Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 13

Dagblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978. 13 „Umræður leiða til aukinnar andstöðu” „VIÐHORFIN HAFA MIKIÐ BREYTZT” — segir Gunnlaugur Stefánsson — segir Jón E. Ragnarsson „Mér koma þessi úrslit ekki á óvart. Ég tel þau gefa nokkuð góða mynd af hlutföllum,” sagði Jón E. Ragnarsson lögfræðingur, þegar hann var spurður álits á niðurstöðum skoðanakönnun- arinnar. Jón stóð sem kunnugt er fyrir andmælum gegn lækkun kosningaald- urs í sjónvarpsþætti fyrir skömmu. „Könnunin segir þó ekkert um það, hvort fólk 18—20 ára vill fá kosninga- réttinn,” sagði Jón. „Ég tel þetta vera mál, sem er þess eðlis, að fjöldinn fylgi án umhugsunar, af því að fólk telur þetta eitthvert sjálf- sagt réttlætismál. Ég tel líklegt, að allar Umræður um málið leiði til þess, að þeim fjölgi, sem ekki vilja lækka aldursmarkið. og þá ekki sízt meðal yngstu aldurshópanna. Ég álít, að menn í eldri aldurshópum fylgi málinu, af því að þeir vilja ekki standa gegn því, sem þeir telja vera eindregn- „Þetta er svipað því og ég hafði gert mér i hugarlund,” sagði Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður (A) um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Gunnlaugur er einn þeirra þing- manna, sem hefur flutt tillögur um lækkun kosningaaldurs í 18 ár. „Ekki eru mörg ár síðan hlutfallið var málinu mjög óhagstætt,” sagði Gunnlaugur. „Fyrir um tiu árum rigndi yfir fjölmiðla ályktunum, meðal annars frá menntaskólafélögum, þar sem hafnað var lækkun kosningaald- urs. Viðhorfin hafa mikið breytzt. Ég vona, að Alþingi taki þátt í þeirri hug- arfarsbreytingu.” -HH Jón E. Ragnarsson, hæstaréttarlög- maður: á móti. ar óskir hinna yngri,” sagði Jón E. Ragnarsson. -HH Gunnlaugur Stefánsson, alþingis- maður: fylgjandi. Rússar senda Castro enn herflutningavélar —fóru í gær f rá Reykjavík til Kanada Fjórar rússneskar herflutningavélar fóru frá Reykjavíkurflugvelli i gær eftir að hafa millilent á Englandi á leið sinni frá Rússlandi til Kúbu. Komu þær hingað á sunnudag og hugðu margir að nú væru á bakaleið þær vélar, sem höfðu hér viðdvöl í haust og DB skýrði frá undir fyrirsögninni: „Með ástarkveðju frá Rússlandi”. Svo er þó ekki, því enn eru Rússar að efla flugher Castros, þar sem vélamar eru á leið þangað en ekki þaðan. Vélar eru af gerðinni Antonov—26, skrúfuþotur, lítið eitt stærri en Fokker vélar Fl. Ein þeirra heltist úr lestinni á Bretlandi vegna bilana. Er hún vætnanlég hingað síðar. -G.S. Herflutningavélarnar lita ekki beinlinis vigaiega út þótt þær séu ætlaðar til hernaðar. DB-mynd Sv. Þorm.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.