Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
17
Þrjár dírustu lóðir á tslandi eru við Austurstræti, sé tillit tekið til fer-
metraverðs, enda kemst fermetrinn þar upp i 468 þúsund.
DB-mynd H.V.
Fermetrinn í Austur-
stræti dýrari en í
persnesku teppi
Þrjár dýrustu lóðir landsins eru allar
við Austurstræti og mun óhætt að
fullyrða að fermetrinn í þeirri dýrustu sé
mun dýrari en í handofnu persnesku
teppi. Dýrastur er fermetrinn i lóðinni
að Austurstræti 4, eða 468 þúsund
krónur, þá að Austurstræti 1, eða 374
þúsund og loks að Austurstræti 17, 327
þúsund krónur.
Guttormur Sigurbjörnsson, forstjóri
Fasteignamatsins, er lét blaðinu allar
ofannefndar tölur í té, gerði þann fyrir-
vara að í einhverju tilviki kynni röðin
litið eitt að breytast þar sem þessar tölur
eru handunnar upp úr heildar-
skýrslunum og studdar minni og reynslu
starfsmanna.
Meirihluti verðmæta
á suðvesturhorninu
Fasteignamat í Reykjavík er nú 579,8
milljárðar króna, en sé nágrenni og
Reykjanes tekið með bætast við 279,5
milljarðar króna, sem samanlagt gera
67,8 prósent allra fasteignaverðmæta á
landinu. Skv. útreikningum Fasteigna-
matsins má áætla að landsmenn hafi
fjárfest um 50 milljarða i nýjum fast-
eignum i ár miðað við verðlag I. nóv. sl.
Þá reiknar stofnunin með að viðhald alls
húsnæðis á landinu i ár muni nema um
30mtlljörðum.
15 sveitarfélög
yfir 10 milljarða
í eftirtöldum 15 sveitarfélögum er
fasteignamat yfir 10 milljörðum:
Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur,
Akureyri, Keflavík, Garðabæ, Akranes,
Vestmannaeyjar, Seltjarnarnes, Selfoss,
Mosfellshreppur, Húsavík, Njarðvík,
Isafjörður og Sauðárkrókur.
Hlutur Reykja-
víkur lækkandi
t samanburði á matstölum á milli ára
kemur i Ijós að hlutfall Reykjavíkur i
heildinni fer stöðugt lækkandi. Fast-
eignamatið telur sennilega skýringu á
þessu m.a. i þvi fólgna, að áhugi sveitar-
félaganna á að koma eignum í fasteigna-
mat hefur aukizt með aukinni fjárþörf.
Meira hefur verið byggt úti á lands-
byggðinni en áður og síðast en ekki sízt
kemur viða í ljós að eignir eru nokkuð
vanmetnar og hækka því verulega við
þau endurmöt sem framkvæmd eru.
-G.S.
Þorleifur Jónsson dregur
hvergi af sér í frásögn sinni.
Sviö minninga hans spannar
allt Island/ 70 kaflar um
menn og málefni, þar á
meðal þjóökunna stjórnmála-
menn og aöra framámenn en
einkum þó þaö sem mestu
varðar, alþýðu manna,
íslenskan aðal til sjós og
lands. Þorleifur kemur vel til
skila stjórnmálaafskiptum
sínum og viðskiptum við
höfuðfjendurna, krata og
templara. Hann er tæpi-
tungulaus og hreinskilinn og
rammfslenskur andi litar
frásögnina frá upphafi til
loka.
Skálateigsstrákurinn ÞorJeifur Jónsson er margfróður og
afspyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans
verður margs vísari um mannlíf á islandi á öldinni sem
nú er að Ifða.
Hinn landskunni skipstjóri og
sævíkingur, Jón Eiríksson
rekur hér minningar sínar í
rabbformi við skip sitt
Lagarfoss. Þeir rabba um
siglingar hans og líf á sjónum
í meira en hálfa öld, öryggis-
mál sjómanna siglingar í ís
og björgun manna úr sjávar-
háska, um sprenginguna
ógurlegu f Halifax og slysið
mikla við Vestmannaeyjar.
Skipalestir striðsáranna og
sprengjukast þýskra flugvéla
koma við sögu og að sjálf-
sögðu rabba þeir um menn og
málefni Ifðandi stundar: sæ-
fara, framámenn f islensku
þjóðlffi háttsetta foringja f her Breta og Bandarfkja-
manna en þó öðru f remur félagana um borð skipshöf nina
sem með honum vann og hann ber ábyrgðá.
Það er seltubragð af frásögnum Jóns Eirfkssonar enda
ekki heiglum hent að sigla með ströndum fram fyrr á tfð
eða ferðast f skipalestum strfðsáranna.
Síðasta bók Magnúsar Storms
Voru þingmenn meiri
skörungar og reisn Alþingis
meiri fyrr en nú? Upprisa al-
þingismanna svarar þessu að
nokkru, en þar er að finna
mannlýsingar 55 alþingis-
manna og ráðherra, eftir
háðfuglinn Magnús Storm.
Þessar mannlýsingar hans
einkennast af fjörlegum stíl
og fullkomnu valdi á kjarn-
góðu, hnökralausu máli og
margar eru þær stórsnjallar,
einkum hvað varðar hið bros-
lega i fari viðkomandi.
Bregður þá fyrir á stundum
dálítið meinlegri hæðni.
Magnús Stormur bjó Upprisu alþingismanna undir
prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa
talið marga þessara palladóma meðal þess besta sem
hann lætur eftir sig á prenti.