Dagblaðið - 06.02.1979, Page 13

Dagblaðið - 06.02.1979, Page 13
óttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir lur. Þeir ganga af velli Jónas Jóhannesson ■r Jón Viöar Matthiasson heldur hnugginn [jeim þrem tilraunum sem hann fékk til að ir I gærkvöldi. DB-mynd R.Th. Kalli og Þorsteinn í eldlínunni í Courtrai — léku þar sinn fyrsta leik með La Louviere f 1-1 jaf ntef li „Ég er ánægður með leikinn en aðstæður eru ennþá erfiðar hér i Belgiu. Þetta var fyrsti leikur okkar Þorsteins með La Louviere og við vorum báðir taugaspenntir. En Þorsteinn stóð sig mjög vel i markinu, varði eins og berserkur í siðari hálfieik,” sagði Karl Þóröarson en hann lék sinn fyrsta leik með La Louviere á sunnudag, ásamt Þorsteini Bjarnasyni, markverði. „Þjálfarinn Zemmerling, en hann lék áður með Standard, var mjög ánægður með stigið sem við náðum, og eins með frammistöðu okkar. Þetta var þýðingar- mikill leikur fyrir okkur, sannkölluð botnbarátta,” sagði Karl ennfremur. íslendingarnir tveir fóru vel af stað með sínu nýja félagi, La Louviere í Belgíu. La Louviere náði jafntefli gegn Courtrai, 1 —l.Dýrmætt stig á útivelli. La Louviere er nú i 14. sæti í Belgíu með 13 stig. FC Liegois og Berchem hafa bæði 11 stig en Courtrai er í neðsta sæti með 10 stig. Tvö lið fjalla niður. Karl Þórðarson skoraði ekki mark sjálfur. La Louviere skoraði að vísu tvö mörk en annað 'var dæmt af og mót- mæltu leikmenn La Louviere því ákaft. Og það mark lagði Karl sjálfur upp. Lenti i návígi við einn varnarmanna Courtrai, náði að leika á hann og gaf síðan á Barber, sem skoraði. En markið var dæmt af — einn leikmanna La Louviere sagður rangstæður og mót- mæltu leikmenn La Louviere því ákaft „Það var ákaflega ánægjulegt að ganga svona beint inn i liðið þvi cnnhá finnst mér vanta talsvert á að ég sé i góðu formi en það er ekki langt í það. Það hefur verið ákaflega erfitt að æfa vegna vetrarríkisins hér en aðstæður fara nú batnandi. Ég er ákaflega bjart- sýnn á framhaldið hér,” sagði Karl ennfremur. Undir lokin var sókn Courtrai mjög þungt og mikið mæddi á Þorsteini Bjarnasyni i marki La Louviere. En islenzki landsliðsmaðurinn stóð sig mjög vel, „varði eins og berserkur,” eins og Karl orðaði það. Þegar langt var liðið á ;h. Forest bauð i pund í Francis hef ur samþykkt en nú bíða Brian Clough :er Taylor eftir svari Francis tekizt að ná upp sterku liði. I þau fimm ár sem Birmingham hefur verið í 1. deild hefur félagið ávallt barizt í bökkum. Svo er einnig i vetur — og nú nánast víst að leiðir Birmingham og Trevor Francis skilja. Englendingar leika landsleik við N-lra á Wembley á morgun. Lengi var álitið ólíklegt að Dave Watson, miðvörður Manchester City, gæti leikið með vegna meiðsla. Hann hefur þó æft með enska landsliðinu og er nú talið víst að hann leiki gegn N-lrum i Evrópukeppni landsliða. Skotar og Belgar áttu að mætast á Hampden Park i Evrópukeppni lands- liða á morgun. En þeim leik hefur verið EINSSON ÞJÓÐAR íga leikaíS. deild Karl I viðtali við DB. Fyrir skömmu fór einn leikmaður enn I 3. deild I Svfþjóð, Jóhann Torfason, og þeir félagar bætast nú I hóp fjölmargra leikmanna f Sviþjóð. - FÓV frestað, enn setur vetur konungur strik í reikninginn I Skotlandi. m W I leikinn var Karli skipt útaf, varnar- maður settur inn. Karl spilaði „fljót- andi” eins og hann kallaði það sjálfur. Það er milli tengiliða og fremstu sóknar- manna. Áhorfendur í Courtrai, borg skammt frá frönsku landamærunum voru milli 7 og átta þúsund og var stemmning meðal þeirra mikil. „Mesti munurinn á knattspyrnunni — Karl Þórðarson — lagði upp mark sem var dæmt af. hér i Belgíu og heima á Íslandi er hraðinn. Hér er allt á fullu frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Knötturinn gengur marka á milli og hraðinn er gífurlegur,” sagði Karl Þórðason, Skagamaðurinn kunni, sem um áraraðir hefur glatt islenzka áhorfendur með snilli sinni. Nú fá Belgar að njóta snilld- ar Karls. ow *>s — Þorsteinn Bjarnason — „varði eins og berserkur 1 síðari hálfleik.” ARNOR - ALLTI ÖLLU HJÁ LOKEREN — segir Karl Þóröarson, eftir að Arnór hafði skofað í 2*4sigri Lokeren — Karl Sveinsson, til Sviþjóðar. Arnór Guðjohnsen er nú aðeins sautján ára og það eru ekki nema nokkr- ir mánuðir slðan hann hélt á braut at- vinnumennskunnar frá Vfking. En Vík- ingurinn ungi hefur þegar slegið I gegn. „Arnór er nú I þrumuformi, hefur aldrei verið betri. Er allt I öllu hjá Lokeren,” sagði Karl Þórðarson en hann fylgdist með leik Lokeren og Beringen I sjón- varpi. Amór Guðjohnsen skoraði jöfnunar- mark Lokeren eins og skýrt var frá í DB i gær. Sending kom fyrir mark Beringen og Arnór renndi sér á milli varnarmanna og sendi knöttinn i netið — reyndist Lokeren dýrmætt í 2-1 sigri. „Arnór á eftir að gera það gott i Belgíu og þegar greinilega stórt númer hjá Lokeren, stórgóður leikmaður og likamlega orðinn mjög sterkur,” sagði Karl Þórðarson. Lokeren blandar sér nú af alvöru í baráttuna um efstu sætin. Þess má geta að Lubanski, pólski leikmaðurinn kunni, lék að nýju með Lokeren. Hann fékk morðhótun fyrr í vetur og hélt þá heim til Póllands. Hann hefur nú snúið aftur til Belgíu og eru þeir í fremstu víglínu. Osigrar í Cardiff íslenzka landsliðið tapaði báðum leikjum sfnum i Cardiff i borðtennis i gær. Fyrst ósigur gegn Norðmönnum, 7- 0, og I kjölfarið fylgdi ósigur gegn smá- eyjunni Jersey, 4-3. Pólverjinn Lubanski, frægasti leikmaður Pólverja síðustu árin, og íslendingurinn ungi, ArnórGuðjohnsen. Bristol Rovers mæta Ipswich — sigruðu Charlton 1-0 íBikarnum Colchester United sigraði Ncwport 1- 0 I enska bikarnum I gær — komast þar með I 16-liða úrslit og mætir annaðhvort Fulham eða Manchester United. Eina mark leiksins skoraði Bobby Gough af stuttu færi. Þá áttust við Bristol Rovers og Charl- ton, bæði úr 2. deild. Rovers sigraði 1-0 og eina mark leiksins I Bristol skoraði Steve White í fyrri hálfleik eftir mikil varnarmistök. Bristol Rovers mætir bikarmeisturum Ipswich f næstu umferð. Afturelding í ef sta sæti Afturelding þokaði sér I cfsta sæti 3. deildar, sigraði I Njarðvlk 13-11 gegn Njarðvik. Helgina þar áður hafði Aftur- elding sigrað ÍBK 18-16 og trónir Aftur- elding nú á toppi 3. deildar með 16 stig, stigi meir en Týr, Eyjum, en Afturelding hefur leikið tveimur leikjum meir. Þá fóru fram tveir leikir I viðbót nú um helg- ina. Skagamenn sigruðu Keflvikinga 19- 18 suður með sjó og á Dalvik áttust við Dalvik og Breiðablik — jafntefli varð, 25-25. Í 1. deild kvenna sigraði KR lið Hauka 8-71 Laugardalshöll og er þvf KR nú komiö i annað sæti i 1. deild kvenna. Með tiu stig að loknum 9 leikjum en FH hefur 9 stig að loknum sex leikjum og er í þriðja sæti. Fram er efst með 16 stig að loknum niu leikjum. Yfirburðir USAíHollandi í sundi — Arnór Guðjohnsen, allt f öllu f spili Lokeren. Bandarfkjamenn sýndu enn hve mikla yflrburði þeir hafa nú í sundinu i 21- þjóðar keppni I Hollandi um helgina. Það var Speedo-mótið í Amersfoort og Bandarikjamenn sigruðu í 13 af 26 greinum. Helztu keppinautar Bandarikj- anna, A-Þjóðverjar, hrepptu fimm gull. Jim Montgomery sigraði i 200 metra skriðsundi á 1:52.04. Þessum sigri fylgdi landi hans, Larry Dowler, í bringusundi, sigraði í 100 metra bringusundi á 1:06.44. Jenhy Rapp vann þriöja gull Banda- ríkjamanna síðari daginn með sigri i 200 metra flugsundi á 2:16.12. 1 100 metra baksundi sigraði Rick Carey á 58:22. Jim Montgomery sigraði i 50 metra skriðsundi á 23:83 — vann þar með fimmta gull Bandaríkjamanna siðari daginn. Sylvia Rinka vann gull fyrir A-Þýzka- land er hún sigraði í 100 m bringusundi á 1:14.62. Antje Stille, landa hennar, fylgdi eftir sigri í 200 metra baksundi fyrri daginn með því að sigra í 100 metra baksundi á 1:04.13. Kanadamenn sýndu að þeir eru að koma sterkir upp. Kanada vann tvö gull síðari daginn með sigri Lavente í 200 m flugsundi á 2:07.13. Landi hans, Alex Baumann, sigraði i 400 metra fjórsundi á 4:35.05. Holland vann sitt gull — Enith Brigitha synti sitt síðasta sund á ferli sinum og hún sigraði í 100 metra skrið- sundi. Sharon Davies, Bretlandi, setti brezkt met I 400 metra skriðsundi, 4:19.25, en gamla metið hennar var 4:20.56. Hún vann þrjár greinar, sam- kvæmt fréttaskeytum Reuters. tmm msmm mm aaam DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1979.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.