Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 15
15
Chevrolet
Gæjalegir klassískir Chevrar
Árið 1955 ætlaði Bill Haley and the
Comets allt að æra með lagi sínu Rock
around the Clock. Jonas Salk kynnti
nýtt mótefni gegn mænusótt. Verðbréf-
in i Wall Street féllu er fréttist að Eisen-
hower forseti hefði fengið hjartaáfall og
Chevrolet-verksmiðjurnar settu á mark-
aðinn vinsælasta módelið sem þær hafa
framleitt.
283 kúbiktommur og þá var hægt að fá
vélar sem voru um 205 hestöfl. Það
sama ár tók Zora Arekus Duntov þátt i
hæðaklifurkeppninni upp Pikes Peak á
Super Turbo Fire Bel Air sport sedan
með 283/205 ha. vél. Bætti hann gild-
andi met um hvorki meira né minna en
tvær minútur. Chevra-músin hefur
vaxið með árunum. Með því að auka
slaglengd og bórvíddina hefur rúmtak
hennar aukizt þó að vélin sé óbreytt i
grundvallaratriðum. Er hægt að fá
Small Block vélar sem eru 400 kúbik-
tommur. Ekki er óalgengt að tjúnaðar
Small Block vélar skili ca tveimur hest-
öflum á hverja kúbiktommu og eru þær
þá hátt í 800 hestöfl.
Sama ár, 1955, voru Chevrolet-bil-
arnir endurhannaðir og ’55 Chevrinn
leit dagsins Ijós. Var bíllinn framleiddur
Þetta sama ár byrjuðu Chevrolet-
verksmiðjurnar að framleiða V-laga átta
strokka toppventlavél. Margir álita að
þær hafi orðið fyrstar til að smíða
þannig vél en það er ekki rétt. Það voru
ýmsir sem urðu fyrri til en það sem gerir
Chevrolet-toppventlavélina svo merki;
lega er að hún hefur verið framleidd til
þessa dags, svo að segja óbreytt allt frá
því að hún kom fyrst á markaðinn.
Klassísku Chevrarnir eru skapaðir fy rir
kvartmílubrautirnar, enda hafa þeir ætíð
staðið sig vel. Hagkvæmt byggingarlag,
litil þyngd, gðð þyngdarfærsla og kraft-
miklar vélar hafa gert þá sigursæla.
Hér sjáum við fegurðardrottningu
stationbila allra tíma, Chevrolet Bel Air
Nomad.
Það var Ed Cole, verkfræðingur hjá
General Motors, sem hannaði vélina og
fékk hann 15 vikur til að vinna verkið. 1
fyrstu reyndist hún ekki vel, spýtti olíu i
allar áttir og það fljótar en hægt væri að
bæta á hana. Eftir að skipt hafði verið
um olíudælu og síu hætti hún öllum lát-
um. Ástæðan fyrir því hvers vegna svo
litlar breytingar hafa verið gerðar á þess-
ari vél er hversu frábærlega hún hefur
reynzt. Chevy toppventlavélin. Small
block vélin eða „músin” eins og hún er
oftast kölluð, er fyrirferðarlítil,
endingargóð, sterk og siðast en ekki sízt
mjög kraftmikil. í upphafi var rúmtak
hennar 265 kúbiktommur og skilaði hún
180 hestöflum. En 1955 var Chevrinn
fljótasti og kraftmesti bíllinn sem hægt
var að kaupa frá verksmiðju. Fór hann
kvartmíluna á 17.4 sek. en það var 0.4
lítið breyttur I þrjú ár og naut mikilla
vinsælda. Voru yfir fimm milljón bílar
framleiddir á þessum árum. Þótt þeir
hafi veriö vinsælir I upphafi þá eru þeir
ennþá vinsælli í dag, orðnir safngripir og
skiptir þá ekki máli hvort þeir eru i sinni
upprunalegu mynd eða mikið breyttir.
Flestir bifréiðaáhugamenn í Bandaríkj-
unum hafa einhvern tíma átt eða dreymt
um að eiga ’55 til ’57 Chevra.
Eigendur klassisku Chevr-
anna hafa stofnað með sér
marga .klúbba sem hafa
það markmið að varðvcita
og viðhalda þessum merki-
legu bilum. Þeir koma oft
saman og sýna bilana sina.
Klassísku Chevrarnir eru bilar sem
fólk á og notar sér til ánægju. Þeir
endurspegla æskufjör og gáska, enda er
það svo að þeir eru yfirleitt i eigu fólks
sem er ungt eða ungt í anda. Það er eins
og þeir séu skapaðir fyrir breytingar. —
Krómfelgur, breið dekk, pústflækjur,
opnir hljóðkútar, stórir blöndungar og
heitir knastásar eru þeim sem meðfædd-
Jóhann A. Kristjánsson.
7 / PS - ]fj
"~rx
sek. betri timi en bezti Fordinn náði. ir og hvar sem gæjalegur klassískur
Árið eftir, 1956, var vélin stækkuð upp í Chevri birtist, á hann staðinn.