Dagblaðið - 20.12.1978, Síða 34
-salur
Dagur
höfrungsins
Skemmtileg og spennandi bandarísk
Panavisionlitmynd með George C. Scott
og Trish van Devere
Islenzkur texti
Endursýnd kl. 3,5,7,9 og 11.
salur
Makleg málagjöld
Afar spennandi og viðburðarík litmynd,
meðCharles Bronson og Liv Ullmann.
Islenzkur texti. Bönnuðinnan 14ára.
Endursýnd kl. 3,05, 5,05, 7,05, 9.05 og
11,05.
'Salur
C
Kóngur í New York
'r*«-
Sprenghlægileg og fjðrug ádeilukyik-l
mynd, gerð af Charlie Chaplin. — Ein-!
hver harðasta ádeilumynd sem meistari'
Chaplin gerði.
Höfundur, leikstjóri og aðalleikari:
Charlie Chaplin.
Sýndlkl. 3,5, 7,9 og 11.
solur
Varist vætuna
Sprenghlægileg gamanmynd með Jackie
Gleason. '
lslenzkur texti.
Endursýnd kl. 3.15 5.15, 7.15, 9.15 og
11.15.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978.
í
GAMLA BÍÓ
»mlU47B;
Arnarborgin
Hin fræga og vinsæla kvikmynd.
Endursýnd kl. 5 og 9.
íslenzkur texti.
Bönnuðinnan 14ára.
D
1
HAFNARBIO
I
Jólamynd 1978
Tvær af hinum frábæru stuttu myndum
meistara Chaplins sýndar saman:
AXLIÐ BYSSURNAR
og
PÍLAGRÍMURINN
Höfundur, leikstjóri og aðalleikari:
Charlie Chaplin
Góðaskemmtun.
Sýnd kl. 5,7,9og 11.
Kvikmyndir
AUSTURBÆJARBlÓ: Klu Klux Klan sýnir klæm-
ar, aöalhlutverk Richard Burton og Lee Marvin, kl. 5,
7 og 9, bönnuð innan 16 ára.
GAMLA BÍÓ: Sjá auglýsingu.
HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu.
HAFNARFJARÐARBÍÓ: Hryllingsóperan (The
Rocky horror picture show) kl. 9.
HÁSKÓLABÍÓ: Himnaríki má bíða kl. 5, 7 og 9.
Hækkað verð.
LAUGARÁSBÍÓ: Jólamyndin 1978. Ókindin önnur
kl. 5,7.30 og 10. Bönnuð innan 16 ára.
NÝJA BÍÓ: Þrumur og eldingar, kl. 5,7 og 9, bönnuí
innanMára.
REGNBOGINN: Sjá auglýsingu.
STJÖRNUBÍÓ: Ævintýri popparans, aðalhlutverk
Robin Askwith, Anthony Booth, Sheila White, kl.
7,9 og 11, bönnuð bömum.
Við erum ósigrandi kl. 5.
TÓNABÍÓ: Þrumufleygur og léttfeti, aðalhlutverk,
Clint Eastwood, Jeff Bridges, George Kennedy, kl. 5,
7.10og9.20.
Verður þú
ökumaður
ársins
9
Aukin tillitssemi
bætir umferðina
UMFERÐARRÁÐ
Dagblað ,
án ríkisstyrks
Það lifi
(S
Útvarp
Sjónvarp
Sjónvarp í kvöld kl. 20.40:
Eins og maðurinn sáir hættir
Ræturnar koma í staðinn
Síðasti þáttur myndaflokksins Eins og
maðurinn sáir er í sjónvarpinu í kvöld.
Þann 3. janúar kemur ekki síðri mynda-
flokkur hans í stað. Það eru Ræturnar
(Roots) sem gerður er eftir sögu Alex
Haleys.
1 síðasta þætti flokksins Eins og
maðurinn sáirvar greint frá ört fallandi
stjörnu Henchards. Verður hann sér til
skammar með ölæði er Albert prins er
væntanlegur til bæjarins. Óvart verður
Henchard til þess að taka Lucettu með
sér í fallinu er ástarbréf hennar komast i
hendur almennings. Deyr hún af skömm
að lokum.
Newton sem raunverulega var faðir
Elisabeth-Jane skýtur óvænt upp kollin-
um og hyggst finna dóttur sina.
Henchard segir hana dána og Newton
snýr við. Henchard hyggst fyrirfara sér
en hættir við á síðustu stundu.
Framhaldsmyndaflokkurinn Rætur
hefur valdið miklu umtaii i Bandaríkjun-
um þaðan sem hann kemur. 1 honum er
saga negranna þar í landi sögð frá
sjónarhóli þeirra. Aðalpersónan er
Kunta Kinte Afríkumaður sem fluttur
er til Bandaríkjanna sem þræll. Saga
fjölskyldu hans er rakin í 7 ættliði af
Alex Haley, höfundi sögunnar.
Alex er núna 57 ára og býr i Holly-
wood. Hann er þekktur vestra sem
blaðamaður og rithöfundur og sú vinna
sem hann lagði í að grafa upp sögu fjöl-
skyldu sinnar hefur tryggt orðstír hans
ævilangt. í bók sinni lýsir Alex hverju
skrefi þessarar leitar að uppruna sínum,
D
Kunta Kinta, aðalpersónan 1 Rótum.
meðal annars ferðum sem hann tók sér á
hendur inn í frumskóga Afríku.
Myndaflokkurinn Ræturnar er í 10
þáttum en upphaflega bókin er 800 síður
í vasabroti og með smáu letri. Þykir því
líklegt að einhverju hafi verið sleppt.
- DS
»
Alex Haley, höfundur bókarinnar Roots.
RÚMENÍA — sjónvarp í kvöld kl. 21.40:
Hvað bíður Rúmena
reiðist Rússar meira?
Brezk mynd um lifskjör og framtiðar-
horfur í Rúmeniu er á dagskrá sjón-
yarpsins í kvöld. Þýðandi og þulur með
myndinni er Jón O. Edwald.
Eins og flestum mun kunnugt af
fréttum valda forystumenn Rúmena
Rússum nú auknum áhyggjum.
Ceausescu forseti neitar að leggja fram
það fé til Varsjárbandalagsins sem Rúss-
ar krefja hann um og býður á svipuðum
tima Hua Kuo Feng heim og fer sjálfur
að finna Carter Bandaríkjaforseta.
Carter sendi einnig Blumenthal fjár-
málaráðherra sinn austur til Rúmeníu.
Þessi hegðun Ceausescu hefur valdið
mönnum á Vesturlöndum vaxandi
furðu þar sem stefna hans gengur i al-
gjört berhögg við stefnu móðurveldisins
í austri. Nýlega var haldinn Natófundur
þar sem þessi deila var rædd og reynt að
fá upp hvað eiginlega væri um að vera
eystra. En eins og oft áður verða getgát-
urnar að nægja.
- DS
Ceausescu forseti Rúmcniu við Niagara-
fossa er hann heimsótti Bandarikin og
Kanada nýlega.
Útvarp
Miðvikudagur
20. desember
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Lltll bamatiminn. Finnborg Scheving
stjórnar.
13.40 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Blessuð skepnan” eftir
James HerrioL Bryndís Vlglundsdóttir les
þýðingu sina(19).
15.00 Miðdegistónleikan Adrian Ruiz leikur
pianóverk eftir Christian Sinding/Itzhak Perl-
man og Vladimír Ashkenazý leika Sónötu nr.1
1 I f-moll fyrir fiðlu og píanó op. 80 eftir Pro-
koffjeff.
15.40 íslenzkt mái. Endurtekinn þáttur Ásgeirs
Bl. Magnússonar frá 16. þ.m.
‘16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn-
ir).
16.30 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir.
17.20 (Jtvarpssaga barnanna: „Skjótráður skip-
stjðrl” eftir Ragnar Þorsteinsson. Björg Áma
dóttir les (3).
17.40 Á hvitum reitum og svörtum. Guðmundur
Arnlaugsson flytur skákþátt og efnir til jóla-
getraunar meðal hlustenda.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaaukl. Tilkynningar.
19.45 Einsöngun Rut L. Magnússon syngur lög
eftir Jakob Hallgrimsson og Hjálmar H. Ragn-
arsson. Jónas Ingimundarson leikur á pianó,
Jósef Magnússon á flautu og Pétur Þorvalds-
son á selló.
20.05 0r skólaUfínu. Kristján E. Guðmundsson
stjórnar þættinum.
20.35 Útvarpssagan: „Fljótt fljótt, sagði fugl-
inn” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les
(25).
21.00 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Ámason-
ar.
21.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá.
22.05 Norðan heiða. Magnús Ólafsson á Sveins-
stöðum i Þingi sér um þáttinn og talar við
nokkra Skagfirðinga.
Orð kvöldsins á jólaföstu.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Úr tónlistarlifínu. Knútur R. Magnússon
sér um þáttinn.
23.05 Ljðð eftir Þorstein Valdimarsson. Þórar-
inn Guðnason læknir les.
23.20 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson,
kynnir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
D
Miðvikudagur
20. desember
18.00 Kvakk-kvakk.
18.05 Gullgrafararnir. Nýsjálenskur mynda-
flokkur í þrettán þáttum. Aðalhlutverk
Andrew Hawthom. Fyrsti þáttur. Faðir Scotts
starfar i guUnámu í öðrum landshluta. Þegar
hann kemur ekki heim á tilsettum tima þykist
Scott viss um að eitthvað hafí komið fyrir.
Hann ákveður þvi að leita að föður sínum og á
leiðinni lendir hann I margvíslegum ævintýr-
um. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.30 Könnun Miðjarðarhafsins. Þriðji þáttur.
Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
18.55 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 „Eins og maðurinn sáir”. Sjöundi þáttur.
Sögulok. Efni sjötta þáttar: Albert prins er
væntanlegur I heimsókn til Casterbridge.
Henchard krefst þess að fá að bjóða prinsinn
velkominn, en því er hafnað. Jopp les ástarbréf
Lucettu á kránni. Tilheyrendur ákveða að
refsa þeim Henchard með því að efna til smán-
argöngu, bg verður Lucettu svo mikið um, að
hún deyr. Henchard truflar móttökuathöfn
Alberts prins, og Farfrae leggur á hann
hendur. Henchard hyggst hefna sln, en þegar á
hólminn er komið þyrmir hann lifi Farfrae.
Newson, faðir Elisabeth-Jane, birtist óvænt og
hyggst finna dóttur sína. Henchard segir hana
látna, og fer Newson leiðar sinnar við svo bú-
ið. Henchard hyggst fyrirfara sér, en hættir
við á síðustu stundu. Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.40 Rúmenia. Bresk mynd um lífskjör og fram-
tíðarhorfur I Rúmeníu. Þýðandi og þulur Jón
i O. Edwald.
‘ 22.20 Vesturfararnir. Áttundi og síðasti þáttur.
Siðasta bréfið til Svíþjóðar. Þýðandi Jón O.
Edwald. Áður á dagskrá í janúar 1975. (Nord-
vision).
23.10 Dagskrárlok.