Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
Fræðingarnir fá á baukinn
13
Það virðist í tísku á þessum siðustu
og verstu tímum að hallmæla fræðing-
um af ýmsu tagi. Ráðherrar hundsa
fiskifræðinga, voldugur þingmaður út-
húðar sálfræðingum, aðrir ráðamenn
tortryggja félagsfræðinga og stöðugt
er kveinað í fjölmiðlum undan bók-
menntafræðingum og öðrum þeim
sem stunda fræðimennsku i listum. Ég
er að velta þvi fyrir mér hvaðan þessi
tortryggni er komin. Að vísu eru
fræðimenn upp og ofan eins og aðrir
menn. En allar þær mótbárur sem ég
hef heyrt „að utan” hafa beinst gegn
fræðigreininni, ekki starfi einstakra
manna og hafa þær jafnan verið al-
gjörlega órökstuddar og mundu flokk-
ast undir það sem Kanar nefna „gut
• reaction”. Það sem verra er, mér sýnist
sem alið sé á óvild í garð fræðimanna á
menningarsviði af ásettu ráði og þá af
fólki sem stjórnast af vanmetakennd
eða pólitiskum hagsmunum.
Litin hornauga
Það er illa ástatt fyrir þjóðfélagi þar
sem fræðimennska og störf innan
menningarmála eru litin hornauga —
eins og Ragnar H. Ragnar, sá eldhugi
og hugsjónamaður, sagði öðrum
orðum fyrir nokkrum árum.
þjóðfélaginu. Allar rannsóknir á þvi
sviði eru innlegg í menningarsöguna.
Nú vill svo til að sjálfur er ég m.a.
menntaður I grein sem nefnd hefur
verið „listfræði” — slæmt orð að vísu.
Þetta mætti nefna „myndlistarfræði",
til aðgreiningar frá öðrum greinum —
en það er augljóst að enginn getur
helgað sig rannsóknum á öllum list-
greinum, þótt hann verði að visu að
taka tillit til margra þeirra.
Úr almennu
yfirliti í
sérverkefni
> Nám í þeirri grein sem ég á við er að
visu margþætt og mismunandi eftir
löndum, en í stórum dráttum má lýsa
þvi á eftirfarandi hátt. Nemandinn les
almenna sögu myndlista, t.d. i Evrópu
og þ.á m. málaralistar, höggmyndalist-
ar og byggingalistar. Síðan er yfirleitt
haldið áfram með sérverkefni sem geta
þá gengið út á rannsóknir á ferli litt
þekktra listamanna eða þá að þau
varða viðhorf eða myndlistarleg
vandamál á einhverju ákveðnu tíma-
bili. Ef fjallað er um einstaka lista-
menn, þá er ferill þeirra skoðaður ofan
irmá\a eru
tvrir pjöðfélagi t»ar .se™
^ ern^anmenn^
Eö\mennsWa g ____
inhornauga^ —'
Nú er öll list, tónlist, myndlist, leik-
list, dans o.fl. snar þáttur af lifi ótal
margra og umræða um þessi mál er
ávallt ofarlega á baugi á hverjum
tima. Það hlýtur að vera ómaksins
vert að kanna hvers vegna fólk stund-
ar listir, hvaða viðhorf ráða listsköpun
þess, með hvaða hugarfari fólk nýtur
listar og hvaða hlutverki listir gegna i
i kjölinn, allt frá æskuverkum til elli-
glapa. Rannsakað er nám listamanns-
ins, hverjir kenndu honum, tiðarandi
á tímabilinu og þjóðfélagsástand, sam-
skipti hans við aðra listamenn o.fl.
Verk hans eru skoðuð og skilgreind,
þróun þeirra athuguð — án þess þó að
forsóma hin fagurfræðilegu gildi. Vilji
menn fara út í þá sálma, er leiðin greið
Aðalsteinn Ingólfsson
yfir I heimspeki, sálarfræði og hreina
fagurfræði (esþetik), auk þess sem
hægt er að fara alls konar krókaleiðir
að takmarkinu ef menn æskja þess, þ.
á m. gegnum bókmenntir, táknafræði,
trúarbrögð og ótal margt fleira.
Líf og list
mætast
Alls staðar þar sem líf og list mætast
þar á fræðimaðurinn að geta athafnað
sig og rannsóknir hans eru ekki ein-
ungis i þágu lista, heldur mannsand-
ans sjálfs. Þetta er að sjálfsögðu fátæk-
leg lýsing á faginu, en betri en engin.
Menn geta svo notað nám sitt á ýmsa
vegu. Sumir stunda hreina fræði-
mennsku og reyna að varpa Ijósi á
ýmis vandamál I myndlistarsögunni,
t.d. timasetningar listaverka, áhrif
annarra listaverka, o.s.frv. Aðrir nota
þjálfun sína i myndskoðun og mat á
heimildum til þess að fjalla um sam-
tíma listir i myndlistargagnrýni. í
þriðja lagi geta menn farið út í safn-
vinnu sem að vísu krefst einhvers af
þvi sem nefnt er hér að ofan, en felst
að miklu leyti i skipulagningu við-
burða eins og sýninga og er hægt að
sækja sérstök námskeið i slíku. Þegar
sýningar eru skipulagðar þarf sá sem
ábyrgur er fyrir þeim að vita hvað
hann ætlar að sýna, hvers vegna, hvar
verk eru niðurkomin, hvernig þau
njóta sín best og hlýtur hann að njóta
góðs af sinni listsögumenntun við
undirbúningallan.
Lítt skiljanlegt
afturhald
Nú er að sjálfsögðu hægt að læra
sllk vinnubrögð eins og svo margt ann-
að af reynslunni og menn geta komist
talsvert langt I listasögu upp á eigin
spýtur. En það hlýtur að liggja í
augum uppi að við eigum að leggja
áherslu á gagnmenntun og þjálfun
fremur en sjálfmenntun. Að láta að
þvi liggja að tilviljunarkennd sjálf-
menntun i fagi sé að einhverju leyti
„æskilegri” en rækilegt nám I æðri
menntastofnun er furðulegt og lítt
skiljanlegt afturhald nú á dögum.
Tilefni þessa pistils er grein eftir koll-
ega minn Braga Ásgeirsson i Morgun-
blaðinu þann 23. nóv. sl. þar sem ein-
mitt er tæpt á slíkum skoðunum varð-
andi listfræði, en sifur af þessu tagi
hefur áður skotið upp kollinum í
mörgum greinum hans síðastliðin ár.
Og aldrei hefur þar neina marktæka
röksemdafærslu verið að finrta. Ég
verð að segja eins og er að méUer
óljúft að standa í þrasi við hann einu
sinni enn, en þar sem hann hefur for-
boöið mér að senda sér bréf og’ ég fæ
ekki orða bundist verð ég að láta í Ijós
skoðanir minar á þessum vettvangi.
Notið augun
Er þetta viðhorf Braga þvert.ofáp í
aðrar yfirlýstar skoðanir hans um
„prófessíonalisma" í listum. ■ Helst
dettur manni í hug að þessi skey.ti hans
til listfræðinga stafi af þvi að Konijm
finnist þeir ekki gefa hans eigin
verkum nægan gaum en þær tilfinn-
mgar brjótast fram í seinni hluta áður-
,iefnd.'>r greinar hans, sem svarað
hefur verið af Ólafi Kvaran.
Nú, nú — Bragi hefur nú dottið
niður á greinarkorn eftir W.J. Sand-
berg sem áður var forstjóri Stedelijk
safnsins I Amsterdam, þar sem hann
varar fólk við að taka of mikið mark á
því sem listsagnfræðingar ségja. Notið
augun frekar, segir Sandberg. Bragi
gerir einmitt mikið úr þvi að Sandberg
hafi .verið „án nokkurs embættisprófs
(og) listfræðititils” en gerðist þó braut-
ryðjandi í lifandi innréttingu nýlistar-
sáfna”. Einnig er Braga mikil ánægja
að benda á það að Sandberg hafi mælt
með því að menn læsu frekar skrif
myndlistarmanna en listfræðinga. Það
mun þó ekki vera von á ritgerðasafni
eftir Braga Ásgeirsson? Með þessu öllu
ætlar hann að lúskra á „listsagnfræð-
ingunum”.
Ung grein
En Sandberg er svo stórkostleg und-
antekning frá reglunni að ég sé ekki
hvernig hægt er að nota hann til að
sanna hana — auk þess sem hæfileikar
hans lágu í skipulagningu fremur en
fræðimennsku. Af hverju nefnir Bragi
Ásgeirsson ekki þá listfræðinga I söfn-
um víða um Evrópu sem verið hafa
hvort tveggja i senn, frábærir skipu-
leggjendur listviðburða og góðir fræði-
menn? Mér finnst það lika vafasamur
greiði við Sandberg að nefna hann
próflausan og allt að því menntunar-
snauðan, þegar hann hafði að baki
ágætt nám I bókmenntum og heim
speki. Listfræði er ung grein hér i.
landi og á kannskienn eftir að sanna
ágæti sitt. En næg'.eru verkefnin. Það
er fjandi hart aö þegar byrjunarerfið-
leikar hafa ékki verið yfirstignir enn.
þá skuli sumir listamenn standa í þvl
að rægja þessa menntun og fræði í
tíma og ótima, vegná þe’ss að þeim er I
nöp við einstaklfngá innan greinarinn-
ar. A.I.
Óvenju lærdómsríkt
ár í stjórnmálum
Það eru gömul sannindi, að menn
læri aldrei af sögunni og allra sizt i
stjórnmálum. Auðvitað er þetta of
mikil alhæfing, en víst er þó að of
margir stjómmálamenn treysta á það,
að almenningur sé fljótur að gleyma
og að þess vegna sé i lagi að ofbjóða
fólki, ef nógu langt er til kosninga. Á
þessu ári hafa þó gerzt pólitískir at-
burðir, sem liklegir eru til að festast i
minni fólks og það þótt langt verði I
kosningar.
Fólk á lslandi mun vafalaust muna
það að sjaldan hafa jafnstór orð og
jafnmikil loforð verið svikin svo ræki-
lega á svo skömmum tima eins og á
þessu ári. Og ekki nóg með það. Allt
bendir til þess að stóru loforðin um
samningana I gildi og að ekkert væri
því til fyrirstöðu að fullar verðbætur
greiddust á laun — allt bendir til þess
að þau stóru orð hafi verið sögð gegn
betri vitund i kosningabaráttunni I
vor, bæði fyrir sveitarstjórnar- og al-
þingiskosningarnar. Með öðrum
orðum: Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur blekktu visvitandi kjósendur,
þegar þessir flokkar töluðu til þeirra i
vor. Þetta er nú smám saman að renna
upp fyrir fólkinu I landinu.
Sú löggjöf sem nú hefur verið sett
um timabundnar ráðstafanir til við-
náms gegn verðbólgu tekur af öll tvi-
mæli um þetta. Sú löggjöf er i eðli sínu
sams konar og þau lög, sem sett voru i
febrúar og urðu tilefni þess mikla
áróðursstriðs, sem færði vinstri flokk-
unum sigur i kosningunum. Allir
þessir atburðir hafa gerzt á svo
skömmum tíma, að kjósendur hafa
sjaldan i islenzkri stjórnmálasögu
Kjallarinn
Birgir Isleifur
Gunnarsson
fengið jafnglögga mynd af þvi,
hvernig óprúttnir stjórnmálamenn
haga seglum eftir vindi.
Nokkur atriði eru sérstaklega um-
hugsunarverð.
Áróðursblekkingin
Eftir að febrúarlögin höfðu verið
sett var hleypt af stað þaulhugsuðu
áróðursstríði, þar sem allt kapp var
lagt á að einfalda tiltölulega flókin
atriði efnahagsmála. Búin voru til ein-
föld slagorð eins og „samningana I
gildi”, „kosningar eru kjarabarátta”
og orð eins og „ kauprán” var óspart
notað í þessari baráttu. Á þessum ein-
földu slagorðum var hamrað dag eftir
dag, allt eftir þeim gömlu áróðursupp-
skriftum, sem Göbbels sálugi beitti í
Þýzkalandi. Þessi þaulhugsuðu
áróðursbrögð hrifu að því marki, að
þau náðu að blekkja allt of marga og
stjórnarflokkarnir töpuðu í kosningun-
um og m.a. missti Sjálfstæðisflokkur-
inn meirihluta sinn í borgarstjórn.
Ég nota orðið „blekkja”, því að nú
er komið í ljós, að slagorðin voru tóm
blekking. Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur vissu, að ekki var hægt að
setja samningana í gildi. „Kaupránið”
var nauðsynlegur liður í efnahagsað-
gerðunum og nú beita þessir flokkar
nákvæmlega sömu aðferðum í barátt-
unni gegn verðbólgunni. Hitt er svo
annað mál, að ýmsar hliðaraðgerðir
nú eyðileggja fyrr en varir áhrifin og
ríkisstjórnin stendur þvi fljótt að nýju
gagnvart enn meiri vanda.
Alþýðubandalagið
og launþegahreyf ingin
Sérstaka athygli vekur í þessu um-
róti ársins, hversu miskunnarlaust al-
þýðubandalagsmenn misnota þau
launþegasamtök, sem þeir hafa ítök i.
Það kemur glöggt fram i verkum
þeirra, en þeir eru heldur ekkert feimn-
ir við að segja það, þegar svo ber
undir. Þannig segir Svavar Gestsson,
viðskiptaráðherra, í Þjóðviljanum 12.
nóvember sl.: „Með þvi að stilla sam-
an verkalýðshreyfinguna, flokkinn og
blaðið tókst að ná glæsilegum árangri i
bæjarstjórnar- og þingkosningunum
sl. vor.” í hverju var þessi samstilling
fólgin? Að þvi er verkalýðshreyfing-
una snertir var hún fólgin i þvi að efna
til útflutningsbanns og skæruverkfalla
sem sérstökum þætti I kosningabarátt-
unni. Og enn heldur misnotkunin •
áfram og birtist nú i pöntuðum sam-
þykktum, þar sem lýst er samstöðu
með núverandi ríkisstjórn og að-
gerðum hennar.
Harmsaga
Alþýðuflokksins
Alþýðuflokkurinn elti Alþýðu-
bandalagið i áróðursstriðinu, en tefldi
auk þess fram óvenju mörgum nýjum
frambjóðendum, sem töldu fólki trú
um að þeir hefðu eitthvað nýtt fram
að færa I íslenzkum stjórnmálum. Þeir
létu líta svo út, sem þeim fylgdi fersk-
ur blær, sem islenzk stjórnmál væru I
þörf fyrir. Og vist er að þeir höfðu
hátt, voru miklir I munninum og töldu
sig hafa ráð undir rifi hverju. Með
þessu blekktu þeir marga kjósendur til
fylgis við sig og því sárari eru von-
brigðin nú þessa dagana. Islenzkar
bókmenntir geyma margar sögur um
menn, sem slógu um sig með mál-
skrúði og töldu sig hafa ráð víð
hverjum vanda. 1 fyrstu tókst þeim oft
að slá ryki I augu fólks, en þegar á
hólminn kom reyndist málskrafið
orðin tóm. Slíkir orðabelgir hafa ekki
átt upp á pallborðið hjá Islendingum
til lengdar og vegur þeirra hefur þótt
heldur lítill. Orðhákamir í Alþýöu-
flokknum eru nú óðum að skiþast.!
þennan hóp í hugum landsmanna.
Enn ein lexian um að ekki er allt sem
iýnist.
Hörðátök
framundan
í þessari grein hefur verið vakin at-
hygli á nokkrum atriðum, sem eru um-
hugsunarverð I þeirri pólitisku bar-
áttu, sem háð hefur verið á þessu ári
og heldur áfram. Margt bendir til þess,
að framundan séu óvenjulega hörð
pólitísk átök. Vegið er að atvinnulifi
og einkaframtaki af meira miskunnar-
leysi nú en oftast áður. i þeirri baráttu
hljóta augu manna í æ ríkari mæli að
opnast fyrir þvi, að Sjálfstæðisflokkur-
inn er það trausta afl I Islenzkum
stjórnmálum, sem allir frjálshyggju-
menn þurfa að fylkja sér um. Sjálf-
stæðisflokkurinn einn hefur sagt fólki
sannleikann allan timann. Stundum
hefur sá sannleikur verið óþægilegur,
en hann hefur þurft að segja engu að
síður. Aðrir flokkar hafa reynzt eins
og rótlaust þang i straumiðu stjórn-
málanna og siðustu atburðir benda
ekki til að núverandi stjórnarflokkar
séu það afl, sem geti leyst aðsteðjandi
vandamál — þvert á móti, þeir auka
enn á vandann.
Birgir ísleifur Gunnarsson.