Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. ----^ DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON. ■Vfc JLk 1 Fyrsta jólaljósið kveikt á morgun: Sölusýning matreiðslu meistara á morgun — Síðast seldist allt upp á hálftíma Klúbbur matreiðslumanna verður með sölusýningu á tilbúnum réttum kl. 11 á morgun, sunnudag, i Hótel- og veitingaskólanum í Sjómannaskólan um. Á boðstólum verða um hundrað tegundir rétta sem framleiddar eru af á þriðja tug færustu matreiðslumeistara landsins. Þarna verða á boðstólum bæði for- réttir, léttir milliréttir, aðalréttir og ábætisréttir. — Ekki reyndist unnt að fá uppgefið nákvæmt verð, en fullyrt var við neytendasíðuna að öllu verði muni stillt I hóf. Þarna er því tækifæri til þess að fá sér virkilega gott að borða, — án þess að þurfa sjálfur að standa við matseldina. — Svona sýn- ingar hafa tvisvar verið haldnar áður og var þá mikil aðsókn og seldust allir réttirnir upp á rúmum hálftima. Þarna verður hægt að fá þriggja, fimm og sex manna föt með blönduðum fisk- og kjötréttum. A.Bj. Hjálparkeöjurnar vitlaust samsettar? Smáhlutir sem gott er að eiga þegar jólaskreytingarnar eru búnar til. Leirinn kostar rétt innan við 400 kr., kertahlífarnar kosta 145 kr. og virrúllan 200 kr. DB-myndir Jim Smart Takið fram aðventu kransinn f dag Nú fer aöventan i hönd, fyrsti sunnudagur i aðventu er á morgun og þá er kveikt á fyrsta jólaljósinu. Það er fyrir löngu orðinn fastur siður að heilsa aðventunni með aðventukransi til þess að leiða hugann að þvi sem í vændum er. Fyrir löngu er farið að skreyta búðarglugga til þess að freista náungans. Kertin fjögur í kransinum tákna vikurnar fram að jólum. Fyrsta sunnudaginn er kveikt á fyrsta kertinu og síðan koll af kolli þar til á aðfanga- dagskvöldi, þá er kveikt á öllum fjórum kertunum. Aðventukransar eru nú á boðstól- um I öllum blómaverzlunum. Þeir kosta frá tæplega 6 þúsund krónum, með fæti. I erli dagsins hafa kannski fáir tíma aflögu til þess að búa til kransinn sjálfir. En það þarf ekki að taka svo langan tíma að búa skreyting- una til sjálfur. Hún þarf heldur ekki endilega að vera krans. Hún getur alveg eins veriö t.d. birkikubbur skreyttur með greni, könglum, kertum og jafnvel litríkum borðum. Undirlag eða botn, ásamt greni og skreytingarefni er selt í flestum blóma- verzlunum. Undirlagið kostar 700 kr. (i Alaska), búntið af greni um 900 kr. Sums staðar er einnig hægt að fá kransa sem búið er að binda grenið á, en óskreyttir að öðru leyti og kosta slikir kransar um 3000 kr. Margir hafa jafnframt sýnikennslu I því hvernig á að búa til aðventuskreytingar. Undirlagið er venjulega búið til úr hálmi á virhring. Þeir sem hafa blóma- garð geta jafnvel fundið efni þar, t.d. randagras eða aðrar stórvaxnar gras- tegundir. Efnisins verður auðvitað að afla áður en vetur gengur I garð, þurrka það vel og geyma á þurrum og loftgóðum stað til þess að það mygli ekki. Þegar grenið er látið á undirlagið er gott að klippa það niður í 5—10 cm langa sprota. Með því að beita klipp- unum á ská i sömu átt og barrið vísar ber ekkert á sárinu. Þægilegast er að nota þar til gerðan bindivír. Hann fæst I blómaverzlunum og kostar rúllan um 200 kr. 1 fyrstu umferð skal vefja löngum sprotum. Þá er auðveldara að Ijúka við bindinguna án þess að það sjáist. Talið er að leikmaður fari með allt að 1/2 kg af greni á krans (samsvar- andi einu búnti). Þegar búið er að þekja kransinn vel með greni eru kertin látin á hann. Til eru sérstök að- ventukransakerti, sem eru með vír úr botninum.. Pakki með 4 kertum kostar rúmlega 400 kr. Stingið kertunum í kertahlifar úr áli, vírnum I gegnum botn hlífarinnar og síðan í kransinn sjálfan. Kertahlifar þessar fást i öllum blómaverzlunum og kostar pakki með 12 stk. 145 kr. Þar næst eru látnir könglar eða mis- litar kúlur á kransinn, — öllu fest rækilega með blómavírnum. Loks er kransinn hengdur upp með mislitum silkiborða. Oftast eru hafðar slaufur á milli kertanna þar sem borðinn kemur á kransinn. Efst á festinguna er gjarn- an höfð slaufa með ofurlitlu greni. Á síðari árum er orðið æ algengara að nota sömu litina á borða og skreyt- ingarkúlum. Litur aðventunnar er fjólublár, sem fer mjög vel við skær- grænt grenið. — En auðvitað má nota hvaða lit sem er, hvítt, rautt, gyllt eða silfur, allt eftir smekk hvers og eins. Svona kransa má einnig nota sem hurðaskraut, en þá er kertunum að sjálfsögðu sleppt og könglar og kúlur notaðar i staðinn. Með dálitlu hug- myndaflugi má finna önnur form en hringi, t.d. hjarta eða skeifu. H.L. / A.Bj. Þarna er aðventukransinn fullgcrður og búið að kveikja á öllum kertunum. Þessi krans var með fjólubláum kertum, fjólubláum silkiboröa og fjólubláum kúlum og fór liturinn sérlega vel við skærgrænan grenilitinn. — Shellsvarar Hörður Árnason hjá oliufélaginu Skeljungi hringdi vegna fréttar af „ónýtum skaflajárnum” á neytenda- síðu DB 28. nóvember si.: „Það er i fyrsta lagi ekki rétt] að þessi tæki séu kölluð skaflajárn. Við seljum hjálpartæki af þessu tagi sem hjálparkeðjur og köllum þau ekki ann- að. Mér er að sjálfsögðu ekki fullkunn- ugt um hvernig það vildi til að hjálpar- keðjur viðmælanda blaðsins eyði- lögðust, en þessum tækjum eru náttúr- lega takmörk sett eins og öðru. Það þarf í fyrsta lagi að setja þessi járn rétt undir, en á myndinni, sem birtist með fréttinni i DB, er augljóst að það hefur ekki verið gert. Ég tel því að viðkom- andi hafi gert sér of stórar hugmyndir um getu hjálparkeðjanna. Við höfum margsinnis reynt þær við slæmar að- stæður og þær hafa alltaf komið að góðum notum.” Búðir opnar til kl.4 Verzlanir verða opnar til kl. 4 i dag. Næstkomandi laugardag 9. des. verða verzlanir opnar til kl. 18,16. desember til kl. 22 og á Þorláksmessu til kl. 23. Á aðfangadag, sem ber upp á sunnu- dag, mega söluturnar vera opnir til kl. 13. Á gamlársdag, sem einnig er sunnudagur, mega söluturnar einnig vera opnir til kl. 13. Fyrsta vinnudag eftir jól hefst af- greiðsla I verzlunum kl. 10 f.h. Þurrkuð egg ágæt í baksturinn Eitthvað hefur borið á eggjaskorti i höfuðborginni og er húsmæðrum kennt um vegna þess að þær hafa hamstað egg til jólanna. — Það er Ijótur ósiður að hamstra, ef enginn gerði það kemur vanalega á daginn að nóg er til handa öllum, innan skyn- samlegra marka. Við rákumst á þurrkuð egg í Hagkaup. Með duftinu fylgir leiðar- visir á islenzku og segir að 3 mat- skeiðar af dufti + 4 matskeiðar af vatni samsvari einu eggi. Verzlunarstjórinn í Hagkaup, Grétar Hjaltason, sagði blm. Neyt- endasíðunnar að/ þessi þurrkuðu egg þættu prýðisgóð I bakstur. Duftið kostar 5.195 kr. kg. Þurrkuðu eggin fást einnig I verzl. Dalntúla I Siðumúla og kosta 100 g 572 kr. 13 g af dufti eru talin samsvara einu eggi. Þannig eru rétt rúmlega 7 egg í 100 g. - A.Bj. Pokarnir kosta 1 kringum 12—1700 kr. stykkið. Reiknað er með að 13 g af dufti samsvari einu eggi. DB-mynd Jim Sm’art

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.