Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. Kúba: Castro ræðir viö fulltrúa útlaga — lof ar að sleppa pólitískum föngum og reyna að koma á sambandi útlaga við ættingja sína á Kúbu í dag mæta um það bil eitt hundrað og og fjörutíu fulltrúar útlægra Kúbubúa á fund hjá Fidel Castro forseta landsins. Þar munu mál útlaga og pólitískra fanga verða rædd. Sérstaklega verður reynt að komast að samkomulagi um hvernig staðið skuli að því að láta um það bil þrjú þúsund pólitíska fanga lausa. Flestir þeirra sitja inni á grundvelli brota gegn ríkinu. Flestir þeirra munu hafa i hyggju að flytjast til Bandaríkjanna er þeir koma úr fangelsi. Hafa stjórnvöld þar lofað að heimila mönnunum land- vist. Talið er nærri ein milljón Kúbana sé nú landflótta frá fæðingareyju sinni. Flestir þeirra búa í Bandaríkjunum og komu I kjölfar uppreisnar Castros og manna hans gegn hægri sinnaða einræðisherranum Batista. Castro forseti tilkynnti ráðagerðir um þetta fyrir einum mánuði síðan Hefur því verið heitið að ekki verði færri en fjögur hundruð föngum sleppt á mánuði. Á fundi útlaganna með forset- anum I dag verða einnig ræddar leiðir til að útlagamir og ættingjar þeirra á Kúbu megi hittast. San Salvador: Fjórða mannránið á f jórtán dögum Japönskum kaupsýslumanni var rænt í gær i Mið-Amerikuríkinu San Salva- dor. Er þetta fjórða ránið á háttsettum erlendum kaupsýslumönnum þar á sið- ustu tveim vikum. Japanin var gripinn af tilræðismönnum, er hann fór af skrif- stofu sinni og hugðist halda heimleiðis. Hinn rændi er háttsettur í vefnaðar- fyrirtæki en í maí síðastliðnum var for stjóra sama fyrirtækis rænt og hann siðan drepinn. Ekki hefur verið neinum getum að þvi leitt opinberlega hverjir ræningjarnir eru og engir höfðu í morg un látið i sér heyra með kröfur um l.iusnargjald. Auk Japanans eru nú tveir brezkir kaupsvslumenn einn hol lenzkur í haldi mannræningja i San Salvador. Peking: Carter beðinn að lappa upp á mann- réttindi í Kína —vitnað í hann á veggspjöldum sem fengu aðeins að vera uppi eina nótt Veggspjaldaumræður og áróður heldur áfram af fullum krafti I Peking og annars staðar i Kína. Er það að sögn helzta leiðin til að koma skoðun- um og óskum sínum á framfæri. í fyrrakvöld uppgötvuðu erlendir sendimenn að nýtt veggspjald var komið upp. Þar var áskorun til Jimmy Carter Bandarikjaforseta um að kanna nánar ástand mannréttindamála í hinu stóra Kínaveldi. Á veggspjaldinu voru þau siður en svo talin til fyrir- myndar. Áskorunin til Carters kemur að líkindum fram nú vegna þess að hann hélt ræðu um mannréttindi, meðal annars á fréttamannafundi, á miðvikudaginn var. Er vitnað í þá ræðu með hliðsjón af mannréttindum í Kína, séðum í Ijósi skoðana spjaldhöfunda. Líklegast er talið að þeir hafi hlustað á Bandarikja- forseta í útsendingu einhverraralþjóð- legrar útvarpsstöðvar. Ekki hafa þó allir verið jafnhrifnir af þessum óskum til forsetans, því svo virðist sem veggspjöldin hafi aðeins fengið að hanga uppi frá kvöldi til morguns. í það minnsta voru þau horfin í Peking daginn eftir að þeirra varð vart. Iran: ÓTTAST ÓEIRÐIR Á FJÖGURRA DAGA TRÚARHÁTÍD Hundruð útlendinga, sem að undan- förnu hafa dvalizt í íran flykkjast nú úr landi af ótta við endurteknar óeirðir I tengslum við fjögurra daga trúarhátið sem hefst i dag. Eru taldar líkur á að her landsins og andstæðingum keisarans. múhameðstrúarmönnum, sem andvígir eru ýmsum nútímalegum umbótum hans muni lendasaman. Venjan er á þessari trúarhátíð að gengnar séu miklar göngur með tilheyr- andi fjölmenni. Að þessu sinni hefur forsætisráðherra landsins, sem er hers- höfðingi, gripið til þess ráðs að banna allar fjöldasamkomur en ekki er víst að því verði hlýtt. Fyrr í vikunni var til dæmis tilkynnt að samtök múhameðs- trúarmanna hefðu boðað til friðasmlegr- ar mótmælagöngu gegn keisaranum. Hingað til hafa allir þeir leiðtogar múhameðstrúarmanna, sem hafa látið heyra í sér opinberlega, skorað á fólk að forðast ofbeldi og blóðsúthellingar. í fyrradag slepptu stjórnvöld tveim áhrifa- miklum andstæðingum sinum úr fang- elsi. Eru það talin merki þess að hún vilji leita samninga um friðsamlega lausn vandamálanna. Til sölu Rússi, Gaz árg. 1967, nýupp- gerð vél (aðeins keyrð 10 þús. km), gott lakk, verð 2—2,3 milljónir eftir útborg- un. Glæsilegur bíll. Til sýnis og sölu að Bílasölu Guðfinns, Borgartúni. Höfum mjögfallega 4ra herbergja íbúð, um 120 ferm að stærð með hlutdeild í bílgeymslu í Hamraborgum Kópavogi (miðbæ Kópavogs). 1 skiptum fyrir raðhús eða einbýlishús, má vera á byggingarstigi í Mosfellssveit eða á höfuðborgar- svæðinu. Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur allar stærðir oggerðir eigna á söluskrá. Sé eignin á skrá hjá okkur selst hún fljótt. ÖRKIN S1 Fasteignasala. Hamraborg 7, 2.hæð. Sími 44904 Kópavogi. fF Stílumenn: Ltígmaöur: Páll Helgason. Sigurður Helgason.l Lyþör Jtín Karlsson. Danmörk: Uppskurðardúkur varð eftir við keisaraskurð Hún skildi ekkert í þessum stöðuga magaverk kona ein dönsk og fjórum mánuðum eftir að hún fæddi barn sitt með keisaraskurði og verið var að halda upp á skírn þess varð hún skyndilega mjög veik og var flutt á sjúkrahús í hasti. Við skoðun kom í Ijós að einhver ókennilegur hlutur var í líkama konunnar. Þegar hún var siðan skorin upp kom í Ijós dúkur, sem notaður hafði verið af skurðlæknun- um við keisaraskurðinn. Konan hafði fætt við Sönderborg sjúkrahúsið og krafði það um bætur og yfirlæknirinn sem sagðist harma mjög þennan atburð sagði að að sjálfsögðu fengi hún bætur. Venjan mun vera sú að tæki og annað sem notað er við uppskurði sé endurtalið af tveim aðilum að lokinni aðgerð. Svo mun einnig hafa verið gert í þessu tilfelli. Skýringin á því að dúkurinn varð eftir er talin vera sú. að í dúkapökkum eins og umræddur uppskurðardúkur kemur í frá framleiðanda eiga að vera fimm stykki. Framleiðandinn sem er sænskur hefur viðurkennt að kvart- anir hafi komið um að í nokkrum pakkanna hafi verið sex stykki. Segir hann að komið hafi verið í veg fyrir að slíktgeti lengur hent. ■. -•......----------■■*****&*<■■ ~ ^ . t • 1 Hún er ánægð á svipinn danska konan þar sem hún liggur i rúmi sínu með fjögurra mánaða gamlan son sinn. Enda er þao engin furða eftir að vera laus við dúkdrusluna úr maganum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.