Dagblaðið - 20.12.1978, Side 25

Dagblaðið - 20.12.1978, Side 25
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978^. Elton John heldur hljómleika á ný Elton John hefur nú tilkynnt að hann hyggist snúa sér að hljómleika- haldi aftur. Um það bil ár er nú liðið siðan söngvarinn vinsæli ákvað að hætta að skemmta opinberlega um óákveðinn tíma. Hann hefur marg- ,oft ítrekað þá ákvörðun sína að koma ekki fram á hljómleikum og kemur þvi nýjasta tilkynning hans á óvart. Fyrstu hljómleikar Eltons John verða i febrúar á næsta ári ef áætl- IELTON JOHN — Það kom veru- jlega á óvart er hann tilkynnti fyrir- j hugað hljómleikaferðalag um , Evrópu. anir standast. Þá hyggst hann fara I, hljómleikaferðalag um Evrópu. Það verður þó ekki líkt því eins stórt i sniðum og hljómleikarnir í gamla daga, heldur aðeins leikið á smærri stöðum sem rúma um það bil tvö þúsund áheyrendur. Þá verður hljómsveit Eltons ekki likt því eins stór og áður. Hann ætlar semsé að- eins að hafa með sér einn trommu- leikara. Þann fyrsta desember kom út ný tveggja laga plata með Elton John. Aðallagið á henni er Song For Guy, sem tekið er af plötunni Single Man. Hinum megin á litlu plötunni er lagið Lovesick eftir Elton ogBernie Taubin. úr daily express HIN NYJA NASARETH Þannig litur hljómsveitin Nazareth út i dag. Eins og sagt var frá i Dagblaðinu fyrir stuttu hefur fimmti maðurínn bætzt i hópinn. Hann er Zal Cleminson fyrrum gitarleikari með the Sensational Alex Harvey Band. Þannig skipuð hefur hljóm- sveitin lokið upptökum á sinni fyrstu hljómplötu. Frá vinstri árnyndinni eru Dan McCafferty söngvarí, Darryl Sweet trommuleikari, Pete Agnew bassaleikari og gitaríeikararnir Manuel Charlton og Zal Cleminson. NYPLATA UMPRAKKAR- ANN EMIL í KATTHOLTI önnur platan um ævintýri grallar- ans Emils í Kattholti er komin út. Á henni eru fjögur ný ævintýri, Emil bregður sér á markað, sagt er frá uppboði í Bakkakoti og blóðeitrun. Platan skiptist i lög og leikinn texta. Sögumaður er Helga E. Jóns- dóttir, sem jafnframt er leikstjóri. Með hlutverk Emils fer Ólafur Kjartan Sigurðsson og Ida er leikin af Margréti örnólfsdóttur. Fjöldi annarra leikara kemur við sögu á plötunni. Tónlistarstjóri verksins er Sigurð- ur Rúnar Jónsson. Meðal hljóðfæra- leikara má nefna Sigurð Karlsson, Manuelu Wiesler, Sigurð Ingva Snorrason, Hafstein Guðmundsson og Björgvin Gislason. — Upp- tökumaður var Tony Cook. Ævintýri Emils, eins og nýja plat- an um Kattholtsprakkarann nefnist, er önnur platan í nýjum útgáfuflokki hljómplötuútgáfunnar Steina hf. Sá flokkur er ætlaður til útgáfu á vönduðum barnaplötum og nefnist SMÁ. Fyrsta platan í SMÁ-flokkn- um kom út í september siðastliðnum og hefur að geyma tónverkið Pétur ogúlfurinn. -ÁT- /k ÁSGEIR TÓMASSON Ljósiníbænum BEZTA BYRJENDA PLATAN LJÓSIN i BÆNUM Útgafandb Stainar hf. (Stainar-029) Stjóm upptöku: Stofén Stafánsson, Gunnar Hrafnsson og Tony Cook UpptökumaAur Tony Cook Hljóðritun: Hljóöriti Sú mikla jazzvakning sem orðið hefur hér á landi að undanförnu er nú farin að bera ávöxt. Félagið Jazz- vakning sendi fyrir nokkrum dögum frá sér hljómplötu með verkinu Sam- stæður. Steinar hf. gefa nú fyrir jólin út jazzrokkplötu Jakobs Magnússon- ar, sem hann nefnir Jobbi Maggadon og dýrin i sveitinni. Loks er að geta þriðju plötunnar sem hefur að geyma jazztónlist í bland við aðrar stefnur. Það er platan Ljósin í bænum. Á Ljósunum í bænum er nokkur byrjendabragur. Þar með er upp tal- inn eini verulegi galli plötunnar. Músíkin er öll eftir Stefán Stefáns- son flautu- og saxófónleikara og sömuleiðis flestir textarnir. Stefán er liðtækur lagasmiður og semur skemmtilega texta. Auk þess er hann ágætis hljóðfæraleikari. Sömu sögu ' er að segja um fólkið sem leikur og syngur með honum á plötunni. Flestir eru hljóðfæraleikararnir . gamalreyndir í faginu, þó að þeir hafi lítið gert af að leika inn á plötur. Það reynsluleysi skapar losarabrag sem hverfur með tímanum. Söngvarar plötunnar eru Egill Ólafsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Stefán. Egill og Sigrún eru lítt áberandi, en skila sinu hlutverki lýtalausu. Ellen syngur mest gripandi lög plötunnar, Á góðum degi og Vor. Söngur henn- ar er eftirminnilegur og minnir nokk- uð á söngstil Lindu Lewis. Trúlega á Ellen eftir að gera enn betur í fram- tíðinni. Stefán sleppur mun betur frá hljóðfæraleiknum en söngnum. Ég las einhvers staðar að Ljósin í bænum — kjarni þeirra sem gerðu plötuna — hygðust halda hópinn í framtíðinni. Enginn vafi er á að næsta plata þeirra verður mun betri en sú sem hér er fjallað um. Hana skortir jú ekkert nema reynslu að- standendanna. -ÁT- Julian Marshall sagði upp EMIL í KATTHOLTI með grísinn sinn hann Gríslfng. JULIAN MARSHALL hyggst nú byggja upp sólóferil. Einn efnilegasti dúettinn sem fram kom á sjónarsviðið á þessu ári hefur slitið samstarJT Aðeins tveim- ur vikum eftir að Julian Marshall og Kit Hain — betur þekkt sem Marshall, Hain — luku hljómleika- ferð sinni um England og meginland Evrópu, tilkynnti Marshall að hann væri hættur. Kit Hain hyggst starfa áfram með hljómsveit þeirri sem lék með þeim á ferðalaginu, jafnvel undir nafninu Marshall, Hain. Marshall hyggst nú snúa sér að þvi að byggja sig upp sem sóló- stjörnu. Hain á hins vegar fyrir höndum leit að píanóleikara. Hún segir að um leið og sá sé fundinn muni Marshall, Hain snúa sér að þvi að hljóðrita næstu plötu sína. Úr MELODY MAKER

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.