Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978. ... 6 Utanlandsferðir á kostnað ríkissjóðs: „Þjóðsaga” að embættis- menn verzli fram hjá Ferða- skrifstofu ríkisins t —**■ ) Mjög fátitt mun vera aö opinberir embættismenn skipti viö aðrar feröa- skrifstofur en Ferðaskrifstofu ríkisins þótt sú hafi verið trú manna lengi, eins konar þjóðsaga i kerfinu, sagði deildar-' stjóri i einu ráðuneytanna. Það er nokkurra ára gömul ríkis- stjórnarsamþykkt fyrir því að ríkis- sjóður og opinberar stofnanir skipti eingöngu við Ferðaskrifstofu rikisins um opinber ferðalög. „Ég held að það sé einhver misbrestur á að menn skipti við okkur, en það er litið,” sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins, í samtali við frétta- mann DB um málið. Halldór Sigurðsson ríkisendurskoð- andi tók mjög í sama streng. „Ég held að það sé frekar gott aðhald i þessum málum eftir að sett var sem skilyröi fyrir ferðapöntunum að ferðaheimild frá viðkomandi ráðuneyti fylgdi með ferðaáætlun,” sagði ríkisendurskoð- andi. „Það eru einstaka ferðaskrif- stofur-sem hafa umboð fyrir erlendar ráðstefnur og þess háttar. Mér dettur til dæmis í hug Norræni byggingar- dagurinn sem haldinn er annað hvert ár. Ferðaskrifstofa í borginni er með umboð fyrir þá ráðstefnu. Ferðaskrifstofa ríkisins veitir venju- lega ferðaskrifstofuþjónustu og tekur fyrir það sína þóknun, 7—10% umboðslaun. „Átta prósent er algengast,” sagði Kjartan Lárusson í samtalinu við fréttamann blaðsins. „Á þessu ári verða tekjur ríkisins af þessum umboðslaunum um tíu milljónir, sýnist mér í fljótu bragði.” Kjartan sagði að rikið gæti haft meiri tekjur af ferðaþjónustu skrifstof- unnar en „misbrestur í kerfinu sl. 2 ár eða svo” kæmi i veg fyrir það. Þannig væri að ferðaskrifstofan pantaði ekki i öllum tilfellum gistingu fyrir embættismenn í opinberum erinda- gjörðum. „Þegar við pöntum gistingu verður alltaf að borga hana við brott- för af viðkomandi hóteli. Það varð misbrestur á að reikningar, sem kvittað var fyrir, væru borgaðir fyrr en eftir dúk og disk og því verðum við þar af nokkrum umboðslaunatekjum. Ég held þó að það sé óveruleg upphæð.” ÓV. JOLABOKINI FJÓRDA „ÆTTUД Þessi mynd er tekin þegar jðlabókin er komin i fjórða „ættlið” og á ekki eftir nema tvo, seljendur og lesendur. Hinir „ættliðirnir” eru að sjálfsögðu rithöf- undurinn, þá setjarinn, prentarínn og svo bókbandið, sem myndin sýnir. Hún var tekin í Bókfelli i vikunni undir lok strangrar haustvertiðar bókagerðarfólks i ár. -GS. DB-mynd Bj.Bj. VORUM AÐ FÁ ÚRVAL SN YRTISTÓLAI" HUSGAGNAVERZLUN Brautarholtí REYKJAVÍKUR Símar 11940 og 12691 TILVALIN JÓLAGJÖF PÓSTSENDUM Leyfi fyrir pylsuvagna íReykjavík: „Á sömu skoðun og bolsévíkarnir í þessu máli” — segir væntanlegur pylsusali á Lækjartorgi Borgarráð hefur samþykkt að heim- ila pylsuvagna á Lækjartorgi, við Sundahöfn og við Sundlaugarnar i Laugardal. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu, Al- bert Guðmundsson greiddi atkvæði á móti. Það má því búast við nokkurri breytingu á bæjarbragnum innan skamms en pylsuvagnar setja t.d. sér- stakan svip á götulif í Kaupmanna- höfn. Ásgeiri H. Eirikssyni hefur verið veitt leyfið fyrir Lækjartorgsvagnin- um en Árhjal sf. vagninum við Sunda- höfn og Tulin Johansen við Laugar- dalslaugarnar. DB ræddi stuttlega við Ásgeir H. Eiríksson en Lækjartorgsvagninn verður að sjálfsögðu mest áberandi þessara vagna. Ásgeir sagðist hafa sótt um leyfi fyrir vagninum fyrir nokkrum árum og síðan endurnýjað það reglulega. Upphaflega sótti hann um leyfi til að selja hamborgara og fleira úr vagninum en ekki vissi hann enn hvort hið nýfengna leyfi væri ein- vörðungu bundið pylsusölu. Ásgeir, sem er góður og gegn sjálf- stæðismaður, sagði það merkilegt að fyrst fengist leyfi til þessarar starfsemi eftir að Reykjavík er komin undir ráð- stjórn. „En á þessu sviði er greinilegt að ég og bolsévíkarnir erum á sömu skoðun,” sagði Ásgeir og var greinilegt að hann glotti undirfurðulega í gegn- um símann. Hann sagðist snúa sér að þvi hið fyrsta að athuga með heppilegan vagn þannig að starfsemin gæti hafizt sem fyrst. Þar sem málið var þó ekki sam- þykkt einróma í borgarráði verður það að fara fyrst fyrir borgarstjórn og yerður það að öllum líkindum 7. des- ember nk. Þá skýrast málin frekar. - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.