Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. 3 Loforð stjórn arherranna Það sem einkennt hefur leiðtoga stjórnarflokkanna eftir kosningarnar og reyndar lika þá sem unnu síðustu bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík, er, hve afskaplega þessir menn hafa verið kátir og einkar brosmildir. Byrjar þetta bros að sjálfsögðu fyrst hjá forsætisráðherranum okkar, Ólafi Jóhannessyni, sem enn er síbrosandi er myndir birtast af honum. Eitthvað er nú brosið farið að minnka hjá minni spámönnum í rikisstjórninni þegar al- vara lifsins er farin að segja til sín, og standa þarf við loforðin miklu sem hampað var fyrir kosningarnar. „Nú er ég glaður á góðri stund, og vel sé þeim er veitti mér,” segir ein- hvers staðar. Hin góða stund er nú liðin hjá stjórnarherrunum en hafa þeir ekki gleymt „þeim er veitti mér” þegar þeir voru búnir að ná völdum. Ég held að þeim hafi verið fljótlega gleymt, sem bezt sést á þvi, að nú á ekki að láta samningana „taka gildi”, heldur að beita kaupránsaðgerðum sem svo mjög var hampað að fráfar- andi stjórn væri að beita. Núverandi stjórnarflokkar nutu þeirra kjósenda sem trúðu á gylliboð þeirra fyrir kosningar og það voru „þeir sem veittu þeim vel” en sem nú hefur verið gleymt. Því er mikið hampað að mikill voði sé fyrir höndum ef þessi 14,1% kaup- hækkun komi til framkvæmda og skal ég ekki efa að svo sé. Það er aftur á móti ekki von að almenningur fái skilið hvernig þessar bætur eiga að koma launþegum til góða ef ekki á að greiða nema 6,1% launahækkun I. des. í peningum. Það er nú einu sinni svo að 14,1% launahækkun (samkvæmt samning- um) i beinhörðum peningum er allt annað en einhver loforð um lækkun skatta o.s.frv. sem enginn veit hvenær kemur til framkvæmda og jólin á næsta leiti. Allur almenningurtrúirekki lengur loforðum stjórnmálamannanna, sem oft og tíðum hafa verið svikin og því er það, að ekki er við því að búast að launþegar sýni á nokkurn hátt tillits- semi i kjarabaráttumálum sínum. Það þarf að stokka upp spilin og gefa rétt. Leggja saman, rétt enn ekki láta einn vera „gleymdan” eins og alltaf er verið að gera. Við þurfum að rifa seglin, ekki bara launþegar heldur þarf að minnka framkvæmdir í nokk- N Ólafur brosir... DB-mynd Ragnar Th. um tíma í stað þess að halda áfram fulla ferð! Þetta hafa aðrar þjóðir þurft að gera og hví skyldum við ekki einnig geta það. Mér datt þetta (svona) i hug. Siggi flug 7877-8083 Aths. Þegar þetta er skrifað 25. þ.m. er að sjálfsögðu ekkert vitað í hverju niðurgreiðslur, skattalækkun o.s.frv. verða fólgnar. Jólin verður að halda með beinhörðum peningum en engum loforðum. Hverjar eru tillögur Braga Sigurjónssonar og félaga? Hringið í síma 27022 milli kl 13 og 15 Komið og skoðtð, verðið er ótrú/ega hagstætt OPIÐ TIL KL. 18 í ÖLLUM DEILDUM BYGGINGARVORUDEILD JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 husió JÓNAS HARALDSSON 5115-5122 skrifar. Nú hefur Alþýðuflokksþingmaður- inn Bragi Sigurjónsson haft uppi þá aumu tilburði að segja af sér forseta- starfi i efri deild Alþingis, sem sam- þingmenn hans kusu hann til að gegna. Þetta gerir hann til að mót- mæla því er hann nefnir vesaldóm nú- verandi stjórnarflokka i tilraunum þeirra til að stöðva verðbólguna og snúa þróuninni í átt til verðhjöðnunar í framtiðinni. Tilburðir hins aldna Alþýðuflokks- þingmanns og fv. bankaútibússtjóra geta verið góðra gjalda verðir en ég og margir aðrir í alþýðustétt spyrja: Hver eru þau úrræði, sem hann og félagar hans búa yfir og álíta að liti svo vel út að með þeim sé islenzku þjóðinni kleift að brjótast út úr þeim vitahring óða- verðbólgu sem hér er? Eru þær aðgerðir betri en þær aðgerðir sem rikisstjórnin hyggst nú beita? Ég hef hvergi séð þær framsettar i heild, svo mark sé á takandi. Vera má aö þær hafi farið fram hjá mér og e.t.v. fleirum. Ef svo er þætti mér vænt um að fá upplýst hvar þær er að finna. Ef þær hafa hins vegar hvergi verið birtar i heild, væri æskilegt að Bragi og félagar birtu þær í heild, í stuttu, að- gengilegu og greinargóðu máli. Að þeim lestri loknum gætu kjósendur Braga og aðrir Íslendingar myndað sér skoðun um það hvort ekki væri rétt af Braga Sigurjónssyni að ganga enn lengra i mótmælum sínum og segja af sér þingmennsku á Alþingi íslendinga. Nýkomið! Höfum fengiö júgóslavnesk tréhúsgögn í miklu úrvali. Stólar, borð og skúpar í mörgum gerðum og litum. Komið og skoðið, verðið er ótrúlega hagstœtt. Spurning dagsins Ætlarðu til útlanda um jólin? Magnús Baldursson vélaútgerðarmaður Nei. Ég er hins vegar að fara til London núna 3. des. til að verzla og sjá landbún- aðarsýninguna. Helga Tómasdóttir nemi og sendill: Nei, ég verð heima eins og vanalega. Guðrún Guðmundsdóttir, vinnur hjá Heklu: Guð, nei. Ég verð bara heima. Hafsteinn Aðalsteinsson sölumaðun Nei, ég verð heima og hef það gott. Ég var sjómaður hér á árum áður og var þá oft að heiman um jólin. Árni Sigvaldason framkvæmdastjóri: Nei, það held ég varla. Ég haf bera ekki tíma til þess. Mats Wlbe Lund ljósmyndari: Nei, ég fæ aftur gesti frá útlöndum um jólin. Ég er fæddur i Noregi og hef oft verið þar um jólin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.