Dagblaðið - 20.12.1978, Page 35
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978.
35
wí'tH"'*;
Jólagjöfin
hans er
gjafakassi frá
Heildverilun
‘^étur^éturóóon k/\
Suðurgata 14 Símar 2-10-20 og 2-51-01
skrauti ogjólapappír sem engmn annar
ermed
ÚR SKÓLALÍFINU - útvarp í kvSld kl. 20.05:
Menntaskólinn á Lauuarvatni.
Er drukkið meira á Laugar-
vatni en annars staðar ?
MUHÚBIO
Laugavegi 178 — Sími 86780
(næsta hús við Sjónvarpið)
„Loksins létum við verða af því að
fara út á land og byrjum á þvi að fara á
Laugarvatn. Þaðan er Menntaskólinn
kynntur,” sagði Kristján E. Guðmunds-
son menntaskólakennari um þáttinn Úr
skólalífinu sem er á dagskrá útvarpsins i
kvöld.
„Fjallað verður um félagslíf nem-
enda. bæði iþróttalif og skemmtanalíf.
Laugarvatnsskólinn er að þvi leyti sér-
stakur að hann er eini hreini heima-
vistarmenntaskólinn á landinu. Á Akur-
eyri og Ísafirði eru að visu heimavistir
en nemendur búa einnig i bæjunum
sjálfum. Slíkt er nær óþekkt á Laugar-
vatni. Vegna þessa hafa myndazt ýmsar
sérkennilegar venjur og siðir á Laugar-
vatni sem hvergi finnast annars staðar.
Ég fæ nokkra nemendur þaðan til þess
að greina mér frá þessum venjum.
Við tölum einnig um þann kostnað
sem fylgir því að vera i heimavistarskóla
og kosti þess og galla.
Ég varpa fram spurningu sem ofl
hefur heyrzt, um hvort drukkið sé meira
á Laugarvatni en í öðrum framhalds-
skólum. Það telja nemendur fráleitt.
Hins vegar beri meira á þvi þegar 200
manns séu samankomnir allan sólar-
hringinn. Þetta er eflaust rétt hjá þeim,”
sagði Kristján.
- DS
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njátsgötu 49 - Simi 15105
GULLGRAFARARNIR - sjónvarp í dag kl. 18.05:
HITTIR FURÐUFÓLK í
LEITINNIAÐ PABBA
Nýr myndaflokkur fyrir börn og ungl-
inga hefst í dag i sjónvarpinu. Kemur
hann alla leið frá andfætlingum okkar á
Nýja Sjálandi og nefnist Gullgrafar-
arnir.
Sagt er frá drengnum Scott sem
dvelur hjá frænku sinni og frænda þar
eð faðir hans er i gullleit. Þegar faðirinn
kemur ekki á fyrirfram ákveðnum tima
aftur fer Scott að gruna að ekki sé allt
með felldu. Þegar svo ferðakoffort
föðurins kemur með eigum hans í er
strákur viss um að eitthvað hafi komið-
fyrir. Hann ákveður þvi að taka sér ferð
á hendur i leit að föður sinum.
Scott reynir að komast sem laumufar-
þegi nteð birgðalest sem er á leið til gull-
graftarsvæðanna. Á þvi ferðalagi kynn-
jst hann ýmsu skritnu fólki. Meðal ann-
ars ræningjum, Kinverjum og töfra-
manni.
Scott er leikinn af dreng að nafni
Andrew Hawthorn. Myndaflokkurinn
um hann er i þrettán þáttum og hefur
Jóhanna Jóhannsdóttir þýtt þá.
- DS
Andrew Hawthorn l hlutverki Scotts.