Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Alltaf eru einhverjir sem standa I þvi að berjast gegn alkóhólismanum. Hér er Pjetur Þ. Maack, guðfræðingur og félagi I SAA, ásamt öðrum félögum ISAA og JC Breiðholti að kynna áfengisvandamálið fyrir nemendum i Ármúlaskóla. DB-mynd Hörður Áfengisbölið: Leigubflstjórar kaupa áfengi handa alkóhólistum Húsmóðir hringdi: Maðurinn minn er alkóhólisti og geri ég allt sem ég get til að halda honum frááfenginu. Þessi barátta mín er oft heldur vonlítil. ekki sízt þar sem maðurinn minn á mjög auðvelt með • að útvega sér áfengi þegar ég er farin út. Hann þarf ekki annað en að hringja á leigubifreið og leigubílstjór- arnir eru alltaf svo „hjálplegir” að sækja áfengi handa honum. Nú er bannað að reykja i leigubilum en það þykir ekkert athugavert við að þeir séu að kaupa áfengi fyrir fólk. Það er hagstættað verzlaí (Hamrábora Nýkomið Stórglæsilegt úrval af inni- sloppum (velour)fyrir dömur. Við bendum góðum eigin- mönnum á, að hlýlegri ogfallegri jólagjöf er erfitt aðfmna. Einnig geysimikið úrval af náttkjólum og náttfötum fyrir börn og fullorðna. Verzlið meðan úrvalið er PÓSTSENDUM. Hamríibora FA TA VERZLUN Hamraborg 14 — KÓP. Sími43412. Bruggarðu? Helga Haraldsdóttir, vinnur I verzlun: Nei, það geri ég ekki og hef aldrei gert. Ég drekk litið vín og fer sjaldan í Rikið. Óskar Stcindórsson leigubilstjóri: Nei. það geri ég ekki. Ég hef látið það alveg eiga sig og býst ekki við að ég hefði gaman af að standa í því. Spurning dagsíns Ágústa Jónsdóttir húsmóðir: Nei. aldrei. Ég bragða ekki vín. Ileiðrún Guðmundsdóttir, vinnur á skrifstofu og húsmóðir: Já, bjór og hvit- vin. Ég var einmitt að koma frá því að kaupa inn til þess. Ég fylgi uppskriftun- um nákvæmlega og gæti þess að ekkert verði of sterkt hjá mér. Jóhanncs V. Jcnsson, fv. bóndi: Nci. það hef ég aldrei fengizt við. Bændurnir brugguðu i friði hér i gamla daga en það var bara á meðan Blöndal var suður með sjó. Stcinunn Sigurðardóttir fréttamaður: Á minu heimili er bruggað. bæði bjór og rauðvin, einkum bjór. Það er langt frá því að vera satt sem einn ráðamanna sagði um daginn i útvarpið að allt brugg væri sull. Hann hefur bara ekki bragðað það hjá réttum mönnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.