Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
11
SVIKAMÁL ENN KOMIN
UPP VEGNA VIRÐIS-
AUKASKATTSINS
—milljóna svik komu fljós við handahófskönnun skattyfirvalda
Erlendar
fréttir
REUTER
Osló:
Begin mætturtil
aðtakavið
nóbelnum
Sadat kemurekki
Menachem Begin forsætisráðherra
ísrael kemur í dag til Osló til að taka á
móti friðarverðlaunum Nóbels, sem
honum var úthlutað ásamt Anwar
Sadat forseta Egyptalands. Sá síðar-
nefndi hefur tilkynnt að hann muni ekki
mæta við athöfnina i Noregi. Telur
hann það ekki hæfa fyrr en friður sé
tryggður fyrir botni Miðjarðarhafs.
Skattyfirvöld i Danmörku hafa að
undanförnu gert kannanir á því hvort
mikið sé um að virðisaukaskattur —
moms — sé ekki greiddur. Samkvæmt
rannsókn, sem gerð var í nokkrum
fyrirtækjum dönskum kom í Ijós að
töluvert var um slikt. Algengast virðist
að undandráttur virðisaukaskattsins
fari þannig fram, að ýmsar vörur séu
taldar keyptar til notkunar í fyrirtæki,
sem annaðhvort þarf ekki að greiða
skattinn eða getur fengið hann endur-
greiddan. í raun munu siðan þessar
vörur vera notaðar af einstaklingum I
einkaþágu. Er hér hvort tveggja um að
ræða eigendur viðkomandi fyrirtækja
og starfsmenn þeirra.
Rannsóknin er á byrjunarstigi þar
sem aðeins voru gerðar kannanir i
nokkrum fyrirtækjum í ýmsum at-
vinnugreinum. Kemur hún i kjölfar
mikilla svika á framtali virðisauka-
skatts ýmissa útgerðarfyrirtækja i bæj-
unum Hirtshals, Fredrikshavn og Es-
bjerg. Þar er komið i Ijós að keyptar
höfðu verið í nafni ýmissa skipa — en
til einkanota — vörur eins og sjón-
vörp, áfengi og matvörur. Þar sem
rekstrarvörur til skipanna eru ekki
virðisaukaskattskyldar, hafði verið
hægt að komast hjá greiðslu skattsins.
Að sögn skattyfirvalda i Danmörku
þá mun auk áðurgreindrar aðferðar
við skattsvikin vera notaðar aðrar
aðferðir. Er þá talað um beinlínis
falska vörureikninga, vöruskipti án
þess að þau viðskipti komi fram í bók-
haldi fyrirtækjanna. Einnig munu þess
vera nokkur dæmi, að óraunveruleg
nöfn séu notuð.
Austurríki:
Lengstu
jarð-
göng
í heimi
Á myndinni sést þegar Bruno
Kreisky kanslari Austurrikis er að
flytja vigsluræðuna vegna opnunar
nýrra jarðgangna, sem liggja I
gegnum fjall eitt. Ástæða var fyrir
Austurrikismenn að fagna þessu
þvi þarna munu vera lengstu jarð-
göng í heimi, i það minnsta sem
ætluð eru almennri umferð. Lengd-
in er fjórtán kilómetrar. Gert er
ráð fyrir að þar geti farið um
fjögur þúsund bifrciðir á hverjum
degi. Göngin leysa af hólmi þjóð-
veg um fjalllendi. Þar lokaðist að
meðaltali fyrir alla untferð þrjátiu
daga á ári.
New York:
100 milljóna
virði af
marijuana
horf ið f rá
lögreglunni
Tuttugu og fimm pakkar af
marijuana eru horfnir úr sérstökum
öryggisgeymslum bandarísku lög-
reglunnar í New York. Er heildarvirði
efnisins miðað við markaðsverð á
götum í borginni talið nema um
350.000 dollurum eða jafnvirði
rúmlega eitt hundrað milljóna
íslenzkra króna.
Ráðamönnum lögreglu og dóms-
mála þar vestra þykir þetta að sjálf-
sögðu hið versta mál. Einkum þar sem
þetta átti að verða eitt helzta
sönnunargagnið í ákærumáli gegn
smyglurum, sem gripnir voru með
efnið þegar þeir voru að smygla því til
Bandaríkjanna frá Colombíu.