Dagblaðið - 10.02.1979, Síða 24

Dagblaðið - 10.02.1979, Síða 24
Sædýrasafnið: Tveir hahyrningar drepast úr kulda —50 milljóna tjónið lendir sennilega á japönskum kaupendum „Við aðvörðum kaupendurna strax og sjór fór að kólna i janúar, en upphaflega stóð til að háhyrningarnir yrðu allir sóttir hingað snemma í desember,” sagði Jón Kr. Gunnarsson, forstöðumaður Sædýrasafnsins, er DB innti hann eftir láti tveggja af fimm háhyrningum sem þar eru í geymslu fyrir japanskt fyrirtæki, sem keypt hefurdýrin. 1 kuldakaflanum í janúar kólnaði sjór einnig óvenju mikið og skv. krufningsskýrslu brezks dýralæknis, fulltrúa kaupenda, létust dýrin úr lungnabólgu. Að sögn Jóns hafði læknirinn ekk- ert út á aðbúnað né hirðu dýranna að setja, enda sagði Jón að þar sem starfs- menn safnsins væru óvanir slíkum dýrum væri farið eftir nákvæmum fyrirmælum sérfræðinga bæði austan- og vestanhafs. Þá fullnægja þrærnar öllum kröfum, að sögn Jóns. Sagðist hann ekki búast við að tjónið lenti á safninu, en andvirði há- hyrninganna tveggja er um 50 milljónir króna. Japönsku eigendurnir hafa verið að leita fyrir sér með leigu- flugvél til flutninganna að undanförnu og sagði Jón að þeir hefðu tjáð sér að vegna örðugleika með lendingarleyfi í Japan, fyrir vélina, hefðu þeir ekki enn getaðsótt dýrin. Hinir þrír virðast við allgóða heilsu nú. Ekki er hægt að hita sjóinn sem dælt er í búrið, enda er 150 tonnum af sjó dælt um það á klukkustund. Er Jón var spurður, hverju það sætti að sjávardýr dræpust úr kulda í sjó, sagði hann að við náttúrulegar aðstæður flyttu háhyrningarnir sig mjög til í sjónum eftir hitastigi. Hafi þeir að sjálfsögðu ekki getað það við þessi skilyrði og auk þess hafi ekki verið Ijóst hvers kyns væri fyrr en eftirkrufningu. -G.S. Annar háhyrninganna sem krufinn var til að ta úr þvi skorið hvers vegna þeir hafa drepizt I laug Sædýrasafnsins. DB-mynd Ragnar Th. Nýtt f rumvarp um langtímaaðgerðir f ef nahagsmálum: ÞRtÐJI OG ÞÝÐINGAR- MESTIÁFANGINN... — sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknar Af hassmálum: Allt róíegt ífíkniefna- deild lög- reglunnar „Hér er allt rólegt og hefur verið að mestu siðan í haust. Það datt einn maður inn I gæzluvarðhald í-nokkra daga eftir áramótin en það var smámál,” sagði Guðmundur Gigja, lögreglu- fulltrúi í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík, I samtali við DB. Eftir alllangan tíma, þar sem hvert stóra fikniefnamálið á fætur öðru kom upp á yfirborðið og fjöldi manna voru samtima í gæzluvarðhaldi vegna aðildar sinnar að þeim málum, hefur nú allt verið rólegt á þeim vettvangi um nokkurt skeið. Hefur af þeim sökum verið nokkuð fækkað i fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Eru þar nú starfandi fimm lögreglumenn í allt. Má af þessu draga þá ályktun að litið eða ekkert sé af fíkniefnum eins og hassi í borginni — enda hefur yfirleitt ekki liðið langur tími frá þvi að framboð hefur verið þangað til lögreglan hefur látið til skarar skríða. -ÓV. „Ég vil skipta efnahags- ráðstöfunum þessarar rikisstjórnar í þrjá áfanga,” sagði Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra og formaður Framsóknarfíokksins á miðstjórnar- fundi flokksins, en þar voru kynntar tillögur ráðherranefndar rikis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. „Fyrst vil ég nefna bráðabirgðalögin um kjaramál sem sett voru 8. sept. sl. og svo lögin um viðnám gegn verðbólgu frá mánaðamótunum nóv /des. Þriðji áfanginn og jafnframt sá þýðingarmesti er svo þessi laga- setning, sem er gerð með það fyrir augum fyrst og fremst að tryggja næga atvinnu um leið og hamlað verður gegn verðbólgu, eins og fram- ast erunnt.” Ólafur sagði, að liklega yrði hann ekki búinn að ganga frá frumvarpi til laga með hliðsjón af þessum tillögum ráðherranefndarinnar fyrr en á mánudaginn kemur, „en í allra síðasta lagi legg ég það fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudaginn kemur.” Eitt meginmarkmið þeirrar laga- setningar verður eins og fram hefur komið að tryggja næga atvinnu og að ná verðbólgunni niður. Segir I til- lögum ráðherranna að stefnt skuli að því að verðbólgan verði komin niður fyrir 30% á þessu ári og niður I 15— 20% fyrirárslok 1980. Kom fram i máli Steingríms Hermannssonar dómsmálaráðherra, sem var formaður ráðherranefnd- arinnar, að Þjóðhagsstofnun hefði lát- ið það boð út ganga að yrði farið eftir þeim tillögum sem gerðar hefðu verið ætti þaðað vera hægt. Frumvarpið verður I tiu köflum og lagði Ólafur á það mikla áherzlu að þar væri gert ráð fyrir lang- tímaaðgerðum i efnahagsmálum. Sér- stakur kafli verður um ríkisfjármál, um samráð við launþega um fjár- festingar- og lánsfjáráætlun, um peninga- og launamál, um verð- tryggingu sparifjár, um verðtryggingu launa, um vinnumarkaðsmál, um verðlagsmál og um jöfnuparsjóði sjávarútvegsins, auk almenns kafla, þar sem lögð verður áherzla á samþykktir varðandi atvinnumálin. „Ég er vongóður um að sam- komulag verði um frumvarpið í ríkis- stjórninni,” sagði Ólafur. „Það eru mörg sker á leið þessarar ríkisstjórnar, en ég á von á því að það takist að sigla framhjá þeim öllum.” -HP. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 10. FEB, 1979. Finansbankamálið: Einfalt málog augljóst — segir lögmaður Konráðs DB náði í gær sambandi við Jón Odds- son hrl. vegna fréttar í blaðinu í gær varðandi viðskipti Konráðs Ó. Sævalds- sonar og Finansbanken og banka i Luxemburg. „Frá mínum bæjardyrum séð er hér um einfalt mál og augljóst að ræða. Um- bjóðandi minn, sem rekur bókhalds- og endurskoðunarskrifstofu ásamt skipa- sölu, er skráður í „International Ship- brokers Register” og hefur sem slíkur sambönd viða erlendis. 1 slikum viðskiptum er oft um að ræða stórar fjárhæðir og oft stofnaðir svonefndir geymslureikningar eða svo- nefnd „trust”,” sagði Jón. „Fjárhæðin á þessum reikningum er eign þess aðila er að væntanlegum kaup- um sfendur en oft lagt inn á reiknings- nafn viðkomandi skipasala meðan við- skiptin eru í athugun. Ef skattleggja á síðar þann aðila sem aldrei hefur orðið eigandi fjármagnsins og aðeins hefur verið vörzluhafi fjárins I umboði eigenda, vegna viðkomandi verkefnis, hlýtur slíkt að vera hrein eign- arupptaka að ósekju. Hvað þá ef gjald- eyrisyfirvöld ætla sér þannig að ráðstafa erlendu fjármagni. Hins vegar er þetta viðkvæmt mál fyrir aðila sem er í samkeppni á alþjóð- legum markaði og fallið til þess að veikja stöðu hans gagnvart erlendum keppi- nautum. Slíkt getur ekki þjónað íslenzkum hagsmunum,” sagði Jón Oddsson hrl. að lokum. - BS Setudómari íSkjaldfannarmáli Halldór Kristinsson lögreglustjóri í Bolungarvík var hinn 5. febrúar skip- aður setudómari í máli sem stefnt var út af við sýslumannsembættið á ísafirði fyrir um það bil 8 mánuðum. Málið sem stefnt er um varðar meðal annars meinta óheimila þinglýsingu i lögskiptum eigenda og erfingja jarðar- innar Skjaldfannar i Nauteyrarhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu. Ekki hefur verið unnt að fá málið rekið fyrir héraðsdómi fyrir vestan. Hefur stefnandi talið að úrslit málsins kunni að velta á því hvernig metinn sé úrskurður sýslumannsins I atviki sem málið varðar. Hefur lengi legið fyrir krafa hans um að sýslumaður sé van- hæfur sem dómari málsins og um að setudómari verði skipaður. Hefur sú krafa nú loks verið tekin til greina, eins og að ofan greinir, eftir að sýslumaður vék sæti og óskaði eftir því að setudómari yrði skipaður, samkvæmt upplýsingum Þorleifs Pálssonar, deildar- stjóra í dómsmálaráðuneytinu. ÓV / BS

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.