Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 36
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
BONEY M SYNGUR JOLALAG ARSINS
Eagles eru á sömu buxunum
Hið árlega jólalag enska vinsælda-
listans er komið í Ijós. Boney M fer
rakleiðis í annað sætið úr 22ru með
lagið Mary’s Boy Child. Sennilega er
þetta fallegasta lagið sem Boney M
hefur sungið inn á hljómplötu til
þessa.
Annað jólalag er komið út í Eng-
V
BONEY M — Eitt bezta lag hljómsveitarinnar til þessa er tvimælalaust
Mary’s Boy Child.
Vinsælustu litlu plöturnar
ENGLAND — Melody Maker
1.11) DA' YA' THINK l'M SEXY.......... Rod Stewart
2. (22) MARY'S BOY CHILD................Boney M
3. (-) A TASTE OF AGGRO.............Baron Knights
4. (12) TOO MUCH HEAVEN.................Bee Gees
5. ( 2) RAT TRAP...................Boomtown Rats
6. ( 8) HANGING ON THE TELEPHONE.........Blondie
7. (18) I LOST MY HEARTTO A STARSHIP TROOPER...
............................Sarah Brightman
8. (20)YMCA....... .................VillagePeople
9. (13) LE FREAK...........................Chic
10. ( 5) PRETTY LITTLE ANGEL EYES.Showaddywaddy
BANDARÍKIN - Cash Box
1. (1) YOU DONT BRING ME FLOWERS...Barbra og Neil
2. ( 3 ) I JUST WANNA STOP..........Gino Vannelli
3. (17) LE FREAK..........................Chic
4. ( 5 ) SHARING THE NIGHT TOGETHER....Dr. Hook
5. ( 4) MAC ARTHUR PARK...........Donna Summer
6. ( 7 ) I LOVE THE NIGHTLIFE (DISCO ROUND)..
..............................Alicia Bridges
7. (11ITOO MUCH HEAVEN.................BeeGees
8. (10) (OUR LOVE) DONT THROWIT AWAY..Andy Gibb
9. ( 9) TIME PASSAGES.................Al Stewart
10. (13) MY LIFE......................BillyJoel
VESTUR-ÞÝZKALAND
1. (1) MEXICAN GIRL. .................Smokie
2. ( 2) SUBSTITUTE....................Clout
3. ( 4) SUMMER NIGHTS . Olivia Newton John og John Travolta
4. ( 5) SUMMER NIGHT CITY..............ABBA
5. ( 3 ) YOU'RE THE ONE THATIWANT.John Travolta og
Olivia Newton-John
6. (10) SHEILA....................Rosetta Stone
7. ( 6) KISS YOU ALL OVER...............Exile
8. ( 8 ) RASPUTIN....................Boney M
9. (13) GIMME GIMME YOUR LOVE..........Teens
10. (12) AGAIN AND AGAIN............Status Quo
HOLLAND
1. (2) TROJAN HORSE ...................Luv
2. ( 3 ) GET OFF........................Foxy
3. ( 1 ) DREADLOCK HOLIDAY..............10cc
4. ( 5) PARADISE BY THE DASHBOARD LIGHT.Meat Loaf
5. ( 4) GUUST FLATER AND DE MARSUPILAMI Danny Christian
6. (30) SANDY....................John Travolta
7. (10) DEAR JOHN....................Teach In
8. ( 9) KISS YOUALL OVER. ..............Exile
9. ( 6) BICYCLE RACE .................Queen
10. ( 8) MAC ARTHUR PARK.........Donna Summer
HONG KONG
1. (3) RAININ' IN MY HEART. ..........Leo Sayer
2. (1) DREADLOCK HOLIDAY..................lOcc
3. ( 4 ) YOU NEEDED ME..............Anne Murray
4. (10) MAC ARTHUR PARK...........Donna Summer
5. (14) LIKE SUNDAYIN SALEM.........Gene Cotton
6. ( 2) SHE'S ALWAYS A WOMAN...........Billy Joel
7. (-) CHAMPAGNE JAM........Atlanta Rhythm Section
8. (-) PART-TIME LOVE.................Elton John
9. (-) (OUR LOVE) DONT THROWIT AWAY...Andy Gibb
10. ( 7) SO LONG UNTIL THE END.......Patricia Chan
landi og Bandaríkjunum sem gæti
auðveldlega komizt á topp tíu hvar
sem er. Þar er á ferðinni gamalkunn-
ug hljómsveit, Eagles að nafni. Jóla-
lagið er á fyrri hlið plötunnar.
Hinum megin er siðan áramótalag,
sem Eagles nefna Funky New Year.
Óvenju mörg ný lög eru nú á topp
tíu í Englandi. Alls eru þau sex tals-
ins. Slíkt hefur ekki komið fyrir frá
því að Dagblaðið hóf að birta vin-
sældalistana fyrir rúmum þremur
árum. Af þessum nýju lögum er rétt
að vekja athygli á Y M C A, sem er í
áttunda sæti. Það er lag með diskó-
takti en óvenjugott af sliku lagi að
vera. Flytjendurnir, Village People,
hafa á síðustu mánuðum unnið sér
nafn í Bandaríkjunum sem eindæma
hressileg hljómsveit. Allir liðsmenn
hennar utan einn eru hýrir, eins og
hommarnir kjósa að kalla það. Það
virðist þó lítil áhrif hafa á vinsældir
hljómsveitarinnar, sem á sér aðdá-
endur hvarvetna um Bandarikin.
Hinum megin við hafið eru
Barbra Streisand og Neil Diamond
enn í efsta sæti. Bee Gees eru
komnir í sjöunda sætið með lagið
Too Much Hcaven. Ef að líkum
lætur eiga Gibba-Gibb bræður eftir
að hækka sig.
Þá er vert að benda á að i tiunda
sætið í Bandaríkjunum er kominn
Billy Joel. Lagið hans, My Life, er
tekið af nýjustu stóru plötunni sem
nefnist 52nd Street. Þetta lag nýtur
mikilla vinsælda hér á landi, bæði i
útvarpi og á diskótekum.
I Vestur-Þýzkalandi trónar
Smokie enn á toppnum með Mexi-
can Girl. Það eru engar ýkjur þegar
sagt er að Smokie séu konungar
þýzka listans. Hollenzkt kvennatríó,
sem kallar sig Luv, leysti I0 cc af
hólmi á toppi hollenzka vinsældalist-
ans. Þær flytja að þessu sinni lagið
Trojan Horse. í Hong Kong er Leo
litli Sayer númer eitt. Hann flytur
þar lagið Rainin’ In My Heart.
- ÁT
ÁSGEIR
TÓMASSON
SIDASTA
SKEMMTUN
ÞURSA-
FLOKKSINSÁ
ÞESSUÁRI
Þursaflokkurinn leikur i
síðasta skipti opinberlega á
þessu ári á sunnudaginn
kemur. Þá treður flokkur-
inn upp á þriðju hæð
Klúbbsins i einar tvær
klukkustundir. Á laugar-
dagskvöldið verður síðasta
sýning Islenzka dans-
flokksins og Þursaflokksins
í Þjóðleikhúsinu.
Það er næsta fátítt að
Þursaflokkurinn skemmti
opinberlega í Reykjavík.
Síðast lék hann fyrir al-
menning á Miklatúni
síðastliðið sumar. Flokk-
urinn hefur á undanföm-
um vikum gert víðreist um
landið og leikið í skólum.
Fram til. áramóta verða
stanzlausar æfingar hjá
liðsmönnum flokksins, þar
eð fyrirhuguð er Norður-
landaferð um miðjan jan.
Áður en af henni verð-
ur kemur Þursaflokkurinn
þó fram nokkrum sinnum
til viðbótar, svona rétt til
að hita sig upp.
-ÁT-
ft'
/ /1
! «sa*L./- I \ ’ \
GIBBA GIBB — Hér eru allir Gibb bræðurnir sarnan komnir. Þeir eldri eru i
fjórða sæti i Englandi og sjöunda sæti i Bandarikjunum með lagið Too Much
Heaven. Andy (annar frá hægri) er sömuleiðis á vinsældalistanum vestan hafs,
— í áttunda sæti.
DR.HOOKI
LUKKUPOTTINUM
í þriðja skiptið gefur Dagblaðið
lesendum sinum, í samvinnu við
hljómplötudeild Fálkans, kost á að
detta í lukkupottinn. Að þessu sinni
eru þar staddar tuttugu plötur eins
og endranær — tiu stórar og tiu
litlar. Allar eru þær með sömu
hljómsveitinni, þeirri umdeildu Dr.
Hook.
Stóru plöturnar eru allar sömu
gerðar og nefnast Pleasure And
Pain. Litlu plöturnar eru með einu af
aðallögum þeirrar stóru. Lagið nefn-
ist Sharing The Night Together. Það
er fyrsta lagið af Pleasure And Pain,
sem nær vinsældum á tveggja laga
plötu, en þau eiga áreiðanlega eftir
að verða fleiri. Fylgizt til dæmis með
lagi, sem heitir When You’re In
Love With A Beautiful Woman. Það
á áreiðanlega eftir að heyrast á
næsta ári.
En eins og vanalega eignast eng-
inn plötu úr lukkupottinum vinsæla
án smáfyrirhafnar. Til að eiga
möguleika á að bæta nýjustu Dr.
Hookplötunni í safnið þurfa les-
endur að svara 10 spurningum.
Flestar eru þær laufléttar, en ein eða
tvær eru dálítið varasamar. Þær
hljóða svo:
1. Hvað heitir maðurinn, sem upp-
götvaði Dr. Hook á sinum tima?
2. Hann réð hljómsveitina til að sjá
um tónlistina i kvikmynd, sem
nefnist Who Is Harry Kcllcrman
And Why Is He Saying These
Terrible Things About Me?
Hver lék aðalhlutverkið í þeirri
mynd?
3. Hvað heitir fyrsta lagið, sem Dr.
Hook gerði frægt.
4. Dr. Hook á lag, sem nú er hátt á
vinsældalistum i Bandarikjunum.
Hvað heitir það lag?
5. Eitt sinn var nafn Dr. Hook mun
lengra en það er i dag. Hvað hét
hljómsveitin þá fullu nafni?
6. Hverjir eru tveir aðaimenn Dr.
Hook?
7. Lag nokkúrt kom andlitum liðs-
manna Dr. Hook á forsiðu Roll-
ing Stone. Hvað nefnist það?
8. Fyrsta plata Dr. Hook hjá fyrir-
tækinu Capitol er áreiðanlega
þekktasta plata hljómsveitarinn-
ar? Hvað heitir sú plata?
9 Hvert er nafn nýjustu breiðskifu
Dr. Hook?
10. Hvað heitir sá liðsmaður Dr.
Hook, sem hefur lepp fyrir
vinstra auganu?
Er lesendur hafa svarað þessum
tiu spurningum eftir beztu getu slá1
þeir um það umslagi og merkja það
eftirfarandi heimilisfangi:
Dagblaðið
„Dettiö í lukkupottinn”
Síðumúla 12
105 Reykjavík.
Dagblaðiö vill benda þátttakend-
um á að vissast er að senda lausnirn-
ar sem fyrst. Skilafresturinn er
fjórtán dagar, en þrátt fyrir það
berast alltaf nokkrar lausnir of seint.
Að lokum eitt í viðbót: Auk lausn-
anna er nauðsynlegt að þátttakendur
láti nafn sitt og heimilisfang fylgja
með. Alltaf eru nokkrir sem gleyma
þvi. 1 lukkupottsgetrauninni getur
enginn unnið, sem við vitum ekki
hvað heitir, frekar en i öðrum get-
raunum. . ÁT
DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.