Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. 7 Óöruggar gluggafestingar Húsráðendur ættu að athuga sinn gang þvf ekki er opinbert eftirlit með slíkum festingum eru um allan bæ Hörmulegt slys í Seljahverfi í Breið- drengur féll út um glugga á fjórðu hæð holti á þriðjudaginn, er tveggja ára og beið bana af, vekur þá spurningu ........ 385 dagaráári: „Námsdvölin alger nauðsyn'’ — segir íathugasemd Flugmálastjómar Frá þvi í byrjun desember 1976 til ársloka 1977 dvöldust tveir verkfræð- ingar Flugmálastjórnar við nám i skóla bandarísku jlugmálastjórnarinn- ar i Oklahoma í Bandarikjunum. Þetta nám, sem tók samtals 385 daga, fólst í sérmenntun varðandi flugleið- sögutæki þau sem islenzk flugmála- yfirvöld eru daglega ábyrg fyrir. Kostnaður vegna námsdvalar verk- fræðinganna felst í skólagjöldum og dagpeningagreiðslum í samræmi við gildandi kjarasamninga. Vegna þessa háa námskostnaðar þótti eðlilegt að verkfræðingarnir gerðu 5 ára starfs- samning við Flugmálastjórn. Þegar námsferð þessi var ákveðin var flugmálayfirvöldum löngu orðin Ijós brýn nauðsyn á uppbyggingu flug- leiðsögutækjabúnaðar landsins, eins og kemur fram í skýrslu flugvalla- nefndar frá því i nóvember 1976. Engir verkfræðingar með sérmenntun varðandi þessi tæki voru í starfi hjá Flugmálastjórn þá. Með tilvísun til þess og að fyrir lá að stórauka tækja- kost Flugmálastjórnar, sem þegar var orðinn umfangsmikill, þótti fyrrnefnd námsdvöl verkfræðinganna alger nauðsyn til þess að fyllstu öryggis- kröfum yrði fullnægt. í þessu sambandi skal tekið fram að hjá Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur verkfræðingur ekki réttindi til að sjá um flugleiðsögutæki fyrr en að loknum tilskildum prófum varðandi þau. Þessir umræddu verkfræðingar luku báðir tilskildum prófum með lofs- verðum árangri og vitnisburði. Að námsdvöl lokinni hafa verkfræðing- arnir haft með höndum kennslu fyrir tæknimenn Flugmálastjórnar. Þeir 385 dagar, sem hefur verið vísað til, munu vera til komnir á þann veg að í kostnaðaryfirlitinu var tekinn með námskostnaður er svarar til 20 námsdaga í desember 1976 til viðbótar við námsárið 1977. Heimild hafði áður verið fengin fyrir námsferð þess- ari hjá samgönguráðuneytinu. Hins vegar hljóðaði fyrsta yfirfærsla til námsmannanna á 56 daga en heimild- in sjálf var fyrir eitt ár. Flugmálastjórn vill að lokum it- rekað benda á brýna nauðsyn þess að ísland dragist ekki aftur úr öðrum þjóðum í flugöryggismálum. F.h. Flugmálastjórnar, Pétur Einarsson Karlakór Kef lavíkur 25 ára Karlakór Keflavíkur átti 25 ára af- mæli í gær. Kórinn hefur starfað sam- fellt frá stofnun og ávallt sungið fyrir styrktarfélaga, farið söngferðir vítt og breitt um landið og utan fór kórinn 1967 á söngmót í Cork á írlandi. Þá hefur kórinn tekið þátt í söngmótum sem haldin hafa verið á vegum Sam- bands íslenzkra karlakóra og Kötlu, sambands sunnlenzkra karlakóra. Fyrsti stjórnandi kórsins var Guð- mundur Nordal og var hann jafnframt einn aðalhvatamaðurinn að stofnun hans. Fyrir tveimur árum var hafizt handa um byggingu félagsheimilis við Vesturbraut í Keflavik og er húsið u.þ.b. að verða fokhelt. Kórinn mun minnast afmælisins með tveim samsöngvum í Félagsbíói í Keflavík. Kórinn söng í gær og aftur i dag og heldur svo afmælisfagnað í Stapa þar sem styrktarfélagar og aðrir velunnarar kórsins geta fagnað þess- um tímamótum með kórfélögum. Núverandi stjórn kórsins skipa: Haukur Þórðarson, Eiríkur Guð- bjartsson, Þórólfur Sæmundsson, Baldur Waage og Valgeir Helgason. TIMEX HEIMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR 1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTIÐ í SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA Kr. 11.380 Kr. 11.850 Kr.11.380 Kr. 11.850 556122* $27201* 553215 52620i* Kr. 12.300 527211* Kr. 10.900 j * 503425 Kr. 12.750 573104* Kr. 12.750 270751 iKr. 15.500! 279605 Kr. 12.7501 276791 ! Kr. 11.485 233712 PÓSTSENDUM ID 11A I MAGNÚS GUÐLAUGSSON W n- V HL STRANDGÖTU 19 - HAFNARFIRÐI hvað valdi slíkum slysum og hvort hætta sé yfirvofandi víðareða víða. Rannsóknarlögreglumaður rannsak- aði aðstæður við gluggann sem barnið féll út um. Festingar gluggans voru „venjulegar öryggisfestingar”, eins og hann orðaði þad. „Og ekkert kom i Ijós sem reyndist vera bilað.” Glugginn sem slysið varð við er svo- kallaður veltigluggi og gluggar af þeirri tegund eru í ótal húsum þarna i kring og víðsvegar um bæinn. Festingarnar voru í engu frábrugðnar þeim sem seldar eru sem „öryggisfestingar” fyrir þessa tegund glugga. Festingarnar eru með þeim hætti að þær eiga að hindra að glugginn opnist nema í svo þrönga gátt að þar geti engin mannvera fallið út um. En hins vegar á að vera hægt að opna gluggann að fullu og láta hann „velta” eins og veltiglugga- nafnið bendir til. En niðurstaða rannsóknarlögreglu- mannsins er á þá leið að öryggisfestingin sé ekki örugg. Við álag á gluggann halda þær honum ekki eins og vera á, gefa eftir og glugginn galopnast. DB hafði samband við öryggiseftirlit ríkisins. Tæknifræðingur þar gaf það svar að um gluggafestingar væru engar reglur hjá eftirlitinu og þær væru utan við starfssvið þess. Af þeim sökum fara engar kannanir á festingum fram hjá eftirlitinu né heldur eru veittar viður- kenningar til innflutnings þeirra. Starfs- svið öryggiseftirlitsins nær aðeins til húsa í byggingu auk annarra starfssviða. - ASt. Veltigluggarnir eru varasamir börnum. Komið er i Ijós að þó á þeim séu „öryggisfest- ingar”, sem eiga að sporna við þvi að þeir opnist um of, er eigi að siður hægt að ýta þeim upp. Þessir gluggar eru i skrifstofuhúsi og eiga ekkert skylt við slysstaðinn i Breiðholti á dögunum en viða i Breiðholti eru veltigluggar i húsum. KJÓLAR FRÁ BRASILÍU! Póstsendum. Pími 11845 U)NAt)ARMANNAItllSINll VII) HAI.I.VEKÍARSTlt,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.