Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 21
20 I DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. 1 25 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR m Ég undirrit... heiti hér með á SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR að greiða krón- ur 30.oo fyrir hvern syntan km í 24 klst. maraþon sundi félagsins er haldið verður í desember....... Það ætlar grelnilega að vmða göð þátttaka styrkt- arfélaga I maraþonsundi Ægis og DB, sem hefst 1 Sundhöll Reykjavlkur föstudaginn 15. desember kl. 22.00. Margir hafa þegar skrifaö sig á lista og heitið þvi að greiða krónur 30.00 fyrir hvern kílómetra, sem sundfólk Ægis leggur að baki i maraþonsundinu. 24 taka þátt i sundinu og syndir hver þátttakandi í klukkustund — eins langt og hann kemst. Aðstaða verður i Sundhöllinni fyrir áhorfendur meðan sundið fer fram — og þar verður opið á venjulegum sundtima fyrir þá, sem viija vera í lauginni og fylgjast þaðan með sundfólkinu. Það leggur aðeins undir sig eina braut í lauginni. Að ofan er áheitaseðill. Þeir, sem vilja styrkja sundfólk Ægis, geta skrifað nafn sitt og heimilisfang á seðilinn og sent hann til Dagblaðsins, Sfðumúla 12. íþróttir HALLUR SÍMONARSON Staðan í 1. deild Eftir sigur Hauka á FH i 1. deild Islandsmótsins handknattleik er staðan nú þannig: Valur FH Vikingur Haukar ÍR Fram Fylkir HK Markahæstu leikmenn: Geir Hallsteinsson, FH Hörður Harðarson, Haukum, Gústaf Bjömsson, Fram Páll Björgvinsson, Víking 5 4 1 0 99—84 9 6 4 0 2 120-102 8 5 3 1 1 109—101 7 6 2 0 4 123-126 4 5 2 0 3 84—93 4 5 2 0 3 99—108 4 5 1 1 3 88-93 3 5 1 1 3 87-102 3 Fékk ekki að fara til Nott- ingham Forest Charlie George, innherjinn snjalii hjá Derby County, samþykkti fyrir sitt leyti að taka tilboði Brians Clough hjá Nottingham Forcst um að gerast leikmaður hjá Forest. Söluverð ákveðið 400 þúsund sterlingspund — en þá ákvað stjórn Derby að selja George ekki til Forest. Örstutt bæjarleið er milli Derby og Nottingham og stjórnarmenn Derby ótt- uðust að ef George færi að leika með Forest mundu margir af áhangendum Derby-liðsins hætta að sækja leiki Derby en snúa sér þess í stað til Nottingham. Brian Clough var tilkynnt þessi ákvörðun i gær og jafnframt að ekki þýddi frekar að ræða þetta mál. Þess má geta að Southampt. og West Bromwich Albion hafa einnig verið á höttunum eftir Charlie George — og kann að vera að hann verði seldur til annars hvors félagsins. Þá gengu Chelsea og Aston Villa i gær frá samningi um að Ken Swain, Chelsea, færi til Villa. Söluverð 100 þúsund sterlingspund. Eng- ar likur eru á að Úlfarnir taki risatilboði Brians Coough i Steve Daley. Hinn nýi framkvæmdastjóri Úlfanna, John Barnwcll, bað Daley að vera áfram hjá Úlfunum og leikmaðurinn samþykkti það. „Nú óttumst við Valsmenn mest” —sagði þjálfari Dynamo Bukarest við komuna til íslands í gær—Evrópuleikur Vals og Dynamo í Laugardalshöll á laugardag—Jón H. spáir f imm marka sigri Vals, 17-12 „Ég þekki talsvert til íslenzks hand- knattleiks og veit að þið eigið góða ieik- menn. En það háir fslenzkum handknatt- leik að samskipti eru ekki nóg við aðrar Fyrírliði Dankersen, Gerd Becker, stekkur upp og skorar fyrír Dankersen — en kom illa niður á olnboga í fallinu. Slasaðist illa eins og sagt er frá i grein- Ólafur H. Jónsson Handlsoltapunktar frá V-Þýzkalandi Axel ^ Axelsson Gummersbach stöðvaði sigurgöngu Hofweier! Minden 3. desember 1978. Um helgina bar það helzt til tfðinda að Gummersbach sigraði Hofweier með 15—10. Það var fyrsti ósigur Hofweier í deildinni á þessu leiktimabili. Við það jókst spcnnan mjög og segja má að efstu sex liðin eigi öll möguleika á þvi að verða Þýzkalandsmeistarar. Það var ekki fyrr én eftir fjörutiu mín- útna leik, sem Gummersbach seig framúr og gerði út um leikinn. Breytti stöðunni úr 9—9 í 14—9. Gerd Rosen- dahl tók bezta mann Hofweier, Arno Ehret, úr umferð og heppnaðist það mjög vel. Beztu menn Gummersbach voru Deckarm 4/2 og Fey 3, en aðrir sem skoruðu voru Westebbe 3, Rosen- dahl 2, Pohl 2 og Wunderlich 1. Mörk Hofweier: Ehret 3/2, Emrich 3, Meffle 1, Bechler 1, Scobel 1 og Liebiger 1. Áhorfendur 2.300. 1 leik Grosswallstadt og Kiel leit lengi vel út fyrir að meistararnir myndu tapa sínum fyrsta heimaleik því í hálfleik var staðan 9—6 fyrir Kiel! Leikmenn Gross- wallstadt náðu þó að rífa sig upp úr lá- deyðunni og sigra með 15—13. Hoff- man var snjall I marki — fékk á sig fjögur mörk í síðari hálfleiknum. Mörk Grosswallstadt skoruðu Kltlhspies 4/3, Hormel 4, Meisinger 3, Freisler 3 og Fischer. Mörk Kiel: Krause 4, Knop 4, Gráper 2, Tomko 1/1, Elwardt og Willisch 1. Áhorfendur 1.400. Göppingen vann sinn fimmta sigur í röð og nú gegn Grambke. Lokatölur Meistarar í lyftingum Meistaramót Reykjavfkur I kraft- lyftingum var háð i anddyri Laugardals- hallarinnar í gær. Sigurvegarar I ein- stökum flokkum urðu þessir menn. Flokkur 60 kg. Þorvaldur B. Rögn- valdsson, KR, 320 kg. Flokkur 67,5 kg. Kjartan Már Hjálmarsson, KR. 325 kg. Flokkur 75 kg. Sverrir Hjaltason, KR, 525 kg. Flokkur 82.5 kg. Bragi Helga- son, KR, 390 kg. Flokkur 90 kg. Hörður Magnússon, KR, 610 kg. Flokkur 100 kg. Helgi Jónsson, KR, 610 og flokkur 110 kg. Gústaf Agnarsson KR 660 kg. 24—17. Grambke var ekki erfiður mót- herji fyrir Göppingen eins og sjá má á því að frá fimmtu til 25. mín. I fyrri hálf- lejk skoruðu leikmenn Grambke ekki markl! — Göppingen-liðið hefur náð sér verulega á strik og færzt úr tiunda sæti í það fjórða á þessum sigurkafla. Mörk liðsins skoruðu Bressmer 5, Múller 4, Dúmmel 4, Salzer 4/1, Weiss 3, Bucher I, Gáckle 1, Þorbergur Aðalsteinsson 1 og Gunnar Einarsson 1. — Mörk Grambke: Harjes 5/2, Pries 4/2, Schwenker 3, Björgvin Björgvinsson 2, Schmidtmann 2 og Ellmers 1/1. Áhorf- endur 2.600. Grún-Weiss Dankersen var mjög lélegt gegn næstneðsta liðinu Rheinhausen þrátt fyrir sigur 20—15. Dankersen lék sinn lélegasta leik á keppnistímabilinu og virðist sem allir leikmenn liðsins séu undir sama hattinn settir. Skora ekki i opnum tækifærum! — Eftir 15 mínútna leik var staðan 6—6 og þá varð fyrirliði Dankersen fyrir því óhappi að falla niður á vinstri olnboga með þeim afleið- ingum að kúlan (olgbogakúlan) fór úr liðnum og stóð út eins og sjá má á mynd hér I greininni ef hún prentast vel. Hann verður frá leik að minnsta kosti í mánuð ef liðböndin hafa ekki slitnað, sem enn erekki fullvíst. Þrátt fyrir fimm marka sigur var leik- urinn jafn alveg þar til átta mínútur voru til leiksloka. Þá virtust leikmenn Rheinhausen ekki hafa meiri kraft og Dankersen seig framúr. Á blaðamanna- fundi eftir leikinn sagði þjálfari Danker- sen að hann myndi nú breyta liðinu tals- vert og byggja á yngri leikmönnum. Lið- ið væri ekki það sama og fyrir tveimur árum, þegar það varð Þýzkalandsmeist- ari. Hann bað áhorfendur að sýna þolin- mæði þvi nýtt lið yrði ekki myndað á nokkrum vikum. Lið, sem æfði fjórum sinnum í viku og byði upp á slíkan leik, sem sást I þessum leik við Rheinhausen, væri alveg ótækt. Hann (þjálfarinn) gæti leikið betur með vinstri!! Má því búast við einhverjum breytingum á liöinu og yngri mönnum, gefinn kostur á að reyna sig. Mörk Dankersen skoruðu Axel 8/6, Waltke 4, Meyer 2, Grund, 2, Ólafur 2, Becker og von öpen. Mörk Rheinhaus- en: Baldus 5, Demirovic 4/1, Kleibrink 3/1, Laflör 1, Raue 1 og Thierauf 1. Áhorfendur 1.800. í mjög lélegum leik sigraði Hútten- berg Bayer Leverkusen með 18—16 og í Múnchen sigraði Milbertshofen Rint- heim 22—16 og það var að margra áliti lélegasti leikurinn i deildinni á þessu leik- tímabili. Mörk Milbertshofen: Wein- gárrner 6, Frank 5/2, Dobler 3, Sommer- feld 2, Böbel 2/1, Anthuber, Bergmann og Mayr eitt hver. Mörk Rintheim. Molitor 6, Lavrnic 4/3, Wagner 3, Red- linger 2 og Kröger. Staðan er nú þannig: Hofweier II 9 I 1 209:175 19 Gummersbach 11 8 2 1 177:138 18 Grosswallstadt 11 8 2 1 195:160 18 Göppingen 117 13 207:184 15 Dankersen 11 7 1 3 193:184 15 Nettelstedt 116 2 3 205:171 14 Milbertshofen 11 4 2 5 184:188 10 Grambke 114 2 5 175:209 10 Húttenberg 11 4 1 6 188:196 9 Kiel 113 2 6 164:173 8 Gensungen 113 17 171:216 7 Rintheim 11 1 2 8 163:190 4 Rheinhausen 11 2 0 8 159:199 4 Leverkusen 11 0 3 8 173:209 3 í 2. deild sigraði Spenge, liðið, sem Ágúst Svavarsson leikur með 17—11 (8—7). Það var gegn Altenhage og um derby-leik að ræða. Ágúst var mark- hæstur hjá Spenge 5/3, Brinkmann 4, Westmeier 3. Við sigurinn komst Spenge úr tíunda sæti í það sjöunda. Með kveðju ÓlafurH. Jónsson, Axel Axelsson. Evrópuþjóðir — þið eigid erfiöara um vik að þessu leyti vegna fjarlægðar. Ég er bjartsýnn á að lið mitt, Dynamo Búkar- est, nái að sýna góðan leik gegn Val á laugardag. Það er sjálfsagt að vera bjart- sýnn og ég reikna með tveggja marka sigri — sá sigur gæti eins fallið Val I skaut,” sagði Vlase Oprea, þjálfari Dynamo, við komuna til íslands i gær. Kunnur maður i handknattleik heimsins — hefur verið landsliðsþjáifarí Rúmena og var hér sem slikur i frægasta leik, sem háður hefur verið f LaugardalshöU. Jafn- tefli íslands og rúmensku hcimsmeistar- anna 1971.14—14. Fyrri leikur Vals og Dynamo i 2. um- ferð Evrópukeppni meistaraliða I hand- knattleiknum verður á laugardag kl. 15.00 í Laugardalshöll — og það ætti að geta orðið stórkostleg viðureign. „Ég reikna með jöfnum leik og að fá mörk verði skoruð. Tel öruggt, að Valur sigri. Segjum 17—12,” sagði landsliðs- kappinn kunni hjá Val, Jón H. Karlsson, leikreyndasti leikmaður Valsliðsins með 316 leiki i meistaraflokki. „Við berum enga sérstaka virðingu fyrir þessum austantjaldsliðum. Þau eru vissulega mjög sterk — en Valur hefur náð góðum árangri I Evrópukeppni í Laugardalshöll gegn sterkum liðum. Eins marks tap gegn 1. maí Sovétríkjunum, þegar það lið varð meistari — eins marks tap gegn Gummersbach, því fræga liði, og tveggja marka tap gegn Honved,” sagði Stefán Gunnarsson, fyrirliði Valsliðsins. Valsmenn hafa alltaf staðið sig vel í Laugardalshöll jafnvel þó við sterkustu lið heims væri aðetja. „Það eru átta landsliðsmenn I liði Dynamo nú — og fjórir þeirra urðu heimsmeistarar 1974. Penu Cornel, Licu Chita, Stef Mircea og Grabovschi Mircea. Einnig fjórir, sem leikið hafa í landsliði Rúmeniu að undanförnu — Flangea Olimpiu, Duran Cornel, Bedvian Mircea og Matei Paul. Dynamo Búkarest er stofnað 1949 og hefur 11 sinnum orðið Rúmeníu-meist- ari í handknattleik. Er nú í efsta sæti í I. deildinni í Rúmeníu — að hálfnuðu leik- timabilinu. Það háir okkur litið að leika á útivelli — við erum svo vanir þvi — en nú óttumst við Valsmenn mest, þó sterk lið séu í Evrópukeppninni eins og CSK Moskvu, Grosswallstadt, V-Þýzkalandi, og Júgóslavnesku meistararnir,” sögðu þeir Oprea þjálfari og dr. Mircea Crivtea, fararstjóri, í gær. Það er ekki vafi á þvi, að Dynamo Búkarest er eitt alsterkasta félagslið, sem heimsótt hefur ísland. 1 fyrsta sinn, sem félagslið frá Rúmeníu leikur hér — og engin þjóð í heimi hefur náð jafngóð- um árangri í handknattleiknum og Rúmenar. Fjórum sinnum hafa þeir orðið heimsmeistarar — einu sinni hlotið bronz á HM. Það eru risar i liði Dynamo — maður fékk næstum ríg í hálsinn, þegar gengið var milli leik- mannanna og litið framan í þá að Hótel Esju i gær. Ákaflega sterklegir menn að sjá — og hendurnar.... úff. En Vals- menn eru líka stórir og sterkir með níu landsliðskappa í sinum röðum. Það verða þvi átök í Laugardalshöll á morgun — leikur fyrir sterka menn. Rúmenar eru frægir fyrir sterkan leik — jafnvel grófan — og fá oft að kæla sig í þýðingarmiklum leikjum. Hika ekki við brot — og það verða engir smákallar, sem dæma Evrópuleik Vals og Dynamo. Danirnir Kristiansen og Svensen, sem dæmdu úrslitaleikinn í síðustu heims- meistarakeppni. Þeir munu ekki taka neinum vettlingatökum á brotum leik- manna á morgun — ef að líkum lætur. 1 fyrstu umferð Evrópukeppninnar vann Dynamo CZKA frá Búlgariu. 23—12. í Búkarest — 22-17 í Sofiu. For- sala á aðgöngumiðum hefst kl. 13.00 i Laugardalshöll á laugardag og í leikhléi verður ýmislegt til skemmtunar fyrir áhorfendur. -hslm. Víkingur-ÍR íkvöld Finn leikur verður i 1. deild íslands- mótsins I Laugardalshöll i kvöld. Þá leika Vikingur og ÍR og hefst leikurinn ki. 21.00. IR-ingar náðu sér vel á strik gegn Haukum fyrr i vikunni og liklegt er að þeir geti orðið Vikingum erfiðir i kvöld. Á undan — eða kl. 20.00 — leika Vikingur og Þór, Akureyri, í 1. deild kvenna — tvö af neðstu liðum deild- arinnar. Á sunnudag verða tveir leikir i 1. deild karla. HK og Fram leika að Varmá kl. 17.00 — og Fylkir-Haukar í Laugardals- höll kl. 19.00. OliJó þá voru Haukar ekki rassskelltir lengur Haukar sigruðu FH í innbyrðisviðureign Hafnarfjarðarliðanna f 1. deild fgærkvSld 20-17 þar sem Ólafur Jóhannesson lék þýðingarmikið hlutverk í Haukaliðinu „Nú er ég mjög ánægður með mína menn þó það verði að viðurkennast að við fengum á okkur fjóra rassskelli áður en liðið sýndi hvað i því býr. Það hafði mikið að segja, að Ólafur Jóhannesson lék með á ný. Hann átti góðan leik — leikmaður, sem hugsar,” sagði Þorgeir Haralsson, þjálfari Hauka, eftir að lið hans hafði sigrað FH i 1. deild í hand- knattleiknum á fjölum iþróttahússins við Strandgötu í gærkvöld. Það var stemmingsleikur — fullt hús áhorfenda og hávaðinn svo mikill á köflum að skar í eyrum. Gifurlegur fögnuður, þegar Haukasigurinn var i höfn — og mikif hvatning áhorfenda allan leikinn. Loka- tölur 20—17. Sigur Hauka var veröskuldaöur — og hefði getað orðið stærri ef fjögur víta- köst hefðu ekki verið misnotuð snemma leiks. Þrir menn áttu mestan þátt í sigri Hauka — markvörðurinn Gunnlaugur Gunnlaugsson, sem varði mjög vel, einkum framan af, Ólafur Jóhannesson, sem dreif Hauka-liðið áfram' um miðbik leiksins og var snjall þar til hann meiddist. Lokakaflann var Hörður Harðarson óstöðvandi — skoraði fimm' siðustu mörk Hauka, flest glæsimörk. FH-liðið var ekki sannfærandi í leikn- um og gróf — oft klaufaleg varnarbrot — áttu sinn þátt i ósigrinum. Geir Hallsteinsson bar af. Án hans hefðu FH-ingar fengið rassskell í gær — þó vissulega te|ji þeir það alltaf rassskell að tapa fyrir Haukum. En betra liðið í gær- kvöldi sigraði og Haukar lyftu sér af' botni deildarinnar og upp í fjórða sætiö. Leikurinn var jafn framan af, upp í 2—2, en þá komust Haukar I 5—2. Höfðu oftast tveggja marka forustu í fyrri hálfleiknum og það þó þeir misnot- uðu fjögur vítaköst. Tvö þeirra varin af Magnúsi Ólafssyni og Birgi Finnboga- syni. 1 byrjun s.h. komust Haukar í 11—7 en með harðfylgi tókst FH að minnka muninn í 12—11. Eins marks munur og Ólafur Jóhannesson meiddist. Mikil spenna og um miðjan hálfleikinn hafði FH jafnað í 15—15. Hörður Harðarson kom Haukum aftur yfir — Viðar Símon- arson jafnaði, en Hörður var erfiður FH-ingum. Skoraði þrjú mörk næstu min. og Haukar komust i 19—16. Sigurinn i höfn en FH-ingar voru heldur óheppnir. Viðar misnotaði vítakast. Skaut i stöng og Gunnlaugur varði glæsilega frá Sæmundi Stefánssyni. Val- garður Valgarðsson minnkaði muninn I 19—17 en Hörður átti siðasta orðið fyrir Hauka. Lokin hrein leikleysa. Mörk Hauka skoruðu Hörður H. 8/2, Ólafur 4/1, Stefán Jónsson 3/2, Andrés Kristjánsson 2, Ámi Sverrisson 2, Þórir Gíslason 1. Mörk FH. Geir 8/3, Viðar 4/3, Valgarður 2, Guðmundur Magnús- son 2 ogGuðmundur Árni Stefánsson. Dómarar Gunnar Kjartansson og Óli Olsen. Haukar fengu 9 vítaköst. — FH átta, tvö misnotuö. Einum leikmanna Hauka vísað af leikvelli — fjórum hjá FH, og Gils Stefánssyni tvívegis. Hörður Sigmarsson lék ekki með Haukum — Janus Guðlaugsson ekki meðFH. -hsim. Magnea Vilhjálmsdóttir, nemandi f Álftamýrarskóla. Unnur Brown 13 Austurbæjarskóla. nemandi Karolfna Walderhaug 14 ára nemandi f Langholtsskóla. Eftir viku hefst maraþonsund Ægis og DB f Sundhöll Reykjavfkur og stendur f rúma viku. Ungu stúlkurnar hér að ofan verða meðal 24 félaga úr Ægi, sem taka þátt f sundinu. DB-myndir Hörður. TAUGAR LEIKMANNA ÞÓRS BRUGÐUST OG ÍS SIGRAÐI Þórsarar frá Akureyrí glopruðu niður sigurmöguleikunum á síðustu sekúndum leiksins gegn stúdentum í úrvalsdeild körfuboltans f gærkvöldi. Þegar minna en ein mínúta var til leiksloka þá var staðan 81 stig gegn 80 Þór f vil. Þeir voru með knöttinn. I stað þess að fara sér að engu óðslega misstu þeir boltann. til stúdenta og enn fengu Þórsarar knött- inn og enn misstu þeir af tækifærinu. Stúdentar náðu knettinum og brotið var á Dirk Dunbar, sem skoraði örugglega úr tveim vftaskotum. Leiknum lauk því með tveim stigum til stúdenta, er greini- lega sýndu meiri leikreynslu á úrslita- stundu. Ljóst var af leiknum i gær að veru- legar framfarir hafa orðið hjá Þórslið- inu. Meiri festa er komin í leik liðsins og oft sést til þeirra laglegur leikur. Að vísu ber Mark Christiansen af öðrum leik- mönnum, sem gull af eiri en aðrir leik- menn sýna oft góða takta. Má þar til dæmis nefna Birgi Rafnsson og Eirik Sigurðsson. Lið stúdenta — ÍS — mátti eðlilega illa við meiðslum Dirk Dunbar og í gær, þegar Jón Héðinsson var ekki til staðar. áttu þeir í verulegum erfiðeikum, til dæmis í fráköstunum. Áttu Þórsarar meginhluta þeirra í fyrri hálfleik en ástandið hjá stúdentum batnaði nokkuð i hinum síðari, þegar meiri kraftur færðist yfir Bjarna Gunnar, sem var slakur fram að leikhléi, en skoraði sam- tals 29 stig. Hraði og kraftur Jóns Odds- sonar nýttist vel að þessu sinni. Hann gerði tólf stig og flest þeirra úr hraða- upphlaupum. Leikurinn í gærkvöldi var allan tím- ann mjög-jafn en ekki fór á milli mála að þarna voru á ferðinni tvö neðstu liðin i úrvalsdeildinni. í hálfleik hafði Þór einu stigi betur, 38 stig gegn 37. Bjarni Gunnar var stigahæstur stúd- enta með 29, Dirk Dunbar með 28 og Jón Oddsson með 12. Mark Christiansen var langstiga- hæstur Þórsmanna með 39 stig, Eiríkur Sigurðsson gerði 24 og Birgir Rafnsson varmeðtíustig. Að loknum þessum leik er ÍS með fjögur stig en Þór er á botninum með tvö stig. -ÓG SKÍÐAVÖRUR Í MIKLU ÚRVALI NÝK0MNAR Rikofinn /í. SPORTVÖRUVERZLUN HAFNARSTRÆT116 SÍMI 24520

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.