Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 40
Saga 36 ára manns, sem hvergi fær vinnu eftir að
hann yfirvann áfengisfíknina: ,
„Refsaö fyrir
aðhætta
að drekka
C
— verð að hrökklast úr heimahögum
til að fá vinnu þvíallir þekkja
mína „fortíð” heima
Reynir: „Konan er farin, ég á ekki fyrir medtógum með þrem börnum, ég og
hundurinn erum einir eftir, blankir og svangir, til aö halda upp á ársbindindið.”
DB-mynd R.Th.
„Mér finnst það hart að þurfa að
hrökklast frá heimahögum af þvi að ég
fór sjálfviljugur inn á endurhæfingar-
stöð til að hætta að drekka, án þess að
mig óraði fyrir afleiðingunum. Ég fór
á endurhæfingarstöðina til að drepa
mig ekki á alkóhólisma, en af því að ég
gerði það, er ég nú að drepast úr
hungri. Mér finnst það furðuleg ráð-
stöfun kerfisins að hjálpa manni upp
úr alkóhólismanum en útiloka mann
svo um leið og bati er fenginn.”
Þetta er hluti úr viðtali DB við
Reyni Bjamason, Garðbæ viö Garða-
veg í Hafnarfirði, sem nú á mánudag-
inn heldur upp á árs bindindisafmæli
sitt.
Reynir, sem er 36 ára, er verzlunar-
skólagenginn og hefur m.a. unnið við
endurskoðun hjá véladeild Íslenzkra
aðalverktaka og loks við leiguakstur í
allnokkur ár. Hann er hraustur og til í
hvaða starf sem er.
Lengi hafði hann hug á að hætta
akstrinum og fara að vinna á hinum
almenna vinnumarkaði. Hann gerði
alvöru úr þvi í haust, seldi bílinn og
skilaði meira að segja inn atvinnuleyf-
inu, svo hann freistaðist ekki út í það
starf aftur.
Að því loknu fór hann að svipast
um eftir vinnu, — en þá kom í Ijós að
atvinnuveitendur vildu hann ekki þar
sem þeir þekktu fortíð hans. Síðan i
haust hefur hann stöðugt leitað, talað
við menn, hringt og skrifað en alls
staðar án árangurs. Hingað til hefur
Reynir aðeins leitað eftir vinnu á
sínum heimaslóðum, „þar sem allir
þekkja alla” eins og hann orðar það en
sér sér nú ekki annað fært, i ljósi þess-
arar reynslu, en leita fyrir sér annars
staðar.
Reynir seldi ágætan bíl sinn og er
nú búinn að „borða hann upp” þar
sem hann fær engar atvinnuleysis-
bætur. Fyrra starf hans flokkast undir
sjálfstæðan atvinnurekstur.
Kona hans hefur ekki þolað þetta
álag eða „sálarmorð” eins og Reynir
segir, og er flutt frá honum. „Nú erég
einn eftir með hundinum, blankur og
atvinnulaus,” segir Reynir, „þrátt
fyrir góða meðmælendur með mér i
vinnu og þrátt fyrir að suma dagana
hafi ég jafnvel talað við 10 til 15
vinnuveitendur.”
Að sögn Reynis virðast vinnuveit-
endur lita á hann sem dæmdan
glæpamann, nýkominn af Litla
Hrauni. Ekki var Reynir með þessum
orðum að leggjast gegn því að þeir
menn fengju vinnu, en sú er þó reynsl-
an og virðist það sama eiga yfir sjúkl-'
inga að ganga, sem bata hafa fengið af
þeim eina sjúkdómi, drykkjusýki, aðrir
sjúkdómar eru litnir öðrum augum.
Nú þegar Reynir á vart fyrir nauð-
þurftum lengur og getur ekki greitt
með þrem börnum sínum, segir hann
dapur: „Eftir á að hyggja held ég að ég
vildi heldur drepast úr alkóhólisma en
hungri,” sem lýsir bezt hvernig er búið
að mola niður vonir hans og hans nán-
ustu.
Það skal tekið hér fram að lokum að
blaðið hefur óyggjandi sannanir fyrir
bindindi Reynis og erfiðleikum hans í
atvinnuelitinni þrátt fyrir miklar og
stöðugar tilraunir. Þá tjáði háttsettur
maður innan einna bindindissamtak-
anna blaðinu að meiri skilningur ríkti
á þessum málum i Reykjavik en t.d.
ofanritað dæmi sýnir. - GS
frfálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 8.DES.1978.
Eggert G. og Magnús
Kjartansson sækja?
Keppt um for-
stjórastöðu í
Trygginga-
stofnun
DB hefur frétt að Eggert G. Þorsteins-
son fyrrverandi ráðherra sæki nú hart
bak við tjöldin að fá forstjórastöðu
Tryggingastofnunar ríkisins en skoðanir
flokksbræðra hans, sem um málið fjalla
eru ekki samhljóða um ágæti Eggerts i
þessa stöðu. Þá hefur biaðið frétt, að
Magnús Kjartansson fyrrverandi
ráðherra sækist eftir stöðunni.
Umsóknarfrestur rennur út 20.
desember. Ýmsir aðrir hæfileikamenn
eru taldir munu sækja áður en
fresturinn rennur út.
Heilbrigðisráðherra er Magnús H.
Magnússon, Alþýðuflokki. Sú stefna
ríkti hjá Alþýðuflokknum fyrr á árum
og var yfirlýst að staða þessi „bæri” ein-
hverjum flokksforingja hans fremur en
framkvæmdamanni, en um þetta sýnist
nú sitt hverjum í hinni nýju valdasveit í
flokknum, þar sem margir hinir yngri
hafa lagt áherzlu á breytta stefnu í slík-
um efnum.
HP.
„Ég er nú hálfgerö Grýla,” sagði Helga Bernhöft ballettdansmær en híin fékkst þó til þess aö leika jólasvein/grýlu
dagsins og t . á sér í viðeigandi gervi.
Hvort hin raunverulega Grýla kann að leika þessar listir eftir er látið ósagt, en alla vega stendur það hvergi í þjóðleg-
um fróðleik um þá annars ágætu konu.
„í jólagjöf? Eitt kíló af vínberjum,” sagði Helga.
Skólavörðustígur 14:
Kaupunum rift —
kæran afturkölluð
— af f úsum og f rjálsum vilja, segir f yfirlýsingu lögmanna málsaðilja
Samningum um kaup og sölu hús-
eignarinnar Skólavörðustígur 14
hefur verið rift, að því er segir i yfir-
lýsingu lögmanna seljanda og kaup-
enda. Hefur kæra seljanda á
kaupendur til Rannsóknarlögreglu
rikisins einnig verið afturkölluð af
frjálsum og fúsum vilja beggja aðila,
segir þareinnig.
1 yfirlýsingunni er gerð grein fyrir
skilmálum kaupsamningsins, sem áður
hafa verið raktir i DB, og sagt að með
tilliti til þeirra megi segja, að verðið
hafiekki.verið of lágt.
„Eftir að samningar höfðu verið
undirskrifaðir varð seljanda ljóst, að
skattalegar ástæður, sem hann hafði
ekki hugleitt áður, svo og aðrar á-
stæður, gerðu það að verkum að
samningar þessir gætu orðið honum
mjög óhagstæðir,” segir i yfir-
lýsingunni.’
„Af þessum ástæðum fór hann þess
á leit við kaupendur, að kaupin yrðu
látin ganga til baka.
Kaupendur skilja ástæður seljanda
og hafa samþykkt riftun. Jafnframt
hafa aðilar komið sér saman um að
leigusamningur, sem þeir gerðu með
sér á sl. sumri, yrði endurnýjaður með
nokkrum breytingum.”
Yfirlýsinguna undirrita lög-
mennirnir Guðjón Steingrímsson hrl.
og Bergur Guðnason, hdl.
ÓV.
Jólasveinninn í umferðinni
Nú er komið að fimmta hluta I verðlaunaleiknum okkar. Jólasveinninn
hefur rekizt íx umferðarmerki sem greinilega er ekki í samrœmi við
aðstœður. Efþið finnið rétta merkið getið þið verið með I keppninnl Klippið
út seðilinn og geymið með þeim 4 sem þegar eru komnir.
Bensínhækkun
bíður um sinn
Væntanleg bensinhækkun var
ekki tekin til meðferðar á fundi
ríkisstjórnarinnar í gær og kemur
því ekki strax til framkvæmda.
Menn geta því enn um stund ekið
á „ódýra” bensíninu og greitt 167
kr. fyrir lítrann.
-JH.
fy Kaupið^
. J TÖLVUR
I3C QGTÖLVI
BANKASTRÆTI8