshagnaðarvonina. Hvers vegna er nauðsyn að auka framleiðsluna i velferðarþjóðfélagi? Þetta er gert þangað til sölumöguleik- ar eru nýttir, og oft lengur. Ríkis- sjóðir, þ.e. almenningsfé, er siðan notað til að safna upp vörubirgðum, sem ekki er vitað hvort munu verða notaðar, e.t.v. verður þeim brennt eða eyðilagðar á annan hátt. Þetta er gert á sama tíma og tugmilljónir líða skort á jörð vorri. Þannig er skipulag fram- leiðslunnar á tímum hraðvaxandi tæknivæðingar, á tímum þegar fjöldi manna leggur fyrir sig nám I hagfræði, I skipulagsfræöum og tölvísi. Sérnám I vaxandi mæli er notað til að auka framleiðsluna I öllum grein- Kjallarinn Guðjón B. Baldvinsson um. Er þetta rétt stefna? Horfir þetta til aukinnar lífshamingju mannkyns- ins? Etgum við lslendingar að taka siaukinn þátt I þessari hringrás gróða- fíkninnar? Væri ekki rétt að stinga við fótum og huga betur að hvert stefnir? Skipuleggja fjárfestingu og framleiðslu á þann veg að fólkinu I landinu geti liðið vel og atvinnuvegir okkar séu reknir þannig að starf og stríð fjölda manns hafi ekki það eitt markmið að fást við gegndarlausa tilfærslu fjár- magns frá einum hópi þegnanna til annars? Hvað mundi þurfa til að færa starfsemi þjóðarinnar I þann farveg? Breyttan hugsunarhátt, breytta stjórnun samfélagsins. Tæknin á að koma öllum til góða, ekki bara þeim, sem hafa fengið sparifé landsmanna og erlent lánsfé til aö reka fyrirtæki. Þjóðin á alla aðalbanka landsins. Hvers vegna er þeim ekki beitt til að hafa skynsamleg áhrif á rekstur fyrir- tækjanna? Hvers vegna er almenningi ekki gefinn kostur á fræðslu um þá þætti þjóðfélagsins, sem afkoma hans byggist á? Hvers vegna er ekki gefið tækifæri til að starfsfólk þjóðarinnar hafi áhrif á stjórn þeirra fyrirtækja, sem það vinnur við? Hvers vegna eru ekki birtir rekstrar- og efnahagsreikn- ingar þeirra fyrirtækja t. d., sem stærst eru á sviði athafnalífsins? Reikningar geta ekki verið einkamál þeirra, sem valdir eru i stjórnir. Fjár- magnið er eign almennings, verðlagn- ing fyrirtækjanna, söluaðferðir, fjár- festing þeirra, allt hefir það ómæld áhrif á efnahagslífið. Eigum við ekki, borgarar þjóðfélagsins, sem að lang- mestu erum launþegar við þessi fyrir- tæki, rétt á að vita eitthvað um þaö hvaða lögmál ráða við reksturinn, hvaða sjónarmið ráða ferðinni? Tækn- in er ekki rétt notuð, ef henni er beitt fyrst og fremst til að auka gróðamögu- leika fjármagnsráðenda, liðsodda at- vinnurekstrarins. Vélakaup eru ekki bara til að auka fyrningarreikning, og ekki til að sýna eingöngu hærri arð á ársreikningi. Tæknin á að vera I þjón- ustu fólksins. Notuð til að létta störf, bæta rekstur með það sjónarmið, að starfsfólkið fái aukna möguleika til að lifa hamingjusamara lífi. Það eiga allir sama rétt til að lifa, hver eftir þeirri getu sem honum er gefin. Aukin hagkvæmni vegna auk- innar tækni á að koma þegnunum til góða, lika þeim sem af einhverjum ástæðum eru verr settir til að olnboga sigáfram. Tæknin á að vera til samhjálpar, notast til að gefa sem flestum aukna lifsfyllingu, en ekki til aukins óhófs eða munaðar sérréttindafólks. Þetta sjónarmið á að ráða aðgerð- um stjórnvalda við stefnumörkun um fjárfestingu og efnahagsráðstafanir þær sem nauðsynlegar eru til að halda atvinnu gangandi en þó um leið draga úr margumræddri verðbólgu. Þessi hugsun á að marka viðhorf al- mennings til vinnubragða stjórnvalda á hverjum tíma. Guðjón B. Baldvinsson. TÆKNIÖLD - TÆKNIVALD Hafa stórvirkar vinnuvélar verið til jafnmikilla hagsbóta fyrir vinnandi fólkið og atvinnurckendur?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.