Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 24
28 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. "AWORJCTTI Svona til að styrkja gott málefni f 'tl Happdrættin iifa þessa dagana sinn blómatima. Dregið á Þorláksmessu, segja sölumennirnir í glæsikerrunum við Austur- stræti og Bankastræti. Ætli maður skelli sér ekki á eins og tvo miða, segja menn þá gjarnan, svona til að styðja gott málefni, bæta þeir við, en í augunum speglast kannski billinn, sem þeir vilja gjarnan fá heim til sín á aðfangadag. Myndin er frá sölubil Krabbameinsfélagsins i Austurstræti í gær. -DB-mynd Hörður. Buxnasett úr riffluðu og sléttu flaueli á allan aldur barna og unglinga. — Síö pils úr sléttu flaueli — Shet- lands ullarpeysur. Kjólar • Nœrföf Náttfót Sokkar • Úlpur TROÐ PÓSTSENDUM NEÐSTATRÖÐ 8 KÓPAVOGI SÍMI43180 FULL BÚÐ affallegum fötum á börnin MORDA SÁUNNI Þorsteinn Antonsson er talsverður vandræðagripur á bókmenntasviði hér. Ekki svo að framlag hans sé lítilvægt — þvert á móti. „Foreldra- vandamálið” var t.d. afskaplega vel meinandi og timabær bók og margt var þar vel athugað. En Þorsteinn skrifar hins vegar tyrfnastan prósa allra núlifandi íslendinga, sérstaklega ef hann finnur sig knúinn til að fjalla um hugmyndir. Ég man t.a.m. ekki eftir verra foraði málfarslega en skrifum Þorsteins um Thor Vilhjálmsson forðum. Allt um það er Þorsteinn nú með nýja skáldsögu á markaðinum og nefnist hún Sálumessa 77. Það er ekki laust við að maður sé kviðafullur þeg- ar fyrstu siðum er flett. Kynblendingur En viti menn, þetta er að mestu sæmilega læsilegt mál. Það er ekki fyrr en i lokin, þegar sögumaður segir frá viðskiptum sínum við geðlækna, að hnútar myndast: „Sjúklingurinn leit- ar útrásar fyrir ónot og er þá ekki ná- kvæmur í vali á skotspæni, lítt rök- studdar kvartanir við lækni um per- sónuhagi geta verið stig í lækningu kvilla sem ógerlegt er að diagnosera, það er skilgreina, þrátt fyrir líkamleg sjúkdómseinkenni.” Púff. Einnig er leikaraskapur með litla stafi og stóra framan af í bókinni en það er út af fyrir sig ekkert stórmál. Aftur á móti er sagan sjálf einkennilega samansett og væri hún hundur mundi hún sennilega kallast kynblendingur. Eftir stuttan prólógus sögumanns kemur lýsing á amstri lífsleiðrar og kúgaðrar húsmóður í Breiðholti og litur þá út fyrir að höfundur ætli sér að dorga á sömu miðum og Guðlaugur Arason. Húsbóndi fer að heiman til að skemmta sér með kunningjunum og á meðan stundar konan kojufyllerí og hangir við sjónvarpið hundleið á öllu saman. Rithöfunda- raunir Síðan er svissað yfir á rithöfundinn Hall og hefjast þá rithöfundaraunir, rithöfundadrykkja og rithöfundasam- koma á hóteli í bænum. Hún endar með því að rithöfundurinn og lífsleiða húsmóðirin hittast og halda saman heim til skrafs og samræðis. Siðan skeður allt í einu slys og sagan er orðin að krimma — lögregla út um allt. Rithöfundurinn flækist inn i málið og er ákærður fyrir morð og í lokin hefjast Dostoyevskar sálarkvalir hans og ígrundanir um glæpinn, sekt og sakleysi. Loks er rithöfundi sleppt, saklausum, en særðum á sálinni. Þetta gæti svosem verið mögnuð blanda, en því miður gengur pússluspilið ekki upp og hinir ýmsu partar liggja hingað og þangað án sjáanlegra tengsla. Ég sé t.d. ekki hvaða hlutverki rithöfundur á að gegna i þessu samhengi og hvað verið er að segja með rithöfundaráð- stefnunni í bókinni — nema að Þor- steinn treysti ekki öðrum en bona fide rithöfundi til að segja frá þvi sem gerðist. Þokukenndar persónur Það er því eins og „óhappið” þjóni þeim tilgangi einum aðgera rithöfundi martröð. Húsmóðirin, sem er í raun hreyfill sögunnar, er einnig einkenni- lega þokukenndur persónuleiki og um- kvartanir hennar ganga i raun vart út á annað en það að hún fær ekki notið lifsins gæða í sama mæli og eiginmaður hennar. Frelsi er að hafa ávísanahefti. Hallur rithöfundur er heldur ekki Ijóslifandi persóna og hversu mjög sem hann lýsir eigin högum öðlast hann fá séreinkenni. Sálarkvalirnar í lokin framleiða heldur ekki neina nýja innsýn, hvorki i hugar- heim fangans, fangavarðar eða sökudólgsins, Jóhanns í Glakó. Hins vegar smíðar Þorsteinn stundum góð og eðlileg samtöl, t.a.m. hefur hann næmt eyra fyrir öllu drykkjurausi og sömuleiðis er athyglisgáfa hans i fínu lagi. En vandinn er sá að koma þessu öllu frá sér á góðu máli og í hug- myndalegu samhengi og þarna skortir ýmislegt á hvað Sálumessu 77 snertir. Bók menntir AÐALSTEINN INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.