Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 24
Áætlað að skólatannlæknar í Reykjavík fái 262 milljónir í laun á næsta ári: Tannlæknar tregir til að vinna fyrir „aðeins” þreföldum skrifstofumannslaunum — Þótt þeir fái húsnæði, tæki og rekstrarvörur ókeypis Þrátt fyrir að áætlað sé að skóla tannlæknar í hálfu starfi hjá Reykja vikurborg fái um 6,1 milljón í laun í ár og heilsdagstannlæknir 12,2 milljónir. er hörgull á mönnum til þessara starfa sem vart segir annað en tannlæknar telji sig hafa það betra annarsstaðar. Þetta eru hrein laun til þeirra því þeim er látin í té öll aðstaða og tæki jafnframt því sem borgin greiðir allan hráefnis- og rekstrarkostnað stofanna. Það skal tekið fram að áðurnefndar tölur eru jafnaðartölur þar sem lækn- arnir fá aðeins greitt fyrir þau verk, sem þeir vinna i vinnutímanum. Sé litið að gera bera þeir minna úr býtum. Sé slíkt ástand hinsvegar að kenna skipulagsatriðum viðkomandi skóla- yfirvalda, ber tannlæknunum tíma- kaup þótt ekkert sé að gera. Þá ber einnig að líta á að vinnuveit- andi greiðir ekki nema um 5,5 prósent af launatengdum gjöldum af tekjum læknanna svo þeir verða sjálfir að taka á sig um 17 prósent og lækka bein laun þeirra því um það hlutfall. Þá kemur hálfsdagslæknirinn út með um fimm milljónir og heilsdags- maðurinn með um tíu milljónir. Tii samanburðar má geta þess að skrif- stofumaður með fimm ára starfs- reynslu og kominn i einhverja ábyrgðarstöðu, hefur að meðaltali um þrjár milljónir fyrir fullt starf á ári og er þá tekið tillit til meðaltalsaukaþókn unar ofan á gildandi taxta. Hefur hann því riflega þrefalt lægri laun en læknirinn. -G-S. Aðeins þrir tannlæknar vinna nú fullt starf og i októbermánuði unnu 23 hálfan daginn. Sé tekin deilitalan 26 og þar með allir reiknaðir hálfsdagsmenn, höfðu þeir að meðaltali 700 þúsund fyrir hálfsdagsvinnu þann mánuðinn. Það þýðir að heilsdagsmennirnir gætu hafa haft 1,4 milljón að meðaltali. 7% 22 dagar til jóla í Þá eru tveir lólasveinar kotnnir til byggða á forlÉtilltag hlaðsins. I ga'r kom BjörRvin HalldórssoHIh iniNokti o;; i da|» er ma'ttur Mannús Kiartansson tónlistarmaður. Uann ,verf ýr heldur betur í eldlínunni uni helRÍna, því ad ha tn i • hijómsveitar- stjóri Brunaliósins. Það heldur tvenna hljómleika á ittor|un ásamt uin sjotíu manns. Magnús var inntur t ftir þvi hvers hann óskaói sér hefzt niólaí’jiif. Ilann hufisaói si” vel <>u vandlefja tim on s»;ir.tði -u>: „Frelsi. F.íi óska mér frelsis í jólaujöf.” ml R.iynar I h. Ætla að spila plötur stanz- laust f 26 tíma — og gera helmingi betur en gildandi íslandsmet „Við stefnum að því að „tvöfalda” íslandsmetið,” sögðu tveir fimmtán ára sveinar, Þorsteinn Ásgeirsson og Gunnar George Smith, i samtali við DB. Íslandsmetið sem þeir ætia að leggja að velli um helgina, er i „diskótekun”, þ.e. að spila hljómplötur og kynna þær. Núverandi Íslandsmeistari er Vilhjálmur Ástráðsson í Klúbbnum sem stóð i 13 tlma i maraþondans- keppni í siðasta mánuði. „Við stefnum að því að tvöfalda þann tíma,” sögðu áskorendurnir Þorsteinn og Gunnar George sem báðir eru i æfingadeild KHÍ. Þeir verða þó ekki einir til að vaka aðfaranótt sunnudagsins næsta, þvi þá er árleg vökunótt hjá skátafélaginu Hamrabúum i Reykjavik. Það verður yfir hressum (og sumum syfjuðum) skátum, sem þeir ætla að „diskóteka” í 26 tima. -ÓV. fifálst, áháð dagblað LAUGARDAGUR 2. DES 1978. Harðsótt íloðnuna — brælur og dræm veiði Um þessar mundir er orðið harðsótt i loðnuna og lágu bátarnir t.d. hátt i hálfan þennan mánuð i brælu. Af og til gefur þó úthlaup, en þá er oft erfitt um vik, annað hvort illviðri að ganga niður eða annað að ganga upp. Síðasta sólarhring fengu t.d. ekki nema átta loðnubátar afla upp á tæp þrjú þúsund tonn, en um miðnætti var komin bræla. Sem kunnugt er hafa sjómenn skorað á viðeigandi aðila að hætta loðnuveiðum alveg í desember vegna þess hversu hættulegar þær veiðar geta verið i miklum umhleypingum. -G.S.. Hví ekki að bregða sér á skíði? Skiðasnjór er nú sæmilegur í skiða- löndum Reykvíkinga og nágranna þeirra. 1 gær var þó ófært i Bláfjöllin en lyfta I gangi í Hveradölum frá kl. 13— 19. Ef sæmilega viðrar í dag ættu menn því að geta brugðið sér á skíði, ef ekki i Bláfjöllin, þá i gömlu góðu Hveradal- ina. Og þeir sem ekki komast á skíðin á bilum sínum geta farið með rútum frá BSÍ kl. 10 og 13.30, svo fremi að fært verði. Fyrirhugaðar ferðir eru á báðum þessum timum í Bláfjöll og Hveradali. Einnig verður farið úr Kópavogi og Hafnarfirði kl. lOeffærtverður. - JH Fannst blóðugurað húsabaki Maður fannst i gærmorgun illa útleikinn liggjandi bak við bensinstöð að Laugavegi 180. Var hann blóðugur í andliti og á höndum og leit illa út. Var hann fluttur í slysadeild en reyndist ekki alvarlega slasaður og sár hans grunn. Maðurinn gat ekki gert grein fyrir ferðum sínum eða af hvaða völdum hann hefði særzt svosem raun bar vitni. -ASt. Dagblöðin hækka íverði Verð Dagblaðsins I áskrift hækkaði um mánaðamótin i 2500 krónur á mánuði. Í lausasölu kostar hvert cintak nú 125 krónur. Auglýsingaverðið er kr. 1440 á hvern dálksentimetra. Sama verö er nú á öllum dagblöðunum sex. /y Kaupio ,5 TÖLVUR I* OGTÖI BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.