Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. PANTAÐIR DOMAR Sunnudaginn 8. okt. 1978 birtist á 2. síðu Morgunblaðsins feitletruð 3ja dálka frétt svohljóðandi: „Hæstiréttur sýknar mann sem var sviptur öku- leyfi”. Undirfyrirsögn: „Setti bíl sinn í gang undir áhrifum áfengis en ók honum ekki”. Undir-undirfyrirsögn: „Gengur þessi dómur þvert á fyrri dóma í svipuðum tilfellum, m.a. hæstaréttardóm frá 1968, og má því ætla að hér sé um stefnumarkandi (leturbr. mín) dóm að ræða.” Ekki síst vegna þess að þessi frétt er sett upp í striðsfréttastíl í Morgunblaðinu verður mér á að halda að hún eigi að vekja athygli, sem fer ekki milli mála að hún gerir, svo fremi að fólk nenni að leiða hugann að því sem þarna er að gerast. Umferðarlög á lslandi eru, eins og fleiri lög i því ágæta landi, full af göt- um. I þeim segir m.a. að setjist maður undir áfengisáhrifum undir stýri bif- reiðar og geri sig líklegan til að aka skuli hann færður til blóðrannsóknar og ákærður, reynist hann undir áhrifum áfengis. Túlkun þessara laga gefur refsiglöðum aðilum laga og réttar „blóð á tönnina” til að mismeta og misnota aðstöðu sína enda segir i ofangreindri frétt að þessi dómur gangi þvert á fyrri dóma í svipuðum tilfellum, m.a. hæstaréttardóm frá 1968. Þetta gefur tilefni til að álíta að ekki sé sama hvort það er Jón eða séra Jón sem verið er að dæma. Staðreynd- irnar leyna því heldur ekki að svo er, ekki aðeins i þessu einstaka tilfelli heldur á mörgum öðrum sviðum í þjóðfélaginu. Ég get nefnt um það mý- mörg dæmi en hér er aðeins eitt: Eitt dæmi Húsráðandi nokkur hafði efnt til kvöldfagnaðar á heimili sinu. Er líða tók að miðnætti var hann orðinn tals- vert „við skál”. Þarfnaðist hann þá einhvers hlutar er hann hafði gleymt í --- -------—-- Hæstiréttur sýkn |vipturnökule^i I , aang undir áhrifum [settí btt sb»ní ««^.áhr 1 H^TiIéTTUR sýknaði lhenni ekki. Gengur frá 1968 «* ">k Isvipoðum ttUellum dóm n»ræ»a- því ætla a» hér sé um stefnumarKu ul að „„„bojar- ......vndiíist 1? I ræddur maðu , . sjnum á lTaÖTeik0SkiSi hann bifreið sína leftT Sir utan ibúð kunninflamu inn nú til þess J& SÍnn’ræan2 Að því búnu lagðist ína t gang- A P sofnaðt. hann í ^turs® að mannin- L"‘'n;£Tm nóttina og ■;.» e •*»•ks'sl”lok“ sssra; a» «*»• sÆVUym »»»»"”» rdÆ»a » tilÞessah Kjallarinn hanskahólfi bifreiðar sinnar og hugðist sækja hann. Þetta var að vetrarlagi og talsvert hafði fennt um kvöldið. Hann opnaði vinstri dyr bifreiðarinnar, sem stóð fyrir utan húsið, þar eð hægri dyrnar var ekki hægt að opna með lykli. Um leið og hann steig út úr biln- um stóðu verðir laganna við hlið hans og sögðu: „Þú kemur með okkur í blóðrannsókn, þú ætlaðir að aka bíln- um.” Vesalings maðurinn benti á erindi sitt í bílinn, auk þess sem auðséð væri á nýföllnum snjó að billinn hafði alls ekki verið hreyfður. Laganna verðir sögðust hafa heyrt margar svona sögur og væri honum hollast að koma Þórður Halldórsson meðþeim möglunarlaust. Það varekki fyrr en hann hafði sýnt þeim að engin vél var i bílræksninu að þeir gáfust upp. Álíka dæmi væri hægt að nefna mörg. Þegar löggjafinn setur lögin má vera að honum sjáist yfir „götin” sem refsiglatt framkvæmdavald laganna misnotar svo á margan hátt i dómstig- unum, bæði persónulega. pólitiskt og af öðrum ástæðum. Meira að segja hæstiréttur hefur látið sig hafa það að afgreiða fyrirfram pantaða dóma sem i mörgum tilfellum hafa öðlast tilurð vegna „gata” laganna. Það er þess vegna sem Morgunblaðið lalar um „stefnumarkandi” dóm. Þarna stangasl á dómar fyrir hæstarétti i svipuðum tilfellunt án þess að þeim lögum, sem dómarnir eru byggðir á, hafi að nokkru verið breytt. Ég vil þvi spyrja: Hvor dómurinn var felldur cftir lögunum og hvor eftir geðþótta ákvörðun hæstaréttar? Það þarf ekki langt að fletta dóms- sögu islenskra dómstóla. æðri sem lægri, aftur í tímann til að sjá herfi- legar mótsagnir framkvæmdavaldsins i dómsmálum. Sé það svo að pantaðir geðþóttadómar séu afgreiddir á færi- bandi, sem nálgast að hægt sé að stað reyna, er ekki að undra þótt sú spurn- ing vakni hvort ísland sé réttarríki. Þegar vantrú fólks vex á réttarstöðu sinni er skammt að biða upplausnar- innar sem vissar pólitiskar stefnur vakka yfir eins og gammar yfir hjörð. Þórður Halldórsson, Luxemburg Umferðarmenning Islendinga Heiðraðir ökumenn og aðrir vegfar- endur, ég get ekki látið hjá liða að láta álit mitt i Ijós varðandi þá vangá, sið- leysi og umfram allt það tillitsleysi er snýr að okkur öllum sem stöndum í umferðinni. Sá er þetta ritar hefur um langt árabil starfað að vátrygginga- málum, þ.e.a.s. einkum í sambandi við ökutækjatryggingar, hin síðari ár sér- staklega við umfjöllun og uppgjör bif- reiðatjóna, og telur sig hafa nokkra innsýn í þessi mál sem bæði snúa að tryggjendum ökutækja og ekki sist þeim sem eiga bætur að sækja til tryggingafélaganna. Viss hópur manna hefur það i hugskoti sínu að tryggingafélögin séu alltaf að græða, að ég tali nú ekki um þá áráttu að telja þau græða á kostnað tjónþolanna. í upplýsingum lögregluyfirvalda um að svo og svo margir árekstrar hafi orðið þennan eða hinn daginn er ekki getið þeirra er gefa skýrslur beint til félaganna. Er því hér um villandi upp- lýsingar að ræða. Nú er það svo að langflestir þeirra árekstra, er koma til kasta félaganna, eru svonefndar aftanákeyrslur. Við skulum aðeins taka eitt dæmi um framgang mála og á ég þar við er lögreglan er kvödd á staðinn. Það er gerður uppdráttur af vettvangi, tekinn framburður öku- manna í stuttu máli og tjónlýsing sem í fæstum tilvikum er fullnægjandi. Er þessi athugun hefur farið fram af- hendir lögreglan viðkomandi öku- mönnum smámiða með skrásetningar- númeri ökutækjanna og þeim aðila er tjóninu olli tjáð að hann skuli snúa sér til síns tryggingafélags og gefa skýrslu um málið, þar eð um augljósa sök hans sé að ræða, og þar með sleppi hann, þ.e.a.s. tjónvaldur, við frekari óþægindi og sekt. Nú vill það bera við að sá seki gefur ekki sína skýrslu, þá neyðist tjónþoli til að fá afrit (Ijósrit) af lögregluskýrslunni og koma þvi til þess félags er tjónið á að bæta. En þá er, að þvi mér skilst, málið komið á það stig að hinn seki, þ.e. tjónvaldur, sé kom- inn undir ákvæði laga hvað sektir áhrærir. Ef sá hinn sami hefði gefið skýrslu beint til sins tryggingafélags hefði ekki komið til slíks. Á ég þar við að hér er iöggjafinn beinlinis að gefa þeim er tjóninu olli undir fótinn með það að komast hjá sekt eða ámóta við- urlögum. Þar eð hér er um umferðarlagabrot að ræða (aftanákeyrslu) er stafar af gá- leysi og/eða kæruleysi og því að menn einbeita sér ekki við aksturinn sem skyldi legg ég til að þessum ökumönn- um beri að refsa, sem og fyrir önnur umferðarlagabrot. Nú ber síst að skilja orð min á þann veg að ég sé að bera lögreglumönnum á brýn vanrækslu i þeirra margþættu störfum. í þeim hópi eru margir valin- kunnir ágætismenn sem ekki mega vamm sitt vita og sinna störfum sínum samkvæmt fyrirmælum „ofan frá”, á ég þar við þau dómsmálayfirvöld er um mál þessi fjalla. Fyrir ca 4 árum var gangur allra umferðaróhappa, þeirra er lögregla annaðist, á þessa leið: Gerður var vett- vangsuppdráttur og tekinn fram- Kjallarinn MagnúsJ. Tulinius burður ökumanna. Síðan var málið sent sakadómi hér i Reykjavík og aðilar kallaðir fyrir, svo og vitni ef til náðust, og allir áminntir um sannsögli, kynntar vettvangsskýrslur og jafn- framt gefinn kostur á að leiðrétta ef ástæða þótti til. Bárust þessi gögn siðan tryggingafélögunum til umfjöll- unar. Þá lágu línurnar nokkurn veginn á hreinu en einn meinbugur var þó á, skýrslurnar lágu ekki fyrir hjá félögunum fyrr en að 4—6 vikum liðnum. Til að bæta hér um er lausnin umferðardómstóH. Ef ég man rétt lagði fyrrv. hæstvirtur dómsmálaráð- herra, Ólafur Jóhannesson, fram á sl. Alþingi frumvarp (tillögu) um að skipaður skyldi umferðardómstóll er fjallaði um allar þær lögregluskýrslur er bærust, jafnt af Stór-Reykjavikur- svæðinu sem og frá yfirvöldum ann- arra byggðarlaga. Sá dómstóll hefur ekki enn séð dagsins Ijós. Nú, er við lútum forsjá nýrrar rikisstjórnar, eru dómsmálin i höndum Steingrims Her- mannssonar er hefur sér til aðstoðar Eirík Tómasson lögfr., er ég tel líkleg- an að koma þessu máli á rekspöl. Tillaga mín er sú, að hæstv. dóms- málaráðherra leggi þegar í stað fram frumvarp máli þessu til framdráttar er ég ætla að þingheimur komi sér saman um og ætti ekki að þurfa mikið þing- þras. Tillaga mín er svohljóðandi: „Um- ferðardómstóll verði settur á stofn og hafi aðsetur í Reykjavik. Hann skipi: I fyrsta Iagi sérfróður löglærður maður um umferðarmál almennt. 1 öðru lagi einn lögreglumaður, með umferðar- mál sem sérgrein. Í þriðja lagi einn fulltrúi frá tryggingafélagi og skiptu þeir með sér verkum, t.d. I mánuð i senn. Að vísu kæmi upp spurning um hvernig landsbyggðarvandamálin yrðu leyst en lausn ætti að finnast á þvi. Ef ágreiningsmál koma upp skal tilnefna oddamann, ég legg til að það yrði sá löglærði, og hafi hann úrslita- vald. Nú skulum við segja að aðilar um- ferðaróhapps sættu sig ekki við dóm ofangreinds dómstóls, gætu aðilar þá skotið máli sínu til t.d. 2ja lögfróðra manna, er ráðherra tilnefnir, og yrði ákvörðun þeirra endanleg niðurstaða. Að sjálfsögðu gætu menn siðan skotið ágreiningi sinum áfram til hinna opin- beru almennu dómstóla. Læt ég útrætt um þessa hlið málsins og fel þeim lög- fróðu opinberu aðilum að koma máli þessu I heila höfn, og það hið fyrsta. Umferðarmenning okkar er i dag I vægast sagt mjög slæmu ásigkomulagi og vil ég í þvi sambandi nefna atvik er ég var þátttakandi i. Ég kom akandi mjög fjölfarna akbraut, þ.e.a.s. Hringbraut, til vesturs á hægri akrein á móts við Landspítalann. Þar sé ég tvær eldri konur bíða færis að komast yfir gangbraut (engin umferðarljós). Ég stöðva ca 6—7 m frá gangbraut- inni og gcf stefnuljós til vinstri, öku- mönnum til aðvörunar um að hætta sé á ferðum. Þegar konurnar eru rétt komnar út á gangbrautina sé ég nokkrar bifreiðir konta akandi cftir vinstri akrcin og snögghemlar fremsta bifreiðin er ég hafði gefið stefnumerki til vinstri. Vil ég því itreka að slik merkjagjöf verði tekin upp i rikara mæli en nú er. Þessi nterkjagjöf hefur gefið góða raun erlendis. Góðir lesendur og allir vegfarendur: Mál cr aó linni. Tökum höndum saman — slysaaldan undanfarið hcfur sýnt og sannað aö y rasta aðgæsla og tillitsscmi er aðalsmcrki hvcrs vcgfar- anda. Magnús J. Tulinius fulltrúi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.