Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. 15 Þoriákshöf n, yngsta þéttbýli landsins_ Tíu þúsund sfldartunnur og pósthólf bókmenntablaðs — Þeir vanrækja hvorki fiskinn né menninguna þar á staðnum Viljið þið smakka? Katrin, 19 ára Þorlákshafnarskutla, býður okkur bita af heimsins finustu saltsíld. Bak við hana stendur Ingibjörg, sú sem vann i 40 stundir samfleytt um daginn, en til vinstri Guðrún og Haildör, öll æðislcgir dugnaðarfork- ar. Þorlákshöfn var i óveðrum áður fyrr stundum eini staðurinn fyrir öllu Suðurlandi þar sem bátar gátu lent. En þótt þangað væri greiðfært af sjó þóttu samgöngur þangað á landi lengst af slæmar, og nýlega orti skáldið Fáfnir Hrafnsson: „Vegir liggja til allra átta en ekki þó til Þorlákshafnar” og kallar leiðina þangað Ódáðahraun vegakerfisins. Árið 1949 bjó aðeins ein 5 manna fjölskylda í Þorlákshöfn og lifði af búskap. En á 30 árum, sem síðan eru liðin, hefur íbúum fjölgað úr 5 upp í 1031, og þar sem fyrir einni kynslóð var bara bóndabær er nú risið myndarlegasta þorp með fiskvinnslu- stöðvum, sveitarstjóra og bakaríí. Á hverjum morgni siglir Herjólfur inn á höfnina frá Vestmannaeyjum og minnir á að mikill fjörkippur hljóp í plássið eftir gosið. Þá voru flutt þangað 43 viðlagasjóðshús og byggð stóreflis höfn með lánum frá Alþjóða- bankanum. Margir Vestmannaeyingamir fluttu heim aftur. Og enn er þorpið dálitið rótlaust. Fólk kemur og fer. En íbúa- talan vex. Og þrátt fyrir allt liggja héðan þræðir langt aftur í fortíðina. Staðurinn heitir í höfuðið á Þorláki helga (sem lifði á 12. öld) og togarar og bátar þaðan margir skírðir eftir skál- holtsbiskupum, svo sem Jón Vidalín. Og þótt þrjú elstu íbúðarhúsin séu ekki byggð fyrr en 1950, þá standa utarlega I bænum byggingar úr þrjú hundruð ára gömlu timbri frá dögum einokunarverzlunará Eyrarbakka. 40 stunda vinnudagur! Undanfarið er búið að salta 10000 tunnur af síld hjá Meitlinum, stærsta vinnustaðnum. Við litum þar inn og hittum sex kraftmikla krakka á aldrinum 18— 19 ára. Þau hafa aldeilis staðið sig vel undanfarna daga. Þannig stóð á að jafnframt því sem geysimikið var landað af síld þurfti'að pakka stórri saltfisksendingu til Portú- gal. Og þótt nokkrir harðduglegir strákar kæmu frá Reykjavík og jafn harðduglegar húsmæður væru sóttar á Selfoss og i aðrar grannbyggðir, þá var erfitt að hafa undan. Allir unnu eins og þeir frekast gátu og ein stelpan, Ingibjörg, stóð við í 40 stundir. Hún byrjaði kl. 8 á þriðjudagsmorgni og var á flokkunarvél þann daginn, um nóttina var hún við að pækla tunnur og svaf ekkert. Næsta dag hélt hún áfram til miðnættis. • — Varstuekkiþreytt? — Nei, ég fann ekkert fyrir þessu. Ég varsvoldið tæp milli matar og kaff- is seinni daginn. Þau segja okkur, að krakkarnir byrji 13 ára í frystihúsinu við að snyrta fisk- inn, en ennþá yngri að salta í pakka. Hvað ætla þau að gera við alla pen- ingana, sem þau fá? Þau bara flissa. Einhvern veginn finnst manni eins og gróðinn sé ekki aðalmálið. Heldur hitt að sýna, hvað maður dugi til að bjarga verðmætum sjávarafla undan skemmdum. — En hvað ætlið þið að gera i framtíðinni? Það eru þau ekkert búin að ákveða. „Ætli maður fari ekki í bæinn,” segir 40-stunda stúlkan. „Nei, blessuð,” segir vinkonan Katrín, „þú verður áreiðanlega ellidauð hérna.” Yfirmaður joeirra, Sigurður Helga- son, segir okkur að undanfarið hafi verið geysileg törn, en nú sé hún að fjara út, enda flestir nótabátanna búnir að veiða þau 200 tonn sem leyfð eru. En ekki er allt þar með búið, því nú þarf að yfirfara 10000 tunnur, og fylgjast með líðan og ásigkomulagi- hverrar af þeim 5—700 síldum sem þar liggja í pæklinum, að þær megi verða sem allra gómsætastar í munni kaupendanna, sem eru pólskir, sænskir og rússneskir. Við fengum að bragöa á hafsilfrinu, og Guð minn góður hvað þetta er stórkostlegur matur! Sigurðurj sem er matsmaður yfir sildinni og verkstjóri yfir saltfiskinum, er ættaður undan Eyjafjöllum en konan hans Rangæingur. Þau hafa nú búið í Þorlákshöfn í 16 árog það hefur gengið svo vel, að þegar honum bauðst ágæt staða í Reykjavík í fyrra, þá ákvað fjölskyldan að fara hvergi frekar en Gunnar á Hlíðarenda forðum. Þeir sinna líka menningunni t nýjustu bókinni sinni segir Lax- ness frá kalli sem stökk inn í bæ úr brakandi þurrki til að skrifa „Sjömeist- arasögu” i staðinn fyrir að bjarga töð- unni. Eins er það í Þorlákshöfn, ein- hverjir hafa hlaupið frá síldartunnun- um til að setja upp leikrit, Pókók eftir Jökul. Formaður leikfélagsins er kenn ari á staðnum, Vernharður Linnet. og á hann jafnframt heiðurinn af því að eitt af fáunv bókmenntatimaritum landsins hefur aðsetur þar austan- fjalls, Lystræninginn. — Ja, aðsetur, segir Margrét kona hans, sem reyndar er hægri hönd bónda síns í menningarbaráttunni. þaðer varla nema pósthólf! En eins og margur mun þekkja af sjálfum sér hafa pósthólf þá náttúru, að soga til sín reikninga, og á þeim hjónum mæða þvi fjárhagsörðugleikar blaðsins. Þetta er mjög alþýðlegt rit, þvi það flytur efni efíir flesta innlenda höfunda sem þess óska. 1 hverju hefti. en þau eru nú þrátt fyrir allar hrakspár orðin tíu talsins, er leikþáttur og lag viðeitthvert Ijóð. Staðurinn státar lika af söngkon- unni Bergþóru Ámadóttur sem margir kannast við af plötunni Eintak sem hún sendi frá sér i fyrra og lét sig ekki muna um að semja lögin sjálf. Hún er ættuð frá Hverageiði og foi að spila á gitar þriggja, fjögra áraeða um leið og hún gat haldið á hijótðfærinu. „Pabbi minn,” segir hún, „var fyrsti maður á íslandi sem spilaði á gítar með hljóm- sveit, en éggat ekki lært af honum. þvi hann hafði svo stóra putta að ég sá aldrei, hvarþeir lentu!” Auk þess er ágætis kór i Þorláks- höfn, sem Ingimundur Guðjónsson stýrir. Já, þeir leggja á margt gjörva hönd austur þar. Pókók-sýningin heppnaðist svo vel (þótt tjöldin væru ekki fullfrá- gengin fyrr en klukkutima áður en frumsýning hófst og fólkið kæmi frá sildartunnunum) að þeir ætla að koma með hana til Reykjavíkur og sýna hana hér eftir viku. Þetta leikrit fjallar um hugstætt efni, sumsé fjármála- snilld. Jón Bramlan er aðalpersónan og af honum lærir Óli sprengur, fyrr- verandi Litlahraunsgestur, aðarðvæn- legra er að stunda fjármálastarfsemi en innbrot. Enda eru menn hér fyrir sunnan farnir að tala um Þorlákshafnar- renaissansinn. Það þýðir „endur- fæðing listanna" og var notað um blómaskeiðið mikla á italíu, þcgar fjár- magn og frelsi andans sameinuðust til að færa heiminum ódauðleg snilldar- verk! • IHH mmmmmmmmmmmmmmm-mmm* Þorlákshafnar-renaissansinn, eða endurfæðing fagurra lista I plássinu, á styrka stoð I þessum manni, Vernharði Linnet, sem þama situr fyrir framan jassplötu safnið sitt góöa með soninn Henrik og tikina Nóru. DB-myndir Ragnar Th. Sig. Það mundi nú engin stelpa nenna að hamast svona i síldinni ef þar væru engir sætir strákar. Þessi heitir vist Jón og er frá Grimslæk I Ölfusi. Hann er með bux- urnar á hælunum, því hann er að fara I kaffi. - Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aö frelsi geti viðhaldiztdj í samfélagi. r\

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.