Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 9 Góð útkoma af svartolíunotkun í Wichmanvél Herjólfs: Hver ferð skipsins 66 þús- und krónum ódýrari en áður — Norskir útgerðarmenn og ioðnubátaeigendur hér hugsa til breytinga á skipum sfnum „Útkoman meö svartolíunotkun ,í Herjólfi í stað gasolíu er hreint og beint ótrúleg,” sagði Ólafur Runólfsson fram- kvæmdastjóri Herjólfs i viðtali við DB. 1 einni ferð til Þorlákshafnar förum við með svartolíu fyrir 72 þúsund krónur. Áður, þegar gasolíu var brennt, kostaði slík ferð í brennslu 138 þúsund krónur. Með öðrum orðum: Á mánuði hverjum eftir breytinguna yfir til svartolíunotk- unar notum við eldsneyti fyrir 2.1 milljón króna, en gasolíunotkun á mán- uði myndi kosta okkur um 4 milljónir króna. Það munar næstum helmingi,” sagði Ólafur. Ólafur Runólfsson kvað brennslukerfi fyrir svartolíu hafa verið sett í Herjólf á 2 sólarhringum um miðjan febrú- ar sl. Kerfið var sérhannað af Ólafi Eiríkssyni tæknifræðingi. Er það allt lagt með heildregnum stálpípum sem soðnar eru saman og leki þvi með öllu óþekktur i vélarrúminu, en hans gætti í einstaka tilfellum í fyrri kerfum Ólafs sem voru tengd eins og venjulegar pípu- lagnir með múffum, hnjám o.fl. Fyrra miðvikudag fór síðan fram út- tekt á vélinni eftir 1300 tíma siglingu á svartolíubrennslu, en vélin hefur alls verið keyrð í 6000 klukkustundir. Niður- stöður rannsóknanna á vélinni, sem voru mjög ýtarlegar, taldi Ólafur Run- ólfsson hreint ótrúlegar. Að ýmsu leyti kemur vélin betur út með svartolíunotk- un en með gasolíunotkun. Er væntanleg skýrsla um niðurstöður rannsóknarinn- ar frá Wichman verksmiðjunum, sem nánar skýrir þessa góðu útkomu í Herj- ólfi. „Áður höfðum við það svo að keyrt var á gasolíu út úr Vestmannaeyjahöfn en skipt yfir á svartolíunotkun úti við sker. Aftur var skipt yfir á gasolíu- notkun utan við Þorlákshöfn og keyrt út þaðan aftur á gasolíu. Nú er því hætt. Við siglum út frá Eyjum á morgnana á gasolíu en síðan er svartolían á allan daginn, þó slökkt sé á vélum í klukku- stund i Þorlákshöfn. Þar er startað á svartolíu og siglt á henni að skerjum við Eyjar,” sagði Ólafur. Ólafur sagði að svartoliukerfið í Herjólfi hefði uppsett kostað 3,7 milljónir eða jafnvirði sparnaðar á olíu- notkun í hálfan annan mánuð. Hann kvað reynsluna í Herjólfi hafa viða flogið, þvi Wichmanvélar væru i Herjólfur — svartolian virðist gefa góða raun I rekstri skipsins. tugum eða hundruðum skipa. Wichman- vélaeigendur í Noregi væru farnir að spyrjast fyrir um svartolíubrennslu- kerfið I Herjólfi. ísíenzkir útgerðarmenn eru líka spenntir, m.a. sumir sem gera út stóru loðnubátana. Þeir hugsa sér gott til glóðarinnar fyrst Wichmanvélarnar. brenna svartolíunni svo vel sem raun er á. Þeir hafa nefnilega átt lítið í kassan- um þegar laun manna hafa verið greidd, sagði Ólafur Runólfsson. - ASt. TVÖFALT SIÐGÆÐIPÓUTÍKUSANNA GERIR LANDHELGISGÆZLUNA ÓVIRKA — „Enn leika Færeyingar sér meö aflatakmörk undanþágusamninganna,” segir Auöun Auðunsson „Það tvöfalda siðgæði sem Land- helgisgæzlunni er gert að starfa eftir er með öllu óhæft og gerir Gæzluna óvirka,” sagði Auðun Auðunsson skipstjóri I viðtali við DB. „Að sumum líðist að stela fiski í landhelginni án þess að hendi sé lyft til varnar, en aðrir séu dæmdir I þungar sektir er hrein firra. En þetta gerist æ ofan í æ hér við land og asnalegum milliríkjasamningum og veiðileyfum handa erlendum skipum er samtíengu breytt.” Auðun vitnaði til meintra landhelgis- brota og dóma yfir togara frá Reykjavík og bát frá Norðfirði. Á sama tíma kvað hann Færeyinga hér við land stunda rányrkju I landhelginni og svo virtist sem Gæzlan mætti ekki við þeim stugga. „Það er staðreynd að erlendu undan- þáguskipunum voru bannaðar veiðar í fyrra þorskveiðibanninu í sumar en ekki í hinu síðara. 1 lok þess tímabils voru 4 eða 5 færeyskir togarar að veiðum hér við land. Einn þeirra tilkynnti að hann væri búinn með sinn kvóta. Rétt í sömu mund lentum við íslenzku skipstjórarnir í þorski. Sá færeyski sem búinn var með kvótann dembdi sér þá í þorskinn og tók 8 tonn á stuttum tima,” sagði Auðun. Auðun kvað alþjóð vita að Færeyingar hefðu á siðustu loðnuvertíð farið tveimur skipsförmum fram úr sinni loðnuveiðiheimild hér við land. „Frá þessu var skýrt í útvarpsfréttum og kald- hæðni örlaganna var að í sama frétta- tíma var frá þvi skýrt hve margra milljóna króna virði af fiski hefði verið gert upptækt hjá islenzkum veiðiskipum vegna brota ýmissa reglugerðarákvæða. Fyrir stolnu færeysku loðnufarmana var engra bóta krafizt,” sagði Auðun. Auðun kvað Gæzluna líka hafa verið blekkta hvað snertir afla á Þórsbanka, veiðisvæðinu milli íslands og Færeyja. Þjóðverjar hafa árum saman sagzt veiða þar einungis karfa, ufsa og grálúðu. Er islenzku skipin koma á þessi mið bregzt það ekki að uppistaða aflans er þorskur. „Þetta kannaði Gæzlan ekki á sinum tíma, og henni hafa hreinlega verið gefnar upp vísvitandi ósannar upplýsing- ar,” sagði Auðun. 1 viðtali við DB í júní sl. kvað Þröstur Sigtryggsson, skipherra hjá Gæzlunni, Færeyinga eiga að senda skýrslur til Fiskifélagsins mánaðarlega. Á þessu kvað hann hafa orðið misbrest og dráttur á skýrslum verið mestur þegar afli þeirra er kominn næst ákveðnu há- marki samkvæmt samningum. Veiddu Færeyingar rúmlega 1700 tonn af þorski hér í fyrra umfram það magn er þeim hafði verið gefið leyfi til. Engra bóta var af þeim krafizt. Þá sagði Þröstur í áðurnefndu viðtali: „Ég veit ekki hver forsenda þess er að ákvæðið um aflamagnið og afla- Kosið í fjárveitinganef nd Fjárveitinganefnd Alþingis var framsóknarmenn: Þórarinn Sigurjóns- kosin i sameinuðu þingi í fyrradag. son og Alexander Stefánsson. Þrír sjálfstæðismenn hlutu kosningu: Þegar Samtökin áttu menn á þingi, Pálmi Jónsson, Lárus Jónsson og var fjölgað um einn mann í fjár- Ellert B. Schram, tveir alþýðuflokks- veitinganefnd. Urðu þeir þá 10. Nú menn: Sighvatur Björgvinsson og hefur þeim með lagasetningu verið Bragi Sigurjónsson, tveir alþýðu- fækkað aftur þannig að þeir eru 9. Eru bandalagsmenn: Geir Gunnars- þá allar fastanefndir Alþingis son og Helgi F. Seljan, og loks tveir fullskipaðar. -BS. skýrslurnar er svona í samningunum. Það er stjórnmálaleg ákvörðun.” Þröstur benti og á að betra væri að hafa í undanþágusamningunum ákvæði um að kalla mætti erlend undanþágu- skip til hafnar hér áður en þau héldu frá landinu, svo kanna mætti afla þeirra og aflaskiptingu betur en hægt væri úti á sjó. Benti skipherrann á að slíkt ákvæði myndi spara Gæzlunni dýra siglingu og veita erlendu undanþáguskipunum mjög aukið aðhald. Enn hefur verið daufheyrzt við orðum skipherrans. -ASt. Skóbúðin Suðurveri Stigahlíð 45-47. - Sími 83225.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.