Dagblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978.
29
MER ÞYKIR SVO VÆNT UMISLEND-
INGA, AÐ ÞEIR MEGA GERA HVAÐ
SEM ÞEIR VIUA
— sagði Torbjöm Egner, þegar DB spurði hann hvort Lilli
klif urmús og Mikki ref ur mættu auglýsa bækur annarra
Thorbjörn Egner nýtur mikilla vinsælda á tslandi. Þjöðleikhúsið hefur sýnt eftir
hann leikritin Siglaða söngvara, Dýrin i Hálsaskógi og Kardlmommubæinn. Það
siðasta tvisvar með nokkru árabili.
Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason sem Lilli klifurmús og Mikki refur. Þcir
hafa geysilegt aðdráttarafl fýrir börnin. Sumir litlir krakkar halda að Bessastaðir
heiti í höfuðið á leikaranum heittelskaða.
A
markaðs-
verðá
kassettum
SS SÚPERMARKAÐUR
GLÆSIBÆ
SS VIÐ HLEMM
SS SÚPERMARKAÐUR
AUSTURVERI
Ihöfunda
Nokkur blaðaskrif hafa undanfarið
spunnizt út af auglýsingum á barna-
bókum í sjónvarpi. Síðast i
Þjóðviljanum i gær (7. des) er málið
tekið fyrir í þættinum Klippt og
skoriö. Þar er fjallað um auglýsingar
bókaútgáfunnar Arnar og örlygs og
fordæmt hvernig þeir nota hinar
vinsælu sögupersónur Thorbjörns
Egners, Lilla klifurmús og Mikka ref,
til þess að auglýsa alls konar barna-
bækur, kannske ekki eins góðar, eftir
aðra höfunda. í greininni segir meðal
annars: „Væri fróðlegt að fá að vita
hvort hinn norski höfundur umrædds
barnaleikrits hefur samþykkt þessa
ráðstöfun, eða hvort persónurnar séu
einfaldlega fengnar „að láni” í leyfis-
leysi.”
DB náði simasambandi við Thor-
björn Egner i gær og átti við hann
eftirfarandi samtal:
Er þér kunnugt um, að bókaút-
gáfan, sem gefur bækur þínar út.notar
persónurnar Lilla klifurmús og Mikka
ref til að auglýsa ýmsar barnabækur,
sem ekki eru eftir þig? Og er það með
þinu leyft?
„Nei, mér var ókunnugt um það.
Ég hef aðeins selt þeim útgáfurétt að
bókunum.”
— Ertu mótfallinn slíkri notkun
þeirra á persónum þínum?
„Mér fannst lslands svo ævintýra-
lega yndislegt land, þegar ég var þar á
ferð fyrir tveimur árum, að ég get
ómögulega verið að skipta mér af
þessu máli. Þeir verða að fá að gera
það sem þeir vilja. En mér þykir mjög
vænt um viðtökurnar sem bækur
mínar og leikrit hafa fengið hjá
ykkur.”
— Hverju ertu að vinna að núna?
„Ég er nýbúinn að senda frá mér
Síglaða söngvara í bókarformi. Þeir
koma út I Noregi, Danmörku og
Svíþjóð.”
— Og á íslandi?
„Það væri að minnsta
gaman.”
(Síglaðir söngvarar voru sýndir i
Þjóðleikhúsinu fyrir tíu árum. Klem-
ens Jónsson var leikstjóri)
— Er þá hvíldartimi hjá þér núna?
„Ég veit ekki hvað ég á að segja um
það. Nú á að gera kvikmynd, tveggja
tima langa, eftir einu af leikritum
mínum. Það er Kardimommubærinn
og sá bær verður byggður sérstaklega
fyrir upptökuna. Ég þarf því að teikna
hann og gera likan að honum, eins og
ég hef gert leiktjöld fyrir öll leikritin
mín.”
— Ertu upphaflega menntaður sem
leiktjaldamálari?
„Nei, sem teiknari og grafik-lista-
maður.”
— Þú ert heldur betur fjölhæfur.
„Finnst þér það? Ég bý lika oft til
sönglög við leikritin mín.”
— Heldurðu þú komir nokkurn
tímann aftur til íslands?
„Ég hefði gaman af þvi, en næstu
tvö árin verð ég alveg fastur við kvik-
myndina. En mér finnst landið ykkar
töfrandi.”
IHH.
URVALS KASSETTUR