Dagblaðið


Dagblaðið - 28.11.1978, Qupperneq 4

Dagblaðið - 28.11.1978, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 DB á neytendamarkaöi Amerísku styfturnar fró Lee Borten nýkomnar Þessi skaflajárn voru greinilega ónyt. Eftir fyrsta átak segir einn lesenda DB. DB-mynd Hörður. Nmg bllaitcsði a.m.k. á kvóldin 151OMÍAMMIH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Svaladrykkir úr mysu að ári Eiga að keppa við gosdrykkina Allar líkur eru á að við getum farið að gæða okkur á svaladrykkjum unnum úr islenzkri skyrmysu um þetta leyti á næsta ári. Núna stendur' yfir könnun á mysunni og því hvað bezt væri að nota með henni i svala- drykkina. Hannes Hafsteinsson og dr. Jón Óttar Ragnarsson matvæla- fræðingar veita könnun þessari forstöðu. Eins og landanum hefur lengi verið kunnugt er mysa afar hollur drykkur. En ástæðan til þess að hann var aflagður er fyrst og fremst hið súra bragð. En meðblöndun ávaxtasafa má kæfa það bragð og gera mysu að sann- kölluðum gæðadrykk. Árlega hendum við 7 milljónum lítra af mysu. Það er ekkert smáræði reiknað í næringarefnum, 270 tonn af mjólkursykri, 42 tonn af eggjahvítu. 8,8 tonn af kalki, 8.6 tonn af kalsium, 7 tonn af natrium og fosfór og 0,8 tonn af magnesíum. Á meðan drekkum við 12 milljónir litra af gos- drykkjum, sem innihalda engin næringarefni utan kolvetnis. Til samanburðar má geta þess að á sama tima drekkum við 45 milljón litra af mjólk og 1.2 milljón lítra af ávaxta- safa. Hinum væntanlegu svaladrykkj- um úr mysu er ekki ætlað að keppa við siðasttöldu drykkina heldur gos- drykkina eingöngu. Ekki góð sem G-vara Við margar og flóknar tilraunir á mysu hefur komið í Ijós að bezt er að þykkja mysuna, þannig að fjórðungur vökvans í henni sé skilinn frá og það sem eftir er blandað með ávaxtasafa í hlutföllunum 70: 30. Bezta raun hafa appelsínu-, ananas-, tómat-, vinberja- og apríkósusafar gefið. Aftur á móti reyndist bragðið af peru- og eplasafa hverfa I mysunni. Einnig var reynt að bragðbæta mysuna með bragðefnum en það gaf ekki eins góða raun og safarnir. Tilraunir voru gerðar til að pakka mysunni sem G-vöru. En við langa geymslu verður mysan Ijót á litinn og bragðið ekki eins gott. Aftur á móti versnaði mysan ekki við nokkurra daga geymslu í kæli. Að öllu þessu athuguðu þykir ekkert því til fyrir- stöðu að hefja framleiðslu á svala- drykk úr mysu. En þær aðferðir sem sú framleiðsla krefst eru talsvert flóknar og líður líklega ár þar til hægt eraðfaraígang. -DS. S|1 Lausar stöður Aðstoðarlœknar Tvær stöður aðstoðarlækna á Röntgendeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu sendar yfirlækni, sem^jafn- framt gefur frekari upplýsingar. Hjúkrunarfrœðingar Grensásdeild Staða aðstoðardeildarstjóra og staða hjúkrunar- fræðings. Hjúkrunar- og endurhæfingadeild, Heilsuverndar- stöð. Ein og hálf staða hjúkrunarfræðings. Skurðlækningadeild Tvær stöður hjúkrunarfræðinga Geðdeild Nokkrar stöður hjúkrunarfræðinga Gjörgæzludeild Þrjár stöður hjúkrunarfræðinga. Reykjavík, 24. nóvember 1978. Borgarspítalinn Frá Strætisvögnum Reykjavíkur Óskum að ráða bifreiðasmið á viðgerðar- verkstæði vort á Kirkjusandi. Upplýsingar gefur Jan Jansen yfirverkstjóri í síma 82533 milli kl. 13.00 og 14.00 á mánudag. NÝJU SKAFLAJÁRNIN ÓNÝT EFTIR FYRSTA ÁTAKIÐ! — 7.400 krónur fyrir litið Þar fóru 7.400 krónur fyrir lítið. Ungur maður í Kópavogi fór inn á Shell-bensinstöðina við Miklubraut í Reykjavík og keypti sér ný skaflajárn, sem sagt var frá á Neytendasíðu DB. Hann fór síðan heim með járnin sín og setti undir bílinn eftir kúnstarinnar reglum. Hann var á sléttu plani í snjónum og tók af stað eins og allt væri í lagi. Um leið fóru skaflajárnin yfir landamæri lífs og dauða — ónýt. „Það er dálítið grimmt að selja manni svona ónýtt rusl dýrum dómum,” sagði Kópavogsbúinn ungi. „Nákvæmlega sams konar járn fást hjá Esso við Háaleitisbrautina, en þar kosta þau 9.260 krónur. Mér þótti rétt aðlátafólkvitaafþessu.” .py. Óvenjulegar vöfflur Við þekkjum öll vöfflur með þeyttum rjóma og sultu. Hérna koma dálítið öðruvísi vöfflur, en þær eru búnar til úr þeyttum rjóma, ósætar og inni i þeim er rækjufylling. Þetta sýnist vera tilvalinn réttur til þess að gleðja „saumaklúbbinn” mcð. Uppskriftin á að vera nóg fyrir fjóra. Uppskrift dagsins V Vöfflurnar 75 g hveiti 1/2 dl kalt vatn 2 dl þeyttur rjómi Fyllingin 15 g smjör 15 g hveiti ca 3 dl rjómi 3 msk. rifinn ostur salt, pipar 350 g rækjur. Skraut Dill (eða eitthvað annað grænt). Hrærið hveiti, vatn og hluta af þeytta rjómanum saman og látið biða smástund. Látið þá afganginn af rjómanum út í og bakið vöfflurnar. Það eiga að fást þrjár vöfflur (12 „hjörtu") úr þessari uppskrift. Fyllingin er búin til á hefðbundinn hátt (bakað upp) og krydduð með salti og pipar að vild. Rækjurnar eru síðan látnar út í (geymið nokkrar til þess að láta ofan á) og fyllingin síðan látin á milli laga. Þessi vöfflu-rækju-terta kostar i kringum 1487 kr. eða 372 kr. á mann. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.