Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. 7 Ragnheiðarstaðamenn hafa verið með sölu á gulrótum á útimarkaðnum á Lækjartorgi i allt haust. Hér eru þeir ásamt Gesti Ólafssyni arkitekt sem átt hefur hugmyndina að þessum markaði ásamt Kristni Ragnarssyni. DB-mynd Hörður. Ragnheiðarstaðir: Gulrætur teknar upp í desembermánuði — líklega íslandsmet „Ég þori ekki að fullyrða að hér sé um íslandsmet að ræða en í nágrenni okkar minnast menn þess ekki að gulrætur hafi verið teknar upp þegar komið er fram í desember a.m.k. ekki siðan 1923,” sagði Þorkell St. Ellertsson, garðyrkjubóndi á Ragnheiðarstöðum í samtali við Dag- blaðið. Ragnheiðarstaðamenn voru að Ijúka við að taka upp 2 tonn af gulrótum, sem þeir verða með til sölu á útimarkaðnum í dag. Þorkell sagði að þarna kæmi tvennt til, annars vegar ofurlítil útsjónarsemi og hyggindi og hins vegar mikil heppni. Hann sagði að gulrætur þyldu illa frost en þó miklu betur en kartöflur. Ýmislegt mætti gera til að verja þær gegn frosti, t.d. setja þær þétt niður og strá þangi eða heyi yfir. Þetta væri raunverulega bezti geymslustaður sem völ væri á. Þor- kell sagði að þeir hefðu veriö með dálítið tilraunahorn þannig útbúið en það hefði þó ekki nægt til varnar gegn frostinu ef ekki hefði sérstök heppni komið til. Fyrst hefði gert dálítið frost sem ekki hefði skaðað og siðan farið að snjóa. Hefði snjóað svo mikið að þegar mest var þá var um 60 cm jafnfallinn snjór. Síðan hefði gert um 20 stiga frost og slikt frost hefðu gulræturnar aldrei þolað ef ekki hefði komið til þessi mikli snjór sem hlí fði þeim fyrir frostinu. Þegar hlákan kom gátu þeir Ragn- heiðarstaðamenn gengið í að taka upp gulrætur þótt komið væri fram í desemb- er. -GAJ- Geðveiku börnin hafa gleymzt laugardag 9. desember nýja úrsmíðaverzlun að Víkurbraut 20, Grindavík f “ Mikið úrval af nýjum vörum. úr, klukkur og gjafavörur Úra- og | klukkuverzlun 1 Gilberts Ö. Guójónssonar, Austurstræti 3, simi 14100 Vikurbraut 20, Grindavik r u i 10 r* / 6 V- — umsjónarfélag einhverfra barna aflar f jár fyrir starfsemina Það virðist að mestu hafa gleymzt að til eru einhverf (geðveik) börn i þjóðfé- laginu, segir m.a. í fréttatilkynningu frá Umsjónarfélagi einhverfra barna um basar sem félagið hyggst gangast fyrir á laugardag. Basarinn er haldinn til fjáröflunar fyrir stofnsjóð meðferðarheimilis ein- hverfra barna. Félagið var stofnað fyrir rösku ári til að vinna að málefnum ein- hverfra barna. Fyrsta og aðalmarkmiö félagsins er að koma upp meðferðar- heimili sem gæti tekið við börnunum að Iokinni dvöl þeirra á barnageðdeild. Þetta er mjög brýnt verkefni, segir í fréttatilkynningunni, þar sem reynslaji sýnir að hætt er við að árangur sá sem næst á barnageðdeild tapist fljótt niður ef börnin fá ekki áframhaldandi mark- vissa kennslu og þjálfun. Um siðustu helgi lögðu ýmsir hljóm- listarmenn þessu málefni lið með hljóm- leikahaldi. Basarinn á laugardag hefst kl. 14 i safnaðarheimili Laugarneskirkju. •ÓV. Æ VIIMTÝRALAN D BARIMANNA Nú eru komin út á tveim hljómplötum 4 vinsælustu ævintýri Grimmsbrœðra Hans og Gréta, Mjallhvít, Rauðhetta og Öskubuska. Flytjendur eru þau Bessi Bjarnason, Margrét Guðmundsdóttir, Elfa Gísladóttir, Sigurður Sigurjónsson og Gísli Alfreðsson sem einnig leikstýrir. Þetta erjólagjöjin jyrir yngri kynsloðma ÚTGEFANDI m FALKIN N DREIFINGARSÍMI84670. jJlll)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.