Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978.
3
N
Fréttamenn
sjónvarps:
Látið ekki
kúga
ykkur
„Áhugamaður” hringdi:
„Mig langar til þess að koma fram
smávegis kvörtun i sambandi við
fréttir sjónvarpsins. Það er þetta stór-
vandamál með bækurnar. Ég skil bara
ekki hvers vegna verið er að telja upp
þessa endalausu runu af bókartitlum.
Hver kom þessu eiginlega í gegn?
Af þeim kynnum sem ég hef haft af
sjónvarpsmönnum, þá eru þeir ekki
ginnkeyptir fyrir því að láta stjórna
sinum fréttaflutningi og hef heyrt
miklar sögur af því. Samt geta þeir
látið knýja sig til þess að telja upp alla
bókatitla nýútkominna bóka í jólaflóð-
inu.
Ég vil minna á að sérstakir þættir i
dagskrá bæði hljóðvarps og sjónvarps
eru tileinkaðir bókakynningum og eins
eru útgefendur þeirra ekkert of góðir
til þess að kaupa auglýsingar eins og
allir aðrir sem í verzlun standa. Manni
dettur i hug að innflytjendur hræri-
véla eða heimilistækja yfirleitt ættu að
stofna-með sér samtök og knýja í gegn-
um útvarpsráð sérstaka þætti, eða enn
betra, umfjöllun í fréttatíma um nýj-
ungar hjá þeim, nýjar tegundir af
grænmetishristurum eðá dósaupptök-
urum.
Mér er spurn, hvar er hægt að draga
mörkin?
Fréttamenn Sjónvarps! Það er til
skammar að þið skulið láta kúga
ykkur svona.”
Ferða-
töskum
stolið
— óskað eftir
upplýsingum
Álfheiöur Guðmundsdóttir Breiðuvik
hringdi:
Ég leita til Dagblaðsins í von um að-
stoð lesenda. Ég dvaldi í Reykjavik
fyrir rúmum hálfum mánuði í verzl-
unarerindum. Er við vorum á heimleið
ætluðum við að fara með flugvél til
Patreksfjarðar. Var vélin fullsetin, svo
við fengum að geyma farangur okkar
hjá Flugfélagi íslands til naesta dags.
Þegar komið var að daginn eftir,
hafði tveimur töskum verið stolið.
Önnur er stór grænköflótt taska full af
fatnaði, en hin er litil blá bitataska
með hnifapörum, 3 kaffibrúsum og
matarilátum. I stærri töskunni eru
m.a. ýmsir handunnir munir, t.d. stórt
handprjónað sjal, brúnröndótt með
kögri og vösum í báðum hornum.
Augljóst er að töskunum hefur
verið stolið, þvi eftir voru aðeins
merkimiðarnir af töskunum. Geti ein-
hver veitt upplýsingar um töskufnar
eða innihaldið væri það vel þegið.
Heimilis
læknir
Raddir lesenda taka viö
skilaboðum til umsiónar-
manns þáttarins „Heim-
ilislœknir svarar" i síma
27022, kl. 13-15 alla
virkadaga.
Fjölbreytt úrval af hinum vinsælu
skyrtum og blússum frá
Og nú fást þær einnig í unglingastærðum
Sömuleiðis bjóðum við gott úrval
af BAROIM peysum.
Tilvaldar jólagjaf ir
Spurning
dagsins
Áttu mikið eftir
af jólaundirbúningi?
Erla Símonardóttir húsmóðir: Nei, ég á,
ekkert mjög mikið eftir. Ég verð örugg-
lega búin fyrir Þorláksmessu.
Halldór Gunnarsson prestun Já. Allar
jólaræðumar.
Ellen Nlelsdóttir, vinnur á Hótel Höbi
Hornafirði: Nei, ekki nema smávegis. Ég
fer til Hornafjarðar i fyrramálið og lýk
þá við það sem eftir er.
RagnhUdur Ragnarsdóttir, starfsmaður
hjá ungu fólki með hlutverk: Ekki mikið,
nei. En svolítið sem ég kem örugglega af.
Helgi Guðmundsson úrsmiðun Nei,
frekar litið. Ég á eftir að póstleggja öll
jólakortin.
Guttormur Sigurbjarnason deildarstjóri:
Nei, frekar lítið myndi ég segja. Ég á
eftir að skúra og kaupa I matinn.