Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979. 5 Á öllum sinum ferðum úti i hinum störa heimi hafa leikararnir ævinlega talað islenzku. En einu sinni hafa þeir leikið á esperanto og það var i Reykjavfk. Hér sjást þeir eftir þá sjningu. Frá vinstri: Þórhallur Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ketill Lar- sen, Baldur Ragnarsson, sem þýddi leikritið á esperanto, kona hans og Helga Jóns- dóttir. Fremst er leikstjórinn Brynja Benediktsdóttir. Sykurverksmiðja íHveragérði? „Sýnist vera raun- hæft” — segir sveitarstjórinn „Jú. Þetta mál er í fullum gangi og úr Norræna iðnþróunarsjóðnum en félagið er búið að fá lóð hérna uppi í ekki er enn búið að taka endanlega á- dalnum. Línurnar í þessu máli eru kvörðun um hvort af þessu verður. farnar að skýrast verulega og það Endanleg ákvörðun verður ekki tekin sýnist vera að koma i Ijós að þetta sé fyrr en í sumar þegar Áhugafélagið raunhæft,” sagði Sigurður Pálsson, um sykuriðnað skilar tillögum sinum. sveitarstjóri í Hveragerði, er DB Það eru mjög margar athuganir sem spurði hann hvað liði áformum um þarf að gera í þessu sambandi og ekki að reisa sykurverksmiðju þarna á verður farið af stað fyrr en niður- staðnum. stöðurnar liggja á borðinu.” „Við fengum 20 milljón króna styrk -GAJ- INUKIAUST- UR-BERLÍN — gerir alls staðar jafnmikla lukku Ekkert íslenzkt leikverk hefur orðið jafnvíðförult og Inuk-leikurinn, sem segir frá því, þegar iðnmenning nútímans heldur innreið sína i Eskimóabyggðir. Það hefur verið sýnt mjög víða í Evrópu, bæði i nágranna- löndunum og suður í París og í Madríd á Spáni og austur í Varsjá og í borgum í Svartfjallalandi, sem við hér á DB kunnum ekki að nefna. Og það hefur farið vestur um haf og alla leið til Brasilíu þar sem það var sýnt í Sao Paulo. Og þeim hefur verið boðið á enn fleiri staði, þar á meðal trak og íran og landa í Afríku, og engin leið að vita hvar þetta endaralltsaman. Síðastliðið haust var þeim boðið á fræga leiklistarhátíð í Austur-Berlín, „XXII. Berliner Festtage”. Þar sýndu þau Inuk í þjóðleikhúsi þeirra austur þar nokkrum sinnum, og var hrifning áhorfenda svo mikil að þau voru klöppuð tuttugu til þrjátíu sinnum eftir hverja sýningu. Um leikritið var skrifað í mörg blöð af mikilli hrifningu. „Með aðeins fimmtiu mínútna sýningu tókst tslendingunum að miðla okkur margvíslegri vitneskju um manninn, fegurð hans og mátt sem og þá vá, sem að honum sækir,” sagði einn. „Það var ekki venjuleg Ieiklist, heldur sérstök og hrífandi tegund leik- rænnar tjáningar, sem listamennirnir frá þjóðleikhúsi íslands sýndu. Tveir karlmenn og þrjár konur... líkja eftir ísköldum næðingnum með röddum sínum og nota líkami sína til að tákna snjóhúsið, bústað Eskimóanna.” Gagnrýnendurnir dáðust mjög að því, hvað leikritið (en leikararnir bjuggu það til sjálfir ásamt Haraldi Ólafssyni mannfræðingi og fóru í sérstakan leiðangur til Grænlands að afla sér heimilda) sýndi hvernig Eskimóarnir týna sjálfsímynd sinni og menningu, þegar neyzluþjóðfélagið gleypir þá með öllu sínu „nauðsynlega” skrani, niður- suðudósum og kók-flöskum. Þeir verða firrtir og loks hálfgerð skrípi til að sýna ferðamönnum. Fórnarlömb nýrrar tegundar af nýlendustefnu. Einn þeirra óskaði þess, að hópurinn hefði bætt við sýninguna lýsingu af Íslandi nútímans í sama stíl. Hann lauk máli sinu svo: „En þó að sumir kunni að hafa harmað, hve stutt sýningin var, fóru töfrar þessa framandlega og til- finningaríka leiks undir heitinu „Inuk- Maðurinn” ekki fram hjá þeim.” Húrrafyrirlnuk! -IHH. BJÖRNINN Smurbrauðstofan Njilsgötu 49 - Simi 15105 Kópavogshælið: Állir sjúkraliðar hætta um mánaðamótin — ef ekki fæst dagheimili fyrir börn þeirra eins og við flesta aðra spítala — hefur ekki verið svarað f hálft ár „Það er hálft ár siðan við létum alvar- lega til skarar skríða og munum við leggja niður vinnu um næstu mánaða- mót ef ekki verður gengið að kröfu okkar um dagheimili fyrir börn starfs- fólks hælisins, sem við teljum réttlætis- kröfu, þar sem húsnæði undir það er þegar fyrir hendi. Einnig má benda á að slík heimili eru rekin fyrir starfsfólk t.d. Borgarspitalans, Vífilsstaða, Klepps, Landspitalans og Landakotsspítalans,” sögðu tveir sjúkraliðar þeirra 20, eða allra sjúkraliða við Kópavogshælið, er ræddu við DB í gær. Hús i eigu hælisins (Kópavogsbraut 12) hefur staðið autt í heilt ár og hafa forráðamenn hælisins fallizt fúslega á að það verði notað til fyrrnefnds reksturs. Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna hefur hins vegar ekki fallizt á að leggja til rekstrarfé. Allir sjúkraliðarnir, sem sjá um þjálf- un, lyfjagjöf og hjúkrunarmeðferð 180 vistmanna, sögðu upp störfum 1. sept. sl. og hefðu skv. því átt að hætta 1. des. Þar sem um hópuppsögn var að ræða var stjórnarnefnd Ríkisspítalanna stætt á að fresta uppsögninni um þrjá mánuði, eða til I. marz, og gerði hún það með bréfi undirrituðu af Georg Lúðvíkssyni. Síðan hefur ekkert heyrzt frá stjórnar- nefndinni að sögn sjúkraliðanna og sjá jieir ekki fram á annað en að hætta um næstu mánaðamót. Þá verða þar aðeins starfandi vaktmenn, matreiðslufólk og ræstingarfólk. - GS Djúpivogur: Heimamenn líta áströlsku stulkurnar hýru auga Fyrsta loðnan barst að landi á Djúpa- vogi sl. sunnudag og voru það 400 tunnur. Vertíðin hefur gengið sæmilega. Hún byrjaði mjög seint og verður sjálf- sagt lokið snemma. Línuvertíðinni lýkur sennilega núna upp úr byrjun mánaðarins. Það hefur verið eindæma ótíð á Djúpavogi, kuldi og snjór. Álfta- fjörðurinn hefur reynzt erfiður farar- tálmi eins og oft áður og það hefur háð bílum nokkuð sem lent hafa í einhverj- um erfiðleikum að gætt hefur óskiljanlegrar tregðu hjá Hornafjarðar- radíói. Þannig sat bíll fastur við Hvalnes og kallaði í margar klst. á Hornafjarðarradíó án þess að fá svar. Töluvert er af aðkomufólki á Djúpa- vogi og þar á meðal sex ástralskar stúlkur sem vinna i frystihúsinu. Djúpvægingar gera sér jafnvel vonir um að þær muni blanda blóði við heima- menn og ílengjast á staðnum, þó að enn sem komið er sé ekkert sem bendir til þess. Læknamál Djúpavogsmanna hafa verið leyst til bráðabirgða með því að Gylfi Haraldsson læknir dvelst þar meðan hann er i frii frá störfum sínum i Svíþjóð. Þetta er ungur maður sem kemur vel fyrir og er ekki með nein gestalæti á staðnum eins og Regina á Eskifirði mundi segja. Er dvöl hans á Djúpavogi þakksamlega þegin en ibúar byggðarlagsins hafa áhvggjur af þvi hvað framundan er. -GAJ/HT, Djúpav. STIL-HUSGOGN AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 4460C „Mattý” út um hvippinn og hvappinn „Mattý" heitir danshljómsveit sem leikur nú á þorrablótum, árshátíðum og öðrum dansskemmtunum í Reykjavik og nágrenni. Dregur hljómsveitin nafn sitt af söng- konunni Mattý, Matthildi Jóhannsdótt- ur, sem lengi hefur sungið á dansstöðum í Reykjavík — lengst af í Alþýðuhúss- kjallaranum. „Mattý" leikur i Templarahöllinni alla föstudaga en er síðan út um hvipp- inn og hvappinn þess á milli — og leikur bæði nýju og gömlu dansana. Auk Mattý sjálfrar eru i hljómsveit- inni Ragnar Páll Einarsson gítarleikari, Sigurgeir Björgvinsson harmóniku- og orgelleikari og Arthur Ragnarsson trommu- og bassaleikari. ÓV Hljómsveitin „Mattý”. Frá vinstri: Sigurgeir, Arthur, Mattý og Ragnar Páll. Vinsælu Barnaog unglingaskriíboróin Odýr, hentug og falleg. Gott litaurval. Sendum hvert a land sem er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.