Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. 22 ■ HÓTELBORG í fararbroddi i hátfa öld Notalegt umhverfi Sími11440 Hefur þú komið á Borgina cftir breytinguna? Stemmningin sem þar rikir á helgarkvöldum spyrst ððfluga út. Kynntu þér málið af eigin raun. HÓTEL BORG Kongur i New York Sprenghíægileg og fjörug ádeilukvik- mynd, gerð af Charlie Chaplin. — Ein- hver harðasta ádeilumynd sem meistari Chaplin gerði. Höfundur, leikstjóri ogaðalleikari: Charlie Chaplin. Sýnd kl. 3,5,7,9og 11. salur Makleg málagjöld Afar spennandi og viðburðarik litmynd, meðCharles Bronson og Liv Ullmann. íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 3,05, 5,05, 7,05, 9.05 og 11,05. ■salur Smábærí Texas Sprenghlægileg ensk gamanmynd. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. ®NBOG 19 000 An AMERICANINTERNATIONAL Picture STARRING TIMOTHY SUSAN BO BOTTOMS ’ GEORGE' HOPKINS Hörkuspennandi Panavision-litmynd. Bönnuðinnan 16ára. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. - solur P núna, félagll l GAMLA BÍÓ Vetrarbörn VETRARBÖRN Ný, dönsk kvikmynd gerð eftir verð- launaskáldsögu Dea Trier Mörch. Aðalhlutverk: Ann-Marie Max. Hansen, Helle Hertz, Lone Kellermann. islenzkur texti Sýndkl. 5,7 og 9. Barnasýning kl. 3: Flóttinn til Nornafells , BOBfRT M.SHtRMiNMn 1S i KRISIDFFB MaeGBAW CBNVOY BIIRI ERNESI mlH BORCNINI........... Afar spennandi og viðburðarik alveg ný ensk Panavision-litmynd, um mjög óvenjulegar mótmælaaðgerðir. Myndin er nú sýnd viða um heim við feikna aðsókn. Leikstjóri Sam Peckinpah. íslenzkur texti. Bönnuðbörnum. Sýnd kl. 4.50, 7,9.10 og 11.20. Kviktnyfidir LAUGARDAGUJl AUSTURBÆJARBlÓ: Sjö menn við sólarupprás sýndkl. 5,7.10og9.l5. GAMLA BÍÓ: Sjá auglýsingu. HAFNARBÍÓ: Sjá auglVsingu. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Saturday Night Fever sýndkl. 9. HÁSKÓLABÍÓ: Eyjar I hafinu sýnd kl. 5,7 og 9. ' LAUGARÁSBÍÓ: Nóvemberáætlunin sýnd kl. 5, 9 og 11. FMsýndkl. 7. NÝJA BÍÓ: Þrumiir og eldingar sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuðbörnum innan 14ára. REGNBOGINN:Sjáauglýsingu. , STJÖRNUBÍÓ: Goodbye Emanuelle sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuðinnan lóára. TÓNABÍÓ: Imbakassinn sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14ára. SUNNUDAGUR AUSTURBÆJARBÍÓ: Sjö menn við sólarupprás sýndkl. 5,7.10og9.15. GAMLA BÍÓ:Sjáauglýsingu. H AFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Saturday Night Fever sýndkl. 9. HÁSKÓLABÍÓ: Eyjar í hafinu sýnd kl. 5,7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Nóvemberáætlunin sýnd kl. 5, 9 og 11. FM sýnd kl. 7. NÝJA BÍÓ: Stjömustrið sýnd kl. 2.30. Þrumur og eldingar sýnd kl. 5,7 og 9. REGNBOGINN: Sjá auglýsingu. STJÖRNUBÍÓ: Goodbye Emanuelle sýnd kl. 5.7 og 9. Bönnuðinnan lóára. TÓNABÍÓ: Imbakassinn sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Útvarp Sjónvarp i MYNDGÁTAN - sjónvarp kl. 21.00: NU FER SPENNAN AÐ GERA VART VIÐ SIG Þriðji þáttur af fimm um Myndgát- una er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.00. Er nú spennan farin að gera vart við sig hjá allnokkrum. Það verður þó ekki fyrr en eftir þennan þátt sem spenn- ingurinn verður mestur. í kvöld keppa saman í fyrri umferð Þjóðviljinn og Alþýðublaðið og i seinni umferð Dagblaðið og Tíminn. Eftir þátt- inn í kvöld detta úr keppninni tvö blöð en fjögur halda áfram í næsta þætti sem er undanúrslitaþáttur. Tvö stigahæstu blöðin úr undanúr- slitakeppninni halda síðan áfram og berjast um sigurinn. Fyrir hverja al- menna spurningu er gefið eitt stig og einnig fyrir hverja rétta samstæðu, en fyrir myndgátuna eru gefin fimm stig. Myndgátan er tæplega klukku- stundar löng, en stjórnendur eru þau Ásta R. Jóhannesdóttir og Þorgeir Ást- valdsson. Umsjónarmaður er Egill Eð- varðsson. -ELA Ásta R. Jöhannesdóttir og Þorgeir Ástvaldsson, stjórnendur Myndgátunnar. V J ------------------!-----------------------------------------1 Úr dagbók DB-liðsins: I andlegu sambandi við stjómstöð Lið DB fylgist með þvíerlið Visis atti kappi við Alþýðublaðsmenn. Fri vinstri Jónas liðsstjórí, Bragi þjálfarí og keppendurnir Ómar og Jóhannes. Liðin hittust fyrst þegar boðað var til æfingar og siðan fyrstu keppni. Þetta var upp úr hádeginu og eftir kaffi byrjaði upptakan. Menn voru fremur afslappaðir, en undir niðri var greinileg spenna. Hún kom stundum fram, þegar menn flissuðu nervösir að einhverju sem sagt var. Eitthvað var spjallað og gert að gamni sínu. Egill pródúsent Eðvarðsson kom inn og talaði róandi við mannskapinn, eins og Sæmundur Guðvinsson á Visi hafði orð á. Egill er afskaplega prúður — og „prófessjonal”. Frá liðum voru mættir misjafnlega margir. Mogga- og Visismennirnir tveir og tveir, þrir frá Alþýðublaðinu og fjórir héðan frá DB. Liðin skoðuðu hvert annað. Þótt menn þekktust eitthvað á milli blaða voru allir óþekktar stærðir fyrir öllum. Þetta var vissulega leikur, en — við skulum viðurkenna það — enginn sækist beinlínis eftir því að tapa í leik. Augljóst var þó, að misjafnlega mikil alvara var í leiknum. Vísismennirnir, Sæmundur og Kjartan Stefánsson, voru t.d. í fríi frá blaðinu á meðan á upptökum stóð, við DB-mennirnir mættum á morgnana til vinnu, unnum til ca 9—9.30, og vorum inni- lokaðir mestan fritíma við andlega iðjuþjálfun. Hinir hafa líklega veriðað vinna eftir þvi sem hægt var að koma þvi við. Það var ódýrt og gott með kaffinu i mötuneytinu á 5. hæðinni eftir æfing- una. Keppendur sátu að mestu i sínum hópum og ræddu keppnina sem fram- undan var. Æfingin hafði skýrt málið fyrir liðunum. Nú var bara að rifja upp nokkra algenga málshætti og treysta á guð og lukkuna í samstæðun- um, en myndminnið i myndaspurning- unum. Við þóttumst nokkuð vissir um, að Vísir myndi vinna Alþýðublaðið. Moggastrákarnir, Jóhannes Tómasson og Ágúst Ásgeirsson, voru okkur lokuð bók. Okkur þótti þó liklegt að Ágúst væri nokkuð snöggur því hann væri hlaupari. Liðsstjóri DB, Jónas Haraldsson, tók af skarið i lok kaffitímans og lagði til að við sendum í fyrstu umferð Jóa Reykdal og Ómar Vald. Þjálfara liðsins, Braga Sigurðssyni hdl og blaðamanni þótti hugmyndin góð. — Þeir voru báðir skátar, sagði hann. — Ég styð þessa hugmynd. Fyrst horfðum við á Visi afgreiða Alþýðublaðið nokkuð snarlega og reiknaðist okkur til að við hefðum haft það lika. Það gekk ekki vel að koma þættinum af stað. Stundum klikkaði myndbandið eitthvað djúpt í iðrum sjónvarpsins, eða þá að einhverjum fataðist lesturinn. Ásta og Þorgeir voru með dularfull handrit á borðinu fyrir framan sig. Borð og veggplötur á bak við keppendur voru klæddar þykk- um ullarteppum. Þátturinn Gæra og gjörvileiki, sagði éinhver. Nervös hlátur i stúdióinu. Svo hófst keppnin með stóiskri ró og sjentilmennsku. Moggamenn hirtu af okkur fyrsta stigið, og framan af virtist keppnin nokkuð jöfn. En þegar kom að málsháttagátunum nýttust vel dul- rænír hæfileikar skátans fyrrverandi, Óma Vald. Kortagerðarmenntun Jóa Reyks var heldur ekki aldeilis ónýt þegar kom að Kanada, en hann fyrir- gefur sér líklega aldrei að hafa ekki áttað sig á sextantinum. Þegar minnzt er á sextant við hann núna kemur i augun á honum fjarrænt blik. Allan tímann voru keppendurnir i andlegu sambandi við liðsstjóra og þjálfara i biðsalnum inn af förðunar- stofunni, „sminkinu”. En það má búast við þvi að róður- inn verði þyngri í kvöld þegar við keppum við Tímamennina, Þjóðvilja banana frá siðasta laugardegi. -Zorro j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.