Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978. Ji AFRÍSKT RÉTTARFAR Klausurnar hér á síðunni bera með Hann var þar við kennslu fiskveiða og Baldvin sendi með bréfi sínu nokkrar úr- sér að misjafnt er réttlætið í heiminum. hélt síðan til Eritreu í Eþiópíu um það klippur úr kenýönskum dagblöðum, Það er ekki langt siðan hérlendis birtust leyti sem borgarastyrjöldin þar í landi einkum Standard og Nation. Hann mun myndirafþvíerhöggnarvoruhenduraf náði nýju hámarki. á næstu mánuðum — og jafnvel árum fólki i Arabalöndum, fólk húðstrýkt og Baldvin kom síðan heim og tók sér — senda okkur af og til sitthvað smá- jafnvel líflátið fyrir ekki alvarlegri sakir starf hér i útsölu ÁTVR á meðan hann vegis frá Kenya. en þær að vilja ganga að eiga einhverja beið þess að komast aftur suður á bóginn í skammti dagsins, ef svo má að orði ákveðna manneskju. til að vinna við grein sína. Nú fyrir komast, eru nokkrar fréttir af réttlætinu Lesendur kann að reka minni til þess nokkrum dögum fengum við á ný bréf suður þar. Það kemur okkur spánskt að fyrir örfáum misserum birtust í DB frá Baldvin, sem að þessu sinni fæst við fyrir sjónir, eins og minnzt var á I upp- greinar og fréttaklausur frá íslenzkum kennslu fiskveiða i Kenya, einu af fáum hafi þessara orða. skipstjóra I Jemen, Baldvin Gíslasyni. stjórnmálalega stöðugum Afríkuríkjum. . ÓV Baldvin Glslason skipstjóri úr Hafnar- firði sem nú er búsettur i Kenya. Níu ára tugthús og 18 vandarhögg —fyrir þ jóf nað á mjólk, smurolíu, smjörlíki, tveimur hænum ogregnkapu Tveir reynslulitlir bandittar í land- búnaðarhéraði i Kenya voru nýlega dæmdir I niu ára fangelsi og til hýðingar fyrir þrjá þjófnaði. Átján högg hvor, sagði dómarinn. Félagarnir brutust þrisvar inn og stálu peningum og ýmsu dóti — svo sem mjólk, barnapúðri, rafhlöðum, tveimur hænum, spilapakka, tvenn- um skóm, regnkápu, sígarettum, smjörlíki og smurolíu — og hótuðu ofbeldi við þjófnaðina. Samanlagt verðmæti þýfisins var um tvö hundruð þúsund krónur ísl. Þetta voru fyrstu brot mannanna tveggja — en þóttu nægilega alvar- leg til svo harðneskjulegrar refs- ingar. •ÓV/BG „BANVÆHT RÉTTLÆTI” Þjófur liggur hér dauður á götu í Mombasa í Kenya eftir að hafa verið grýttur til dauða af reiðum múg. Hann var einn fimm manna sem réðust á bíl er var að flytja umtals- verða peningaupphæð úr tóbaksverzl- un I bankann. Hófu þeir skothríð á bíl- inn og skipuðu bílstjóranum og þremur öðrum að hafa sig i burtu, að öðrum kosti yrðu þeir drepnir. Þeir þurftu ekki að tvitaka skipun sína og tróðust allir inn í bílinn. En eftir um það bil tuttugu metra akstur rákust þeir á strætisvagn. Vegfarendur og farþegar í strætisvagninum brugðust hinir verstu við og hrópuðu: Þjófar! Þjófar! Nærstaddir gripu grjót og steina upp úr götunni og hófu árás á þjófana. Einn fékk stóran stein í haus- inn, féll við og var grýttur til bana á nokkrum mínútum. Tveir aðrir úr hópi þjófanna (sem taldir voru Sómalir) urðu einnig fyrir grjótkasti, en sluppu lifandi. Hinir tveir komust undan og var leitað þegar síðast fréttist. í frétt blaðsins Nation, sem gefið er út í Mombasa, var ekki minnzt á það einu orði að nokkuð hefði verið at- hugavert við steinkastið og skyndiaf- töku þjófsins. „Banvænt réttlæti” var fyrirsögnin með myndinni. . ÓV / BG BEIT FRILLUNAI EYRAÐ — og má sitja inni Í9 mánuði Afbrýðisemi og illska kostaði unga úgandiska stúlku í Nairobi I Kenya níu mánaða fangelsi nýlega. Stúlkan hafði viðurkennt að hafa ráðizt á hjá- konu unnusta síns og bitið hana I eyr- aö. Það var í byrjun nóvember sem stúlkan, Margrét Nambuya, fór á fund unnusta síns að kvöldlagi. Þegar hún kom á staðinn var fyrir hjá honum önnur stúlka, ungfrú Grace Sarah. Márgrét brást hin versta við og lét skammir og svivirðingar dynja á Grace, áður en hún hótaði henni bar- smíðum. Grace tók til fótanna, en Margrét stökk á hana og beit I hægra eyrað. Hún situr nú í fangelsi í Nairobi. Ekki fylgir l'réttinni hvort unnustinn bíði hennar þolinmóður eða hafi tekið upp þráðinn við Grace með sára eyrað. - BG / ÓV Eignaðist 147 böra á einu bretti: Öll jafn- banvæn og mamman! Nóg komið af glæpafréttum frá Kenya í bili. í snákagarði Nairobi- borgar gerðist það fyrir skemmstu að mögnuð eiturslanga setti heimsmet— ogeignaðist 147 litlar eiturslöngur, all- ar jafnbanvænar og mamman. Olli þetta nokkrum húsnæðisvand- ræðum I ormagryfjunni. Hún fylltist og tólf nýfæddar slöngur köfnuðu. Skömmu síðar var móðirin, sem er 150 cm á lengd, flutt I annað búr með fjórum öðrum fullorðnum slöng- um. Ormatemjarinn, Duncan Muku- tano (myndin), skýrði svo frá þegar fréttamenn þyrptust að, að þegar væru fimmtán eiturslöngur af þessari teg- und í snákagarði Nairobi. Hann bætti því við að litlu slöngurnar 135, sem eftir lifðu, virtust ætla að spjara sig vel. Við fæðinguna voru slöngurnar- sautján og hálfur sentimetri á lengd. Eftir tvo mánuði, sagði Mukutano eiturslönguvörður, geta þær gleypt litlar mýs. Þær voru hinar illúðlegustu við áhorfendur og sýndu mesta varga- skap. „Eins banvænar og mamman,”' sagði Mukutano. Þar til þær geta farið að éta mýsnar lifa þær á litlum froskum. Móðirin hefur verið í garðinum í þrjá mánuði, en hún fannst nótt eina á þjóðveginum til Thika. Áður hefur slanga í garðinum fætt 135 slöngur (þessi tegund verpir ekki eggjum), en þærdrápust flestar. BG/ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.