Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 10
10
MSBIABW
Utgefandi: DagblaðM hf.
FramkvnmdastJóH: Svainn R. EyJóHsaon. Rttstjórí: Jónas KHatJénaaon.
Fróttaatjórí: Jón Birgir P$turaaon. RitatJómarfuRtnjl: Haukur Helgaaon. Skrífatofuatjóri rítatjómar
Jóhannaa RaykdaL Iþróttir HaUur Simonaraon. Aöatoóarfréttaatjórar AtJi Stainaraaon og ómar ValdL
maraaon. MenningarméF. Aöabtainn IngóHaaon. Handrtt: Áagrímur Pélason.
Blaöamann: Anna Bjamason, Aagair Tómaaaon, Bragi SlgurÖaaon, Dóra Stafánadóttir, Giaaur Siguröa-
soo, Gunnlaugur A. Jónaaon, HaBur HaUsson, Helgi Péturason, Jónas Haraldason, Ólafur Geirason,
Ólafur Jónason. Hönnun: GuöJón H. Pélaaon.
LJÓsmyndir: Ámi PéH Jóhannason, BJamlalfur BJamlaHsaon, Höröur VHhJélmsson, Ragnar Th. Slgurðs-
son, Sveinn Þormóöaaon.
Skrífstofustjóri: Óiafur EyJóHsson. GJaldkeri: Þréinn ÞoríaHsaon. Sökistjórí: Ingvar Svainaaon. DraHing-
arstjórí: Mér E.M. HaHdórsson.
Rltatjóm Slðumúla 12. Afgralösla, éskríftadaild, augiýsingar og skrifstofur Þverhohi 11.
Aðalslmi blaösina ar 27022 (10 linur). Áakrift 2600 kr. é ménuöi innanlands. I lausaaöki 126 kr. eintakiö.
Satning og umbrot Dagblaölð hf. Slöumúla 12. Mynda- og plötugerö: HHmir hf. Slöumúla 12. Prentún:
Arvakur hf. SkaHunni 10.
Þrír homsteinar
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979.
í fjölmiðlakönnun Hagvangs, sem /5
skýrt var frá fyrir helgina, kom nokkuð á
óvart, að þjóðin notar dagblöðin meira
en útvarp og sjónvarp. Víðast hvar
annars staðar er þessu öfugt farið.
Vikuna 2. til 8. október í vetur
hlustuðu að meðaltali 45% þjóðarinnar á útvarp og
55% horfðu á sjónvarp. Tvö dagblöðin fóru upp fyrir
þessar tölur, Dagblaðið var lesið af 56% þjóðarinnar og
Morgunblaðið af 68% þjóðarinnar.
Það er sennilega einsdæmi, að dagblað fari í notkun
upp fyrir sjónvarp, svo ekki sé talað um tvö dagblöð á
einum og sama markaði. En þetta er einmitt staðreynd
hér á landi.
Auglýsendur og auglýsingastofur hafa ekki áttað sig á
þessari sérstöðu íslands í fjölmiðlun. En eftir könnun
Hagvangs má búast við, að auglýsingum verði í meira
mæli en áður beint til þeirra dagblaða, sem þjóðin notar
meira en sjónvarp.
Könnun Hagvangs staðfesti endanlega sigur Dag-
blaðsins á hádegis- og síðdegismarkaðnum. Hún leiddi í
ljós, að Dagblaðið er 40% meira keypt en Vísir. Munar
þar mest um áskriftina, en lausasala Dagblaðsins er líka
mun meiri en Vísis.
Ætla mætti, að það síðdegisblað, sem meira er keypt
og lesið, hefði stærri lesendahóp, sem er sameiginlegur
Morgunblaðinu. Ætla mætti, að umframsalan sé að
verulegu leyti skörun.
Könnun Hagvangs sýnir hins vegar, að af áskrifend-
um Dagblaðsins er minnihlutinn líka áskrifendur
Morgunblaðsins, en af áskrifendum Vísis er meirihlutinn
líka áskrifendur Morgunblaðsins. Af hverjum 100 áskrif-
endum Dagblaðsins eru 42 líka áskrifendur
Morgunblaðsins og af hverji m 100 áskrifendum Vísis
eru 62 líka áskrifendur Morgunblaðsins.
Auglýsendur, sem auglýsa í Morgunblaðinu, stækka
lesendahóp sinn sem sagt tiltölulega lítið með því
auglýsa til viðbótar í Vísi. Aðeins 38 af hverjum 100 á-
skrifendum Vísis væru nýir lesendur auglýsingarinnar.
Þessir auglýsendur stækka hins vegar lesendahóp sinn
verulega með því að auglýsa til viðbótar í Dagblaðinu.
58 af hverjum 100 áskrifendum Dagblaðsins væru nýir
lesendur auglýsingarinnar.
Það hefur semsagt komið í ljós, að áskrifendahópur
Morgunblaðsins og Vísis er að verulegu leyti hinn sami
og að áskrifendahópur Dagblaðsins er að verulegu leyti
annar.
Þessi staðreynd eykur gildi auglýsinga í Dagblaðinu í
góðum kaupbæti umfram þá staðreynd, að Dagblaðið er
40% meira keypt en Vísir.
Vísir er meira keyptur og lesinn en Dagblaðið á
Norðurlandi eystra aðra daga en mánudaga. Á öllum
öðrum sviðum hefur Dagblaðið yfirburði.
Dagblaðið er meira keypt og lesið bæði af konum og
körlum. Það er meira keypt og lesið í öllum aldurs-
flokkum. Það er meira keypt og lesið af öllum atvinnu-
stéttum, þar með töldum bændum. Það er meira keypt
og lesið bæði í dreifbýli og þéttbýli.
Hinar óhagganlegu staðreyndir þessa máls eru þrjár.
Dagblaðið er 40% meira keypt en Vísir. Dagblaðið hefur
ekki sama áskrifendahóp og Morgunblaðið. Og Dag-
blaðið er meira notað en sjálft sjónvarpið.
Staðreyndirnar þrjár segja auglýsendum, að
upplýsingar þeirra eigi einmitt heima í Dagblaðinu.
Þetta hafa smáauglýsendur lengi vitað af hyggjuviti
sínu. Hinir stóru sjá það nú svart á hvítu.
íran:
CIA og ráðgjöfum
Carters forseta
jf' ■1
kennt um mis-
tökin i íran
— nefndöldungadeildarinnartelur CIA hafaverið
of tengt keisaranum til að geta af lað raunhæf ra
upplýsinga um andstöðuna gegn honum
Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans
eiga sök á þvi ásamt CIA — öryggis-
málaþjónustu bandaríska ríkisins —
hve þeir voru illa viöbúnir þeim at-
burðum sem að undanförnu hafa
orðið i íran. Þykja allar aðgerðir
Bandarikjastjórnar í þessu efni hafa
verið með eindæmum klaufalegar eða
svo kemur fram i skýrslu nefndar sem
öldungadeild þingsins setti á stofn til
að kanna málið. Bent er á að vegna lé-
legra upplýsinga um minnkandi veg
keisarans í íran hafi ekki verið neitt að
gera loksins þegar málið lá Ijóst fyrir í
október síðastliðið haust.
1 skýrslunni kemur einnig fram að
hermálaráðuneytið bandariska taldi í
lok september síðastliðinn að keisarinn
mundi í það minnsta haldast tíu árum
lengur við völd. Jimmv Carter Banda-
rikjaforseti sendi CIA orðsendingu
skömmu eftir að Ijóst var að völdum
keisarans var lokið. Þar var spurt
hvernig svo mætti vera að upplýsinga-
þjónusta stofnunarinnar væri svo léleg
í eins mikilvægum heimshluta og Iran.
t skýrslu nefndar öldungadeildarinnar
er tekið fram að málið sé ekki svo ein-
falt að leggja megi alla sök á starfs-
menn CIA. Þar komu einnig til mistök
stjórnar Carters.
t máli írans hafði hin hefðbundna
afstaða og skoðun á keisaranum og
landi hans mikil áhrif. Kom það í veg
fyrir aö upplýsingar um raunverulegt
ástand bærust til eyrna þeirra sem þær
áttu að fá. Einnig virðist svo, að sú
skoðun, að keisarinn væri traustur í
sessi, hafi verið svo ráðandi að ýmsum
merkjum um hið gagnstæða var ekki
veitt athygli. Þrátt fyrir að niðurstaða
nefndarinnar sé þessi er ekki talið að
öldungadeildin hafi áhuga á að vekja
upp miklar deilur um transmálið í
Bandaríkjunum. Ljóst er þó að í aug-
um umheimsins hafa Bandaríkin
GAGNRYNI
Hvað er list? er sú spuming sem
hvað oftast hefur orðið til vandræða i
fjölmiðlum síðan Gutenberg stal hug-
myndinni að prentun með lausum
stöfum frá Kínverjum og þóttist hafa
uppgötvað sjálfur. Er nú svo komið að
spurningin veldur hinum mestu leið-
indum, þvi afglapar eiga sérstaklega
auðvelt með að svara henni. Ekki veit
ég hver varpaði þessari dularfullu
spurningu fram fyrstur manna en það
hefur áreiðanlega verið mikill vand-
ræðamaður. Eitt er víst, ekki var það
Gunnar á Hlíðarenda því á dögum
Gunnars hafði mannkynið ekki náð
nógu háu þroskastigi til að greina á
milli listaverks og venjulegs vegg-
fóðurs.
En síðan Gunnar leið undir lok
eins og frægt er orðið úr gömlum ís-
lenskum lygasögum hafa ýmsar breyt-
ingar orðið hér á þessum moldarköggli
i útjaðri vetrarbrautarinnar. Til að
mynda hefur Edison fundið upp Ijósa-
peruna og Sigmund Jóhannsson
garnadráttarvélina, að ég tali nú ekki
um verðbólguna sem var óþekkt fyrir-
brigði á dögum Gunnars. Og einhvern
tímann í miðju þessu ölduróti hraðfara
breytinga reis einhver upp og spurði:
Hvað er list? Fyrst í stað ruku allir
frægustu heimspekingar plánetunnar
upp til handa og fóta og reyndu að
svara þessari spurningu. Gengu
nokkrir svo langt að velta einnig fyrir
sér hvort sum listaverk væru betri en
önnur og hvers vegna. Ekki var laust
við að þessum spakvitru mönnum
þætti nokkrum erfiðleikum bundið að
henda reiður á raunvisindaleguorsaka-
samhengi í áhrifamætti listaverka.
Sumir drógu jafnvel í efa að nokkurt.
samband væri á milli listaverksins og
þeirra áhrifa sem það framkallar og
minntu á háþróaða alheimsspekinga í
Himalæja sem lifa í einu allsherjar
listaverki og greina ekki á milli
Picassós og kúadellu hvað listræn
heildaráhrif varðar. En til þess að list-
in svífi ekki eins og dularfull þoku-
slæða meðal hátimbraðra raunvisinda-
kerfa nútímans hefur risið upp harð-
svíraður hópur manna sem blæs á
allar vangaveltur heimspekinganna
um inálið og hefur á takteinunum
óbrigðulan mælikvarða á gæði lista-
verka. Þessi söfnuður hefur myndað
einhvers konar hæstaréttar-dómstól
yfir menningarlífi þjóðanna og flokkar
allar afurðir listamanna nákvæmlega
áleitnu spurningum hafa margum-
ræddir heimspekingar rannsakað
gaumgæfilega fjöldann allan af rit-
dómum og niðurstöðurnar eru
skjálftavekjandi. Það kom sem sé i ljós
að grunnforsendur þessara dóma eru
órökstuddar alhæfingar í ætt við trú-
arsannfæringu sem í eðli sínu eru
hvorki betri né verri en alhæfingar
húsmóðurinnar í vesturbænum sem
gert hefur velvakanda einn hér í bæ
rjar '
-SKS"***- __—
niður í gæðaflokka. Flestir fjölmiðlar
birta að staðaldri þessa hæstaréttar-
dóma undir samheitinu gagnrýni.
Heimspekingarnir hafa löngum
undrast þessa einkennilegu starfsemi
og spurt i umboði hvers eru þessir
menn að opinbera yfirnáttúrulega
dómgreind sina? Eru þeir hér í umboði
drottins allsherjar eða einhvers enn
dularfvllri aðila? Til að svara þessum
frægan að endemum. Á almúgamáli
kallast þetta fyrirbrigði smekkur og er
hvorki af guðlegum né raunvísinda-
legum toga spunnið. Þetta er eitt af
þessum sjaldgæfu fyrirbrigðum, þar
sem allir hafa rétt fyrir sér, hversu vit-
lausir sem þeir eru og þykir ein besta
sönnun afstæðiskenningar Einsteins
sem var þýskur gyðingur og spilaði á
fiðlu. Listfræðingar hafa þó þá sér-
stöðu fram yfir óupplýstan almúgann
að vera færir um að klæða smekk sinn