Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 34
38 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. íslenzk byggingarlist I. Hvað er byggingarlist? Frá ómunatíð hafa menn í einhverj- um mæli gert sér grein fyrir því að Bygginga- list Gestur Ólafsson arkitekt menning hverrar þjóðar og einstakl- inga endurspeglast að verulegu leyti i þeim byggingum sem hver kynslóð lætur eftir sig. Mörg fegurstu listaverk mannkynssögunnar eru byggingar sem enn i dag veita okkur ómetanlega fræðslu um liðnar kynslóðir, menn- ingu þeirra, lífshætti og listir. En hvað er bygging? Hvað er byggingarlist og hvernig ættu mannvirki á lslandi að vera gerð? Er til nokkuð sem hægt er að styðjast við í þessum efnum? Ætti það aö skipta nokkru máli hvernig menn fara að þvi að koma þaki yfir þær athafnir sem þeir vilja eða geta ekki framið utan dyra? Hvers vegna hafa byggingar á íslandi á síðustu ára- tugum verið byggðar eins og raun ber vitni og hvers vegna höfum við skipu- lagt umhverfi okkar eins og við höfum gert? Er til á þessu nokkur skynsamleg skýring? Höfum við notað alla tiltæka þekkingu og reynslu í þessum efnum til að skapa hentugt og manneskjulegt umhverfi jafnt innan dyra sem utan eða getum við hugsanlega gert eitt- hvað betur á komandi árum? — Ef svo er — þá hvernig? Ýmis grundvallaratriði við hönnun bygginga Allir landsmenn þekkja það grund- Til hvernig byggingariistar myndi það leiða, ef fullt tillit væri tekið til hnatt- stöðu íslands og veðurfars? vMfutam Hvaö vantarhana?.. ... auðvitaö náttkjól ogslopp. Glæsibæ — Sími 83210 vallarhlutverk bygginga að veita skjól fyrir veðri og vindum, hvort heldur um er að ræða gripahús eða þjóðar- bókhlöðu. En við gerum einnig fleiri og flóknari kröfur til bygginga. Ef vel á að verða þurfa byggingar einnig að vera mótaðar með tilliti til allra hugsanlegra notenda og þeirra athafna sem við ætlum að framkvæma innan dyra, en við það vandast málið tölu- vert. 1 byggingum þarf að vera nægi- legt rými á ákveðnum stöðum fyrir alla þá hluti, tæki og föt sem við vilj- um hafa umhverfis okkur. Vinnufletir og sæti þurfa að vera i skynsamlegri hæð. Sólarljós og birta þurfa að koma inn i bygginguna á ákveðnum stöðum og raflýsing þarf að vera tiltæk þegar birtu sleppir. Ef gott útsýni er frá byggingunni í einhverja átt þurfa að vera til gluggar sem gera okkur kleift að njóta þess. Umhverfi, innan byggingarinnar þarf einnig að vera hæfilega heitt og Austurborg Búðargeröi 10 — Sími Opid til kl. 8 föstudag og til kl. 6 laugardag rakt til þess að okkur líði vel, hávaði i herbergjum má ekki vera of mikill og auk þess þurfa byggingar oft að vera hljóðeinangraðar bæði utanfrá og eins milli herbergja. Arkitektar hafa lengi haldið þvi fram að byggingarlist eigi að vera grundvölluð á hlutföllum mannslfkamans, en hvaða kröfur aðrar gerum við til nútima j byggingarUstar? Að standast öll veður Sjálfsögð krafa til bygginga á tslandi hlýtur að vera að þær -séu nægilega traustar til þess að standast verstu veður, snjókomu, öskufall og jafnvel jarðskjálfta, þannig að ekki verði manntjón af. Litir, ólík efni og áferö þeirra hafa mjög mismunandi áhrif á fólk og því þarf efnis-, lita- og áferðaval að fara eftir þeim athöfnum sem ákveðið er að framkvæma á hverjum stað. Flestir kannast við áhrif rauðra og grænna lita, en rétt notkun lita er mjög mikilvæg, t.d. vegna öryggis á vinnustöðum. Sönnur hafa einnig verið færðar á bein áhrif lita á andlega og likamlega heilsu fólks. Með síhækkandi byggingar- og viðhalds- kostnaði hefur skynsamlegt efnisval við hönnun bygginga mjög mikið að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.