Dagblaðið - 20.12.1978, Page 14

Dagblaðið - 20.12.1978, Page 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978. 14 Hvað tekur við ef ríkisstjómin fellur? Fellur stjórnin eða fellur hún ekki er það, sem menn velta fyrir sér þessa dagana (vonandi verður hún ekki fallin, þegar þetta kemst á prent) og ekki er það að ófyrir- synju. Trúlegasti staðurinn til þess að fá svar við því er Alþingi (og þó), er Dagblaðið bar upp spurninguna: „Ef þessi ríkisstjórn fellur, hvað tekur þá við?” við fjórtán þingmenn og fara svör þeirra hér á eftir. -HP. Jón G. Sólnes (S): Jesús minn! hún fellur ekki! Það þarf ekkert að gera þvi skóna, hún fellurekki. Ég þarf ekkert að hugsa um það núna. Þannig tel ég spurningunni bezt svarað. Ég þarf ekkert að leggja það á mig.” Kjartan Ólafsson (Abl.): „Ja. ég hugsa að það yrði nú stjórnarkreppa, sem gæti staðið nokkuð lengi, ég á ekki von á, að hún leystist fljótlega. Það hefur nú aldrei verið kosið hér um hávetur og ætli það yrðu ekki gerðar tilraunir svona eitthvað fram eftir vetri, til þess að mynda stjórn, áður en kæmi að kosningum.” Það er ckkert frá samninga- viðræðunum 1 sumar sem hægt er að byggja á? „Það tel ég ekki vera. Það kom mjög í Ijós þá, að þeir flokkar, sem hérna störfuðu saman á siðasta kjör- timabili, hikuðu nijög við að halda slíkri stjórn áfram, þótt þeir hefðu meirihluta og það kom líka I Ijós, að Alþýðuflokkurinn hikaði mjög við að fara einn síns liðs i samstarf við Sjálf stæðisflokkinn. Ég held einnig. að Sjálfstæðisflokkurinn vildi fá kosning- ar áður en hann gengi til stjórnarsam starfs við einhvern þcssara flokka, en ég nefni þessa tvo möguleika á undan öðrum, sem sagt Alþýðuflokk og Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. En ég tek það fram, að ég reikna nú með því að þessi stjórn tolli nú eitthvað lengur.” Sverrir Hermannsson (S): „Eg er ekki spámannlega vaxinn. Ég hef ekki sett mig i þær stcllingar að velta þvi fyrir mér. Held nefnilega að hún falli ekki núna. Mér þykir ekki líklegt, að við sjálf stæðismenn færum í stjórn með krötum. Við færum ekki í stjórnar- samstarf nema til bráðabirgða til þess að sinna nauðsynjastörfum, þar til kosiðyrði á nýjan leik.” LúðvíkJésefsson (Abl.): „Heyrðu. ég tala ekkert um það, að hún falli, ég er ekki búinn að sjá neitt. sem bendir til þess. Altso, þið viljið alltaf láta mann spá um óorðna hluti. Ég tala ekkert um slíkt!" Garðar Sigurðsson (Abl.): „Ég held, að það sé ómögulegt að svara þvi. Það þarf nú líklega að kjósa fyrst. Flestir halda þó, að það yrði nú ckki kosið, það yrði einhvern veginn reynt að bræða saman eitthvað annað. en ég erekkert viss um það, aö'það sé . til flokkur sem vill taka við þvi. sem fer út úrrikisstjórninni. Ef það yrði ekki kosið strax þá yrði náttúrlega utanþingsstjóm á meðan, nema þetta komi upp á að tveir stórir flokkar dragi sig saman og myndi stjórn, sem sagt sjálfstæðismenn og kratar, sem mér þykir nú ekki beint liklegt.” Stefán Jónsson (Abl.): „Ef stjórnin félli? Nú get ég ekki, þótt ég ætti lífið að leysa. sagt hvað kæmi í staðinn. Helzt þætti mér þó líklegt, ef við eigum að taka mark á þessu frumvarpi, sem kratarnir hafa lagt fram hérna, þ.e.a.s. lagt fram i Alþýðublaðinu og hefur verið vísað til nefndar í Framsóknarflokknum eins og það er orðað, að það yrði samstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis flokksins, þvi að í þessum drögum þeirra er fátt eitt, sem Sjálfstæðis flokkurinn gæti ekki fallizt á. Ég geri ráð fyrir, að ástæðan fyrir þvi, að þeir hafa ekki lagt frumvarpið fram á þingi, sé sú, aðþeir séu hræddir við að sjálfstæðismenn myndu samþykkja allt það sem þar stendur, og þeir myndu þá neyðast til þess að fara bara rakleitt ístjórnmeðþeim! Hið skynsamlegasta væri, að þess háttar stjórn tæki við, ef þessi stjórn myndi springa upp úr þeim hræringum, sem í þingflokki Alþýðuflokksinseru. Það næstliklegasta væri, að þetta yrði þá utanþingsstjórn þangað til viðraði til kosninga. Þessir tveir flokkar myndu þá geta myndað sterk an þingmeirihluta til stuðnings slikri stjóm.enallteru þetta þógetgátur.” Gunnlaugur Stefánsson (Aþfl.): „Það verður nú bara timinn að skera úr urn. Það er nú annars of snemmt að fara að ætla það. að stjórnin falli. Aftur á móti er ég þeirrar skoðunar, og fer ekki dult með það, að ef þessi stjórn nær ekki saman, þá Verði gengið til nýrra kosninga og Alþingi endur skipað og athugað, hver vilji kjósenda sé." BenediktGröndal (Aþfl.): „Það þori ég ekki að segja um. Ekkert. Nei ” Er eitthvað frá samninga- viðræðunum i sumar, sem hægt væri að styðjast við, eða yrði gengið til kosninga? „Það er ekkert sem gefur vís- bendingu um það.” SvavarGestsson (Abl.): „Ja, nú veit ég ekki. Nei, nei, ég hef ekki hugmynd. Heldurðu, að hún sé að falla? Ég spái engu um það. Það hcfur verið sagt um þessa ríkisstjórn. að hún leysi efnahagsmálin til þriggja mánaða i senn, en við spáum aldrei fram yfir svona tvosólarhringa eða svo.” Verða kosningar? „Það vona ég. Við erum tilbúnir i kosningar hvenær sem er.” 1978 J ÚRVALS RIT 1978 Urbals greinar ÍSLENSKAR ÚRVALSGREINAR III Þriöja bindi safnritsins sem Bjarni Vilhjálmsson þjóóskjalavörður og dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavöróur hafa búió til prentunar. Fyrri tvö bindi úrvals- greinanna hafa notiö mikilla vin- sælda — og ekki er þetta bindi síðra. ANDVARI 1978 Aðalgrein hans er ævisöguþáttur Hermanns Jónassonar fyrrum forsætisráöherra, en að auki flytur tímaritið fjölbreytt efni. Ritstjóri er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. ALMANAK Hins íslenzka þjóðvinafélags með ÁRBÓK ÍSLANDS Almanakið er eitthvert fróðlegasta heimildarit sem út er gefió á ís- lensku. Ritstjóri dr. Finnbogi Guðmundsson, en Þorsteinn Sæ- mundsson stjarnfræöingur ann- aðist útreikninga. Höfundur ár- bókarinnar er Ólafur Hansson prófessor. önóvVaii BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652 Stytting krónunnar gagnslítil án breyttrar efna hagsstefnu Reynsla annarra þjóða bendir til þess. að „stytting” krónunnar hafi því aðeins nægilega hagstæð „sálræn” áhrif. að samtimis eigi sér stað stefnubreyting í meðferð efnahagsmála almennt. Svo segir í greinargerð með frumvarpi um breytt verðgildi íslenzks gjaldmiðils, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. „Rikisstjórnin hefur gert baráttuna gegn verðbólgunni að höfuðstefnumiði sínu," segir þar. „Enn er ekki vist. hvort þeirri viðleilni fylgir árangur, sem erfiði. Hins vegar telur hún, að gjaldmiðils- breyting nú sé ekki aðeins viðskiplalega hagkvæm heldur leggi hún áherzlu á þann eindregna vilja stjórnvalda, að hinn í^lenzki gjaldmiðill sé hafinn til vegs á ný og varðveizlu verðgildis hans verði 1 framtíðinni eitt meginmarkmið islenzkrar efnahagsstefnu.” Hundraðföldun verðgildis krónunnar á að gerast I. janúar 1980. Eftir það nefnist áður útgefinn gjaldmiðill „gömul króna”, en hinn nýi „ný króna”. Verða báðar þessar „krónur” i gangi í sex mánuði. þar eftir. Siðan hættir gamla krónan að vera lögmætur gjaldmiðill, en Seðlabankanum verður þó skylt að innleysa „gamlar krónur” i átján mánuði eftir lok þessa sex mánaða tima- bils. -HH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.