Dagblaðið - 28.11.1978, Side 7

Dagblaðið - 28.11.1978, Side 7
7 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Erlendar fréttir REUTER Sjálfsmorðin í Guyana: Jim Jones hugleiddi að flytja til Sovétríkjanna Trúarleiðtoginn Jim Jones gerði sér nokkrar vonir um að geta flutt með söfnuð sinn til Sovétríkjanna. Að sögn félaga í flokknum átti hann tvo fundi með sovézkum sendimönnum i marz siðastliðnum og ráðlagði fólki sinu að þeim loknum að snúa sér að rúss- neskunámi. Bretland: Var lofað 10.000pund- um fyriraö drepa Scott segir höf uðvitnið í málinu gegn Thorpe þingmanni og f élögum en þeir neitaallir Fyrrum flugmaður, Andrew Gino Newton að nafni, bar fyrir rétti í Minehead i Englandi i gær að hafa tekið að sér fyrir 10.000 sterlings- punda greiðslu að ráða Norman Scott sýningarmanni bana. Jeremy Thorpe, fyrrum Ieiðtogi brezka Frjálslynda flokksins, er sakaður um að hafa ásamt þrem öðrum mönnum staðið fyrir samsæri um að myrða Scott. Á það að hafa gerzt vegna fyrra kynvillusambands Thorpe við Scott snemma á sjöunda áratugnum. Thorpe og þremenningamir neita öllum ásökunum um samsæri. Newton segist hafa gert tvær tilraunir til að ráða Scott af dögum.Sú fyrri hafi verið þannig, að hann hafi' boðað Scott til sin á hótelherbergi undir því yfirskini að hann ætlaði að ráða hann til sýninga hjá fyrirtæki einu. Scott hafi þá ekki komið. 1 siðara skiptið hafi hann mætt Scott á fáförn- um vegi og skotið hund hans en siðan miðað byssunni á Scott en látið sem hún bilaði og sagt Scott að þeir mundu hittastsíðar. Newton hlaut dóm fyrir að bera byssu i óleyfi en sagðist loks hafa fengið greiddan helming hinnar lofuðu upphæðar er hann losnaði eða 50000 sterlingspund. Flugmaðurinn fyrrverandi var spurður að þvi hvort honum hælti stundum til að rugla saman staðreyndum og hugarburði Viðurkenndi hann aö slikt kænti stundum fyrir hann. Nixon lofar að svara öllum spumingum í franska sjónvarpinu Nixon fyrrum forseti Bandarikjanna og fyrri daga til fólks sem hefur gengið mun koma fram í franska sjónvarpinu í kvöld. Þar er talið vist að hann muni verða spurður náið út i Watergate- hneykslið sem hrakti hann úr forseta- embættinu. Nixon sem verið hefur i Paris siðan á Iaugardag i einkaheimsókn hefur sýnt gamla takta eins og til dæmis þegar hann tók i hendur fólks á götunni fyrir utan hótelið þar sem hann býr. Einnig hefur hann veifað báðum höndum eins fram hjá. Að sögn þeirra sem stjórna eiga sjón- varpsþættinum þar sem Nixon mun koma fram i kvöld hefur forsetinn fyrr- verandi lofað að svara öllum spurning- um. Nixon sagði fréttamönnum i gær að hann hefði ekki uppi ráðagerðir um að hverfa aftur að stjórnmálum. Hann sagðist aftur á móti mundu láta í sér heyra um bæði alþjóðamál og innlend málefni þegar hann sæi ástæðu til. Þessi unga lafði Tryon var ein af gestunum i 30 ára afmælisveizlu Charles Breta- prins og aðspurð sagði hún að það hefði verið alveg svakalega gaman. Gripið simann Serið góð kaup Smáauglýsingar BIADSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.