Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 5
t
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
Talið að hjálmurinn hafi
bjargað lífi stúlkunnar
Líklegt er taliö að hlífðarhjálmur
hafi bjargað lífi ungrar stúlku, vél-
hjólasendli hjá fjármálaráðuneytinu.
Var hún á leið austur Suðurlandsbraut
um tíuleytið í fyrramorgunerhún varð
fyrir bíl sem sveigði yfir á vegarhelm-
ing stúlkunnar til að komast fram fyrir
kennslubifreið, sem var á leið vestur
Suðurlandsbraut. Stúlkan var flutt
eitthvað brotin (sennilega á fótum) í
slysadeild. Hjálmur hennar bar glögg
merki höggsins, en höfuð stúlkunnar
var óskaddað.
ökukennarinn, sem horfði á slysið,
sagði DB að nýlegri Ladabifreið hefði
verið ekið á eftir kennslubifreiðinni
eftir Grensásvegi, yfir Ijósagatnamót-
in og í vesturátt. Um leið og færi gafst
vegna götueyja sem þarna eru, gaf
ökumaður Ladabifreiðarinnar vel í.
„Hann tók alla götuna undir sig og
-íslysi sem
óþolinmóður
ökumaðurolli
ogstakk affrá
• engu líkara en hann tæki ekkert tillit
til stúlkunnar á vélhjólinu sem kom á
móti honum.”
Sá er slysinu olli ók á brott en öku-
maður talstöðvarbils sem að kom elti
hann og náði honum.
ökukennarinn sagði: „Stúlkan stóð
sig eins og hetja á slysstaðnum, þó hún
væri mikið meidd. Hún hafði við orð
að hún hefði sloppið betur síðast.”
Við höggið kastaðist stúlkan af hjól-
inu og er öryggishjálm ur hennar skall í
götuna heyrðist högghvellur sem
menn í nærliggjandi húsi urðu varir
við, að sögn ökukennarans.
- ASt
Úr Tobacco Road á Fljótsdalshéraði.
DB-mynd Þórh. Pálsson.
Tóbaksvegurinn enn
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi
laugardaginn 2. des., í Valaskjálf. leikrit-
ið Tobacco Road e. Erskine Caldwell.
Leikstjóri er Einar Rafn Haraldsson. Er
betta 2. verkefni leikfélagsins á þessu
ári og má því segja að menningarlíf á
Héraði blómstri mjög. Tobacco Road
hefur verið sýnt viða um land og er
flestum í fersku minni uppfærsla Leik-
félags Reykjavikur fyrir nokkrum árum.
Leikurinn gerist í suðurhluta Bandaríkj-
anna á kreppuárunum og fjallar um fjöl-
skyldu sem þar býr við sult og seyru.
Faðirinn, Pétur Lester, ér húðarletingi
og ónytjungur, sem er að drepa fjöl-
skyldu sína úr hungri með leti sinni.
Konunni sinni, Ödu, er hann búinn að
þræla út og er hún óttalegt skar. Börnin
eru flest farin að heiman, en eftir eru tvö
í heimahúsum. Ella Mæja, sem gengur
ekki út vegna líkamslýta og Duddi, 15
ára galgopi og ruddi. Dóttirin Perla er
gift Lóa og búa þau skammt frá. Þeim
kemur ekki vel saman í hjónabandinu.
Trúboðskerlingin Bessí kemur einnig
nokkuð við sögu, en hún er ekkja, að
farast úr karlmannsleysi, og fær hún
Dudda til að giftast sér, gegn því að hún
kaupi handa honum bil með flautu.
Traustur leikur
Með aðalhlutverk fara Sigurjón
Bjarnason og Sigrún Benediktsdóttir.
Aðrir leikarar eru Kristrún Jónsdóttir,
Guðmundur Steingrimsson, Sólveig
Traustadóttir, Kristrún Eiriksdóttir,
Guðgeir Björnsson, Eygló Gunnþórs-
dóttir, Hjálmþór Bjarnason, Þórhallur
Pálsson og Bessi Einarsson. Óhætt er að
segja að leikarar skili allir vel hlutverk-
um sínum. Sérstaklega fara þær Sigrún
Benediktsdóttir og Sólveig Traustadóttir
á kostum. Sigurjón Bjarnason er einnig
mjög góður, en er kannski fullungur
fyrir hlutverkið. Einkum heyrist það á
röddinni. Guðmundur Steingrímsson
vekur mikla hrifningu sem Duddi, hjá
unglingunum, enda sjá þeir sig persónu-
gerða í honum. Gervin eru öll einstak-
lega skemmtileg og vel gerð. Leikmynd-
in er einföld og góð og er það að verða
vörumerki leikfélagsins, hvað leik-
myndir þess eru góðar. Þessi er teiknuð
af Þórhalli Pálssyni arkitekt.
Vel gert
1 heildina tekið er þetta vel gert og
þarf fólk ekki að iðrast þess að fara og
sjá leikritið. Nokkuð háir leikurunum
stuttur æfingatími á sviði og er það alltaf
sama sagan með áhugaleikfélög úti á
■landi að aðstöðuskortur háir allri starf-
semi. Undirtektir á frumsýningu voru
mjög góðar og má geta þess til gamans
að einn áhorfandi þar sendi Sigurjóni og
Sigrúnu blóm kvöldið eftir i þakklætis-
skyni.
Leikstjórinn, Einar Rafn Haraldsson,
hefur nú margsannað hæfileika sina og
er Leikfélag Fljótsdalshéraðs á grænni
grein að hafa slíkan mann. Er óskandi
að hann eigi eftir að setja upp mörg fleiri
leikrit hér.
Inga Rösa Þóröardóttir
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njáisgötu 49 - Sími 15105
BROTIZTINN í SKÓLANA
Nú liður senn að þvi að dagur verður stvtztur þetta árið. Nóttin og myrkrið munu þvi senn verða á undanhaldi fvrir
hækkandi sól og bjartari tið, vonandi. JóUn cru þó sannarlega Ijós i öllu myrkrinu. Flestir virðast önnum kafnir við að
undirbúa hátiðahaldið mikla, beint eða óbeint. Og þessi jól verða löng og menn fá betri hvild en t.d. i fyrra. Jóladagur cr
á mánudegi og fridagar um jól og áramót verða þrir að þessu sinni.
DB-mynd R.Th. Sig.
í tæpa viku, eða síðan á föstudaginn
var, hefur rannsóknarlögreglan i Kefla-
vík leitað þjófs sem brauzt inn i barna-
skólann í Keflavík. Komizt var inn í
skólann með því að stinga upp útihurð
og síðan farið rakleitt í skrifstofu skóla-
stjóra. Litur út fyrir að þjófurinn hafi
vitað um peninga í peningakassa þar, þvi
kassinn var tæmdur. Voru í honum alls
um 150 þúsund krónur. Meira fé sem i
skápnum var var látið kyrrt liggja.
Skólarnir virðast einstaklega gott
skotmark innbrotsþjófa. Eftir að þetta
rán var framið í Keflavik var brotizt inn
í þrjá skóla i Hafnarfirði og Garðabæ
um síðustu helgi. Var farið inn i öldu-
túnsskóla, Flataskóla og Víðistaðaskóla.
Á síðastnefnda staðnum höfðu þjófarnir
225 þúsund krónur upp úr krafsinu og
ollu spjöllum sem kostar sennilega cnn
meira að gera við. . ASt.
v