Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 18
IOLL
HERBERGI
HEIMIUSINS
HUSGOGN
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
Alvara undir
niðrí
Bók
menntir
Böðvar Guðmundsson er allþekktur
orðinn sem pólitískur söngtextahöf-
undur og leikritaskáld. Verk hans hafa
verið haglega smíðuð en einfölduð í
þágu stjórnmálabaráttu. Þar hefur
skipst á hvitt og svart, formúlur haft
yfirhöndina. Pólitikin hefur orðið
skáldskapnum að fótakefli. Svo er ekki
lengur. I smásagnasafninu „Sögur úr
seinni stríðum” bregður svo við að
þjóðfélagsviðhorf höfundar eru sam-
runnin efnisþræðinum, styrkja hann
og gefa sögunum inntak. Þctta eru
fyrst og fremst skemmtilegar, lipurlega
skrifaðar sögur en kraftmeiri fyrir
þann alvörutón sem undir hljómar.
Heimþrá til
bændasamfélags
Lengsta sagan ber nafnið Varnar-
ræða mannkynslausnara. Mannkyns-
lausnarinn er gamall heittrúaður
læknir sem kemst að því að ekki er allt
með felldu um auðssöfnun ýmissa
manna eftir stríð heldur eigi djöfullinn
sjálfur þar hlut að máli. Böðvar tengir
þarna saman forna þjóðtrú og nútíma
læknisfræði og útkoman er mögnuð
hryllingssaga sem gefur erlendum
hrollvekjumeisturum ekkert eftir.
Árásir á gróðahyggju og peningasjón-
armið hljóma stundum hjáróma þegar
auðheyrt er að undir niðri býr sama
efnishyggjan. Þetta forðast Böðvar í
þessari sögu með þvi að beita fyrir sig
kristnu siðgæðismati. Annars mótast
andúð hans á nútimalifsháttum af
nokkurs konar heimþrá til gamla
bændasamfélagsins, „fyrir daga
neysluþjóðfélagsins.” 1 tveim sagna-
þáttum, bernskuminningum úr Borg-
arfirði svipar sögumanni til Böðvars
sjálfs. Þar er fjallað um tvenns konar
innrásir í friðsælar sveitir Borgarfjarð-
ar, minkinn og erlendan her.
Stríð og friður
Sagan um minkinn er sögð með
nokkrum uppgerðarhátíðleikablæ sem
á misvel við, en er skemmtilegur á
köflum. Sú um herinn er sérstaklega
eftirminnileg. Þar takast á tveir heim-
ar, stríðs og friðar. Svo er það herinn.
GunnarSnorri
Gunnarsson
þessi her sem annars vegar er venju-
legir menn með súkkulaði, brjóstsykur
og bjór en hins vegar hermenn sem
fara eftir lögmálum sem eru islenskum
bændum svo órafjarlæg. En bændurn-
ir láta það ekki raska rósemi sinni,
fyrir þeim er flak þýskrar sprengju-
flugvélar fyrst og fremst gullkista, þar
eru „skrúfnaglar með róm, litlir, stór-
ir, langir, stuttir, dýrleg rör og pipur úr
kopar og áli, sætisólar og fallhlifar-
sprotar. tilvaldir i hnakkgjarðir og ak-
tygjaólar, dollur og krúsir hvers
konar.”
1 einni sögunni bregður Böðvar sér i
liki ungrar stúlku sem missir yngri
systkini sín, eitt af öðru. inn í heim
sem hún skilur ekki og óttast. íbúar
þessa heims heita nöfnum eins og
Guðbein, Ástvari, Vitaldur og Heims-
morð. Táknmál sem þetta er vand-
mcðfarið en Böðvar sleppur frá því
með heiðri og sóma.
Böðvar Guðmundsson er Ijóðskáld
svo það ætti ekki að koma neinum á
óvart að hann er orðheppinn og skrifar
góðan texta. Hitt er merkilegra að
hann skuli vera jafnslyngur smásagna
smiður og raun ber vitni. Vonandi á
hann meira i fórum sinum og dregur
það ekki að koma því á prent.
Gunnar Snorri Gunnarsson.