Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979.
7
Húsnæðisvandi Landspítalans gíf urlegur:
„Þrýstihópaaðgerðir geðlækna”
— leystu vandamál sín á kostnað hinna
Læknaráð Landspitalans. Talið frá vinstri: Jón Þ. Hallgrfmsson, Hjalti Þórarinsson, Sigurður Björnsson, Gunnlaugur
Geirsson, Magnús K. Pétursson, Grétar Ólafsson, Björn Júliusson, Þórarinn Sveinsson, Matthias Kjeld og Bjarni Þjóð-
leifsson. DB-mynd Hörður
„Við sáum okkur ekki fært að þegja
lengur enda teljum við það skyldu okkar
að benda á þegar i óefni stefnir,” sagði
Grétar Ólafsson, formaður Læknaráðs
Landspítalans á fundi sem þoðað var til i
þeim tilgangi að vekja athygli á því
vandamáli sem steðjar að sérhæfðri
læknisþjónustu spítalans.
Á fundinum kom fram að húsnæðis-
vandi spítalans er nú gífurlegur. Lækna-
ráð telur einu varanlegu lausnina á þess-
um vanda vera framkvæmd byggingar-
áætlunar frá 1972 og að hún hefjist án
tafar. Þangað til sú lausn fæst, álitur
læknaráð nauðsynlegt að sá hluti geð-
deildarbyggingarinnar sem ennþá er
ófrágenginn verði tekinn til mun víðtæk-
ari samnýtingar og/eða sérnýtingar en í
upphafi var ákveðið.
Á fundinum var sú skoðun látin í Ijós
að vandamálið mætti rekja til þess að
einn hópur, þ.e. geðlæknarnir, hafi tekið
sig út úr og tekizt með þrýstihópaaðferð-
um að leysa vandamál sín á kostnað
hinna.
Byggingaráætlun Landspítalans var
lokið 1972. Enn hefur ekki verið hafizt
handa um neinar framkvæmdir í þessari
áætlun sem leysa vandamál sjúkra- og
stoðdeilda. Allt nýbyggingarfjármagn
Landspítalans hefur frá 1972 runnið til
geðdeildarhúss, þrátt fyrir loforð þáver-
andi ráðamanna að sú framkvæmd tefði
ekki byggingaráætlun Landspitalans.
Byggingu sérstaks geðdeildarhúss var
á sínum tíma mótmælt harðlega af
Læknaráði Landspitalans, Læknafélagi
Islands og læknadeild H.t. ásamt fleiri
aðilum. Mótmælin voru fyrst og fremst
Myndin sýnir vel hvaða aðstöðu geð-
deildin býr við samanborið við aðrar
deildir og spitala.
vegna hinnar gríðarlegu stærðar bygg-
ingarinnar.wo og að hún var tekin út úr
byggingarúætlun Landspítalans og
myndi tefja hana um ófyrirsjáanlega
framtíð. Svör ráðamanna á þeim tíma
voru þau, að sérstök fjárveiting yrði til
geðdeildarhússins og því myndu aðrar
framkvæmdir ekki tefjast. Við þetta
hefur ekki verið staðið eins og áður
segir.
Læknaráð Landspítalans telur að geð-
deildin hafi verið svo ríflega hönnuð að
þar sé nú nóg rými fyrir báða aðila til að
leysa sin brýnustu vandamál.
„Við erum ekki að finna að þeirri
þjónustu sem geðheilir njóta,” sagði einn
læknanna á fundinum,” en við þessar
byggingarframkvæmdir kemur ekkert til
annarra hópa sem ekki líða minna. Við
erum ekki að vekja máls á þessu af öf-
und heldur af nauðsyn.”
Ástandið á spítalanum er víða orðið
nijög slæmt. Aðspurðir sögðust lækn-
arnir telja ástandið hvað verst á krabba-
meinsdeildinni, en slikar deildir búa
víðast erlendis við fullkomnustu aðstöð-
una en þvi er. alveg öfugt farið hér.
Flestar deildir spitalans búa við allsendis
ófullnægjandi aðstöðu vegna þrengsla.
Þannig hefur heilbrigðiseftirlitið t.d. lagt
til að deild þeirri er hýsir gervinýrað
verði lokað.
- GAJ
Vinnsla flaka á Bandarikjamarkað er vandasamari vinna en margan leikmanninn
grunar og er það ekki fyrr en allra siðustu ár að laun fiskiðnaðarfólks eru orðin I sam-
ræmi við kröfur til þess — I formi ákvæðisvinnu.
Hringormurinn
refsivöndur
fiskikvennanna
— verkstjóri á Akranesi vildiekki beita
refsibónus og sagði upp
„I fyrstu, eða i síðasta mánuði, var
talsverð óánægja með jretta fyrirkomu-
lag, en hún fer minnkandi,” sagði
Magnús Magnússon, verkstjóri hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur, í viðtali við
DB í gær er hann var spurður um við-
brögð starfskvenna þar við hinum svo-
nefnda refsibónus. Hann er í því fólginn
að sé vinna einhverrar konu aðfinnslu-
verð þarf hún að bæta úr því, sem
kemur að sjálfsögðu niður á bónus-
greiðslum til hennar þann daginn.
Endurtaki þetta sig þrjá daga í röð fær
konan ekki að vinna i bónusvinnu fjórða
daginn, þótt hún hafi bætt fyrir mistök
sín hina þrjá dagana á eigin kostnað.
Það skal tekið fram að í síðasta mán-
uði var óvenju mikið af hringormi i fiski
sem barst BÚR, eða allt að 8 ormum i
hverju kilói, sem útheimtir mikla og ná-
kvæma hreinsun. En nú er allt niður i
einn orm í kílói. Kann það að valda að
óánægjuraddir starfskvennanna eru lág-
værari nú en í janúar. Hringormurinn
kann hins vegar hvenær sem er að auk-
astaftur.
Fundið er að við konurnar finnist
meira en einn hringormur í 2,5 kg
pakkningum. Það skal tekið fram að slík
ormahreinsun krefst mikillar athygli og
stöðugrarárvekni.
Þótt frystihúsakonur séu ekki að skor-
ast undan að vinna verk sitt vel, finnst
þeim ósanngjarnt að rýra laun þeirra i
kjölfar mistaka sem þær hafa þegar bætt
úr, og telja þetta fyrirkomulag auka enn
á spennu þessarar vinnu.
Þá hefur verkstjóri hjá frystihúsi Har-
aldar Böðvarssonar á Akranesi sagt upp
starfi sínu, þar sem hann vill ekki taka
þátt í framkvæmd þessa. Telur hann
óréttlátt að skella allri skuld á konurnar
án tillits til hvaða hráefni þær fá til
vinnslu.
Blaðinu er kunnugt um að slíkt hefur
verið tekið upp i fleiri frystihúsum og að
víða gæti óánægju.
- GS
Þorskaflinn niður um ■ um m m
,HVER A AÐ
TAKA A SIG TAPIÐ?
„Mér vitanlega hefurekki, hvorki í tíð
þessarar ríkisstjórnar eða annarra, verið
birt nein áætlun um það hvernig þessum
friðunaraðgerðum eigi að mæta,” sagði
Guðmundur H. Garðarsson alþingis-
maður í viðtali við Dagblaöið. Hann er
einn fimm flutningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins á tillögu til þingsáætlunar, þess
efnis, að Alþingi álykti að fela rikis-
stjórninni að kanna atvinnu- og efna-
hagsleg áhrif þess, að farið verði að til-
lögu fiskifræðinga um að takmarka
þorskveiðar okkar við 250 þúsund lestir.
eða um 80 þúsund lestir frá því i fyrra.
„Ég vil ítreka, að þetta er ekki gert
með það í huga, að leggja einhvern dóm
á tillögur fiskifræðinganna í þessum
málum," sagði Guðmundur ennfremur.
„Hvort sem skera á þorskaflann niður,
eða halda honum í sama magni, viljum
við að áhrif þessara tillagna verði könn-
uð. Það er að okkar viti ekki nægilegt að
nefna einhverjar tölur i grófum dráttum,
heldur verður að vera hægt að gera sér
grein fyrir því hvað hérer á ferðinni."
Samkvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar er talið að niðurskurður á
þorskveiðikvótanum um 80 þúsund
tonn þýði i raun og veru 16 milljarða
tap. Kunnugir segja að tapið muni ekki
ve'rða minna en 20 milljarðar.
- HP
Danskt skip með stífluð salerni í Reykjavíkurhöfn:
Fengu erlenda salernisfræð-
IRIGTO flllCylniAie — áhöfnintreysti *érekkitilað„láta
llll^ldwlO flakka” yfV háan borðstokkinn
Danskt 4 þús. tonna skip Grænlands-
verzlunarinnar, Magnus Jensen, varðað
leita hafnar í Rvík á miðvikudag þar
sem salerni skipsins voru stífluð og
áhöfnin sætti sig ekki við þá gömlu að-
ferð að tilla sér á borðstokkinn og láta
flakka, enda borðstokkurinn hár.
Ekki treystu Danir á tæknikunnáttu
íslendinga á þessum flókná búnaði
heldur fengu hingað flugleiðis erlenda
sérfræðinga frá framleiðendum salern-
anna.
Komust þeir brátt til botns i málinu
og leystu úr því svo skipið gat haldið
ferð sinni áfram til Grænlands síðdegis
daginneftir.
- GS
Þarna eru flestir „eyjarskeggja” búsettir á Jan Mayen á vetrum. Spurningin er hvort það dugar Norðmönnum til að segja að
eyjan sé byggð.
JAN MAYEN NORSK
í AÐEINS 50 ÁR
— Furðulegir hlutir dregnir fram í dagsljósið f Alþingisumræðum
„Jan Mayen varð ekki norskt yfir-
ráðasvæði fyrr en með tilkynningu sem
út vargefin 8. mai I929,”sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson á Alþingi á dögunum er
Jan Mayen-mál bar þar mest á góma.
Dró hann því sögulegan rétt Norð-
manna til yfirráða þar mjög í efa.
Máli sínu til stuðnings las þingmaður-
inn klausu sem birtist i tímaritinu Ægi
1924. Þar var frá því skýrt að norskur
selveiðimaður hefði selt bandarískum
auðmanni Jan Mayen fyrir 150 þúsund
krónur norskar þá fyrir stuttu. Hafði sel-
fangarinn boðið norsku stjórninni Jan
Mayen til kaups en norska stjórnin af-
þakkað.
Selfangarinn sem hér um ræðir hafði
nýtt sér selveiði á og við Jan Mayen um
tveggja ára skeið og eftir það talið sig
eiga eyjuna.
Þingmaðurinn dró þessa Ægisklausu
fram til að undirstrika álit sitt á söguleg-
um ogjarðfræðilegum rétti lslendinga til
Jan Mayen umfram Norðmenn. . ASt.