Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. 13 m i ar Verö aöeins kr. 5000.- BORGARFELL Skólavörðustíg 23 — Sími 11372 Skriðdrekavélar í dráttar- vélunum Keppnisreglur: í dráttarvélakeppni er notaður sér- stakur vagn sem vélarnar eiga að draga brautina endilanga. Það tekst þófæstum vegna þess að vagninn þyngist stöðugt i drætti meðan hann er á ferð. Vagninn er þannig útbúinn að hjól eru undir honum að aftan en sleði að framan. Á vagninum er farg sem getur verið allt að 20 tonn að þyngd. Fargið er I upphafi haft aftast á vagninum. Það er tengt við hjólin undir honum þannig að þegar þau byrja að snúast færist fargið fram eftir vagninum og drátturinn þyngist stöðugt. Fargið leggst alltaf þyngra og þyngra á sleðann og svo kemur að lokum að það verður dráttarvélinni ofviða. Dráttarvélarnar: Farartækin sem keppt er á eru margs konar. Þau helztu eru jeppar, fjórhjóla- drifs pick-up bílar, venjulegar dráttar- vélar og sérsmiðaðar dráttavélar sem minna einna helst á grindarbila. í kvart- milukeppni er leitast við að hafa farar- tækið sem léttast en í dráttarkeppni er þessu öðruvisi farið. Þar er best að hafa farartækið sem þyngst til að skriðþungi þess verði sem mestur. Er algengt að sama farartækið keppi I tveimur eða þremur flokkum og er þá bætt á það ballest til að þyngja það. Vagninn sem dreginn er er mjög þungur og reyna keppendur að gera dráttarvélar sínar sem kraftmestar. Eru sumir með þrjár eða fjórar stórar V-8 vélar. Aðrir eru með disilvélar úr skriðdrekum og þá oft með tveimur forþjöppum. Enn aðrir nota gastúrbínur og þotuhreyfla. Keppt er á venjulegum dráttarvéladekkjum eða hjólaskófludekkjum og eru þau skorin til þannig að þau gripi betur í mjúkan jarð- veginn. Flestar dráttarvélarnar sem keppa í stærri keppnunum eru ekki notaðar I annað og eru fluttar á milli keppnis- svæða á sérstökum vögnum. Þá eru einnig margir sem hafa gert það að atvinnu sinni að keppa i dráLarkeppni, en hún nýtur, sem fyrr sagði, mikilla vinsælda. Jóhann Kristjánsson / Wúlitin okkar. Hann s ■4 U í ddhúsinu, srofunm, -r eða garðmum. í i i- i I I i .:MS_íLÍ Fyrir um það bil 10 árum kom ný íþrótt fram á sjónarsviðið i Bandarikjun- um og naut hún strax mikilla vinsælda. Er það dráttarkeppni. Uppruna þessarar keppni má rekja til miðrikja Bandarikjanna en þar eru mestu hveiti- ræktar- og landbúnaðarsvæði veraldar. Þrátt fyrir mikið framleiðslumagn starfa hlutfallslega fáir við landbúnað á þessum svæðum og riður því á miklu að hafa afkastamikil tæki til að vinna með. Uppskeruvélar og þreskivélar eru stórar og þungarog þurfadráttarvélarnar sem þær draga að vera kraftmiklar. Liklega hefur upphaf iþróttarinnar verið það að tveir bændur hafi farið að metast um það hvor ætti kraftmeiri dráttarvélina. Hafa þeir síðan reynt með sér og nú er svo komið að dráttarkeppni er haldin um flest öll riki Bandaríkjanna og búið er að stofna heildarsamtök sem sjá um skipulagningu á þeim. Nefnast samtökin The National Tractor Pullers Association. Keppt er á braut sem er um 100 metra löng og eftir ákveðnum reglum. Þá eru farartækin flokkuð niður eftir gerðogþyngd. Kimber Wilson frá Smithfield • Illinois keppir á „óbreyttrif’ . International Harvester dráttarvél og hefur hann veriö mjög sigursæll. liér hampar hann verðlaunastyttunni er hann hlaut i Indy Super Pull keppninni 1975. Art Arfons hélt áður fyrr til á Bonne- ville-saltsléttunum, þar sem hann kepptist við að setja hraðamet, en eftir að hann komst I kynni við dráttarvélar hefur hann snúið sér að þeim. „Græna skrímslið” hans er orðið viðfrægt um öll Bandaríkin en í því er risastór gastúrbina og krafturinn eftir því. Jólagjöfin íár fyrir fjölskylduna -- .Ctf.■A- > SM y.'A ;l ! Nr. 60 - 89.5 ferm. Verð frá kr. 6.5 myij. til 8.3 mHlj. Sumarhús, íbúðarhús, veiðihús, garðhús. Einnig mjög hentugt fyrir björg- unarskýii og sæiuhús. Greiðsiuskiimáiar Undirritaður óskar nðnari upplýsinga um Fmnen-hús NAFN____________________________________________ HEIMILI_________________________________________ SÍMI HÚS H. GUDMUNDSSON l 13 Templarasundi 3. Símar 25620,40843,17374

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.