Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. Ervamarlyfið gegn lúsinni hættulegt? — Lyfjafræðingur bendiráhættu en borgarlæknir telur Æft fyrlr sunnudaginn. Björgvin Halldórsson var á æfingu í Tónabæ í gærkvöld ásamt félögum úr Karlakór Reykjavfkur. Þeir syngja einmitt med i einu lagi á nýrri plötu Björgvins. DB-mynd Ragnar Th. Sigurösson Jólakonsert’78: UM100 MANNS GEFA VINNU SINA TIL STYRKTAR GEÐVEIKUM BÖRNUM „Það eru alls um eitt hundrað manns sem vinna að þessum Jólakonsert okkar. Um áttatiu koma fram, hinir tuttugu eru starfsmenn við hljómleikahaldið sjálft,” sagði Jón Ólafsson forstjóri Hljómplötu- útgáfunnar hf., er DB ræddi við hann um hljómleika útgáfunnar á sunnudag- inn keniur. Hundrað manna hópurinn vinnur nú sleitulaust að undirbúningi hljómleik- anna. Enginn þeirra þiggur laun fyrir vinnu sína. Jón Ólafsson sagði að á ann- an tug manna hefði verið að störfum siðustu þrjár vikur og væru sumir orðnir anzi auralitlir. • „En þetta er eina leiðin til að sanna að það er framkvæmanlegt að halda jafn- stóra hljómleika og þessa án þess að allt fari i vitleysu,” sagði Jón. Forsala aðgöngumiða hófst siðast- liðinn mánudag. Þeir eru seldir I nokkr- um verzlunum í Reykjavik, Hafnarfirði og Keflavik. Miðaverð er 3.500 krónur. Hagnaður af hljómleikunum, sem nefnist Jólakonsert ’78, rennur óskiptur til meðferðarheimilis fyrir geðveik börn. Hljómleikarnir sjálfir verða haldnir á sunnudagskvöldið. Fyrr um daginn verða nokkurs konar forhljómleikar I Háskólabíói. Þangað hefur verið boðið fólki, sem á við einhvers konar fötlun að striða. Að sögn Jóns Ólafssonar var um þrjátíu stofnunum sent boðsbréf á for- hljómleikana. Hann bað um að ef ein- hver stofnun hefði orðið útundan skyldi haft samband við Hljómplötuútgáfuna hf. og málinu kippt i liðinn. - ÁT hana enga vera Lús í skólum og barnaheimilum kom til umræðu i DB fyrir stuttu. 1 sambandi við þá frétt benti lyfjafræðingur blaðinu á að í leiðbeiningum frá Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur undir fyrirsögninni „Vandalaust að útrýma lús” væri bent á DDT-lyf til útrýmingarinnar og væri það efst á lista þriggja lyfja sem stöðin ráðlegði. Lyfjafræðingurinn kvað Spiri- tus Clovenotani ekkert annað en DDT. Það efni væri hættulegt og bannað að nota það, bæði til að vinna á skordýrum í skógum og á svín og hænsni. En nú ráðlegði Heilsuverndarstöðin fólki að nota þetta efni á börn sín. • Samband var haft við borgarlækni, Skúla Johnsen, sem sagði: Efni þetta hefur 'ekki enn verið tekið út af skrá hér á landi og þyrfti kannski að taka það til athugunar. En ég hef satt að segja talið að fyrst það er enn á lyfja- skrá sé óhætt að nota af því 3% upp- lausn í áðurnefndum tilvikum. Þó DDT sé bannað sem skordýraeitur og til eyðingar dýra er um tvennt ólíkt að ræða. í þeim tilfellum er þvi úðað I tonna eða hundraða tonna tali og er stórhættulegt. En 100 gramma glas með 3 grömmum af efninu I sínu innihaldi notað sem læknislyf til sótthreinsunar við hárþvott á kannski 10 manns gegnir öðru máli. Borgarlæknir benti á að sérfræðing- arnir Almar Grimsson og próf. Þorkell Jóhannesson gætu gefið rækilegri upp- lýsingar um hættustuðul skollyfsins. En við látum ábendingar lyfjafræðingsins og skýringar borgarlæknisins nægja i bili. . ASt. BRUNALIÐIÐ HALLI0G LADDI RUTH REGINALDS BJORGVIN HALLDÚRSS0N PÁLMIGUNN- ARSS0N MAGNÚS SIG- MUNDSS0N RAGNHILDUR GfSLADÚTTIR Kór ÖLDU TÚNSSKÚLA Félagar úr KARLAKÚR REYKJAVÍKUR Háskólabíó sunnudag k/. 22:00 OLAKONSERT Hljómplötuútgáfunnar h.f. og fleirí tí/ styrktar geð- veikum (einhverfum) börnum Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson Allur ágóði rennur til stofnsjóðs með- ferðarheimilis fyrir geðveik börn. Forsala aðgöngu- miða: SKÍFAN, Laugavegi 33, R. SKÍFAN, Strandgötu 37, Hafnarfirði KARNABÆR VÍKURBÆR, Keflavík

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.