Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978.
28. skoðanakönnun Dagbiaðsins: Eruð þér fylgjandi eða andvígur lækkun kosningaaldurs í 18 ár?
Bitbein flokkanna
í andstöðuhópnum töldu margir, að
unga fólkið yrði bitbein flokkanna,
fengi ekki að vera i friði fyrir þeim og
væri ekki nægilega mótað. „Stór
hópur fólks á þessum aldri er ekki
farinn að hugsa um pólitík,” sagði karl
í Eyjafjarðarsýslu. „18 ára unglingar
gera sér ekki grein fyrir, hvað þeir eru
að gera, og stjórnmálamenn vilja nota
sér þeirra fávizku," sagði kona á
Akranesi.
„Eins og þessir álfar hegða sér í dag,
þá vil ég ekki, að þeir fái að hafa áhrif
á gang mála I þjóðfélaginu, fyrr en þeir
þroskast ögn meira,” sagði kona á
Reykjavikursvæðinu. „Ég sé ekki, að
það sé aðkallandi að lækka kosninga-
aldurinn,” sagði karl á Austurlandi.
Karl á Reykjavíkursvæðinu taldi það
hafa sýnt sig, að hjónabönd svo ungs
fólks reyndust oft ótraust og mundi
hið sama gilda um afskipti þess af
stjórnmálum.
Þá taldi karl á Egilsstöðum, að þeir
1 ungu kærðu sig ekkert um að fá kosn-
ingarétt.
Karl á Akureyri sagðist vera hrædd-
ur við áhrifagirni menntaskólafólks-
ins.
Traustur meirihluti fylgjandi
lækkun kosningaaldursins
Á að lækka kosningaaldurinn niður
í 18 ár? Þessi spurning er ofarlega á
baugi, meðal annars eftir harðar'
umræöur í sjónvarpsþætti. Nokkrir
þingmenn hafa flutt tillögur um þetta,
og verður vafalaust fjör á Alþingi
scinna í vetur, þegar þær koma fyrir.
Fullyrðingar um afstöðu almenn-
ings hafa stangazt á. Úr þessu hefur
DB nú skorið með skoðanakönnun. í
ljós kom, að traustur meirihluti er því
fylgjandi, að kosningaaldur verði
lækkaður í 18 ár.
Rúmlega fimmtíu og einn af hverj-
um hundraði sagðist vera fylgjandi,
þrjátiu og níu andvígir og tæplega tiu
af hundraði óákveðnir. Þegar þeir
óákveðnu eru teknir út úr dæminu,
verða hlutföllin 56,8 af hundraði með
og 43,2 af hundraði á móti, sem
verður að telja, að gefi skýra mynd.
Lækkunin hefur fylgi meirihluta þjóð-
arinnar.
Konur úti á
landi andvígar
Alls voru 300 spurðir um afstöðu,
150 karlar og 150 konur, og var helm-
ingurinn utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Meirihluti kvennanna úti á
Saga Einars Guðf innssonar er tví-
mælalaust ein merkasta ævisaga
síðari tíma. Saga hans er þróunar-
saga sjómennsku allt frá smá-
fleytum til stærstu vélbáta og
skuttogara og saga uppbyggingar
og atvinnulífs í elstu verstöð
landsins.
Einar Guðfinnsson er sjómaður í
eðli sínu, öðlaðist þrek við árina
og vandist glímunni við Ægi á
smáfleytum. Af óbilandi kjarki og
áræði sótti hann sjóinn og af
sama kappi hefur hann stýrt fyrir-
tækjum sínum, sem til fyrirmynd-
ar eni hvernig sem á er litið.
Saga Einars Guðfinnssonar á vart sinn líka. Hún er sjór af fróðleik um allt er að
fiskveiðum, útgerð og fiskverkun lýtur, hún er saga afreksmanns, sem erfði
ekki fó en erfði dyggðir f því ríkari mæli.
landi reyndist andvígur lækkun
kosningaaldurs, en mikill meirihluti
kvenna á Reykjavíkursvæðinu var
henni fylgjandi.
Meirihluti karla, bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og úti á landsbyggðinni,
var fylgjandi lækkun kosningaaldurs.
Mjög fáir eru óákveðnir i afstöðu til
þessa máls, aðeins tuttugu og níu af
þeim þrem hundruðum, sem spurðir
voru. Þar af eru átján konur.
Kunnugir telja, að fyrir nokkrum
árum hafi hlutföllin verið önnur og
fylgi við lækkun kosningaaldurs fari
stöðugt vaxandi. Verður fróðlegt að
sjá, hvernig hlutföll reynast á Alþingi.
Niðurstööur skoðanakönnunarinnar urðu þessar:
Fylgjandi lækkun í 18 ár 154 eða 511/3%
Andvigir 117eða39%
Óákveðnir 29 eða 9 2/3 %
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niður-
stöðurnar þessar:
Fyigjandi 56,8%
Andvfgir 43,2%
„Geta kosið eins og
þeir geta gift sig”
„Hví ekki að lækka hann? Ungling- með í ráðum,” sagði kona á Eyrar-
arnir eru það þroskaðir núna, að þeir
geta alveg ákveðið sig á þessu sviði
eins og þeir geta gift sig,” sagði karl á
Reykjavíkursvæðinu. Margir þeir,
sem voru fylgjandi lækkun, lögðu
áherzlu á þroskann.
„Það er ætlazt til svo margs af unga
fólkinu, að það hlýtur að fá að vera
ÁSGEIR JAKOBSSON:
Einars saga
Guðfmnssonar
bakka. „Þótt ég sé gamall, held ég, að
þeir ungu megi lika kjósa,” sagði karl á
Hellissandi. Kona á Eskifirði lagði
áherzlu á, að hún hefði aðeins verið 14
ára, þegar hún fór að mynda sér
skoðun á þjóðmálum. „Ég held, að
menn séu nokkurn veginn farnir að
hugsa, þegar þeir eru komnir á þann
aldur,” sagði hún.
„Þetta fólk greiðir skatta. Það á
heimtingu á að hafa áhrif á, hverjir
stjórna,” sagði kona á Reykjavikur-
svæðinu. „Allir, sem mega vegna ald-
urs ganga i hjónaband, hljóta að hafa
vit til að kjósa,” sagði karl í Garðabæ.
„Nú eru 16 ára gamlir unglingar
miklu hæfari til að kjósa en margt
fólk, sem komið er undir nírætt,” sagði
kona á Reykjavíkursvæðinu, sem
taldi, að lækka mætti kosningaaldur-
inn í 17 ár. „Unglingarnir eru þrosk-
aðri núna en þegar ég var ung,” sagði
kona á Akranesi.