Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979. WBIABW Útgefandfc Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. RKstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Skrffstofustjóri ritstjómar. Jóhannes RaykdaL iþróttir: Hallur Sknonarson. Aðstoðarfréttastjórar Adi Stainarsson og ómar Vaidk marsson. Monnlngarmál: Aöalsteinn Ingótfsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofénsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamlelfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóMsaon. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. DroMing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Rrtotjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2500 kr. á rr.únuði innanlands. Í lausasölu 125 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prenhin: Árvakur hf. Skeifunni 10. Blessuð nýlendukúgunin Því hefur verið haldið fram, að íslend- ingar hafi verið tiltölulega lánsamir að hafa Dani að herraþjóð á hinum myrku öldum. Nýlendukúgunin hafi verið fjar- læg og væg. Á þessum tímum var almenningur í Evrópu kúgaður af nálægum yfirvöldum og var sú kúg- un sízt minni en hin fjarlæga nýlendukúgun hér á landi. í mannkynssögunni vill eymd almennings oft gleymast, þegar fjallað er um glæsta hershöfðingja og listamenn. Önnur þjóð getur um þessar mundir hugsað með' söknuði til síns gamla nýlenduveldis. Kambódíumenn geta minnzt velmegunar og friðar þess tíma, er Frakkar fóru þar með völd. Verst varð kúgun Kambódíumanna, þegar hún var orðin heimatilbúin. Sú innlenda yfirstétt, sem þar hefur ráðið síðustu árin, var hin langsamlega grimmasta, er sögur fara af á þeim slóðum. Kambódíumenn eiga ekki von á góðu undir hinni nýju stjórn Vietnama. Milli þessara frændþjóða hefur löngum ríkt geigvænlegt hatur. En fáir trúa því þó, að Vietnamar verði grimmari en Rauðu khmerarnir, sem nú hafa hrak- izt frá völdum. í stórum hlutum þriðja heimsins er eymd og kúgun al- mennings mun meiri nú en hún var á tíma hinna evr- ópsku nýlenduvelda. Afríka er sorglegt dæmi um þetta. Þar hefur framleiðslan minnkað um 10% á áratugn- um 1967—1977. Samt dregur hin innlenda yfirstétt til sín mun meira fé en hin evrópska gerði áður. Stéttaskipt- ingin hefur aukizt. Þar á ofan nýtur almenningur ekki lengur réttarvernd- ar gamalla evrópskra lagahefða. Leiðtogarnir, sem engir eru lýðræðislega kjörnir, stjórna af harðneskju og geð- þótta. Amin og Bokassa eru frægastir. En þeir eru ekki einir um hituna. Nyerere í Tanzaníu er talinn með skikkan- legri leiðtogum álfunnar, en þætti ekki til fyrirmyndar, ef hann væri einræðisherra á íslandi. Nyerere lætur herlögregluna reka bændur frá löndum þeirra og brenna hús þeirra og uppskeru. Með þeim hætti reynir hann að þröngva þeim til þátttöku í sam- yrkjubúum. Gífurlegur fjöldi landsmanna rotnar nú í fangabúðum Nyereres. Flestir leiðtogar álfunnar eiga það sameiginlegt að hafa leikið þjóðarhag grátt. Þeir klippa ekki sauði sína, heldur flá þá. Efnahagslífið í flestum löndum Afríku er í rúst. Sums staðar hafa Evrópumenn ekki enn verið hraktir úr landi og annars staðar hafa þeir verið kallaðir til hjálpar. í Zambíu, þar sem býr hálf sjötta milljón manna, halda 300 evrópskir bændur uppi matvælafram- leiðslunni og 4000—5000 evrópskir námumenn kopar- framleiðslunni. Þessi hjálp stendur tæpast lengi. Leiðtogarnir þurfa að skella skuldinni á forna nýlendukúgun og halda því áfram að æsa þjóðir sínar upp gegn Evrópumönnum. Þeir verða því myrtir eða hraktir úr landi. Yfirstéttin í löndum þessum lifir í meiri vellystingum en auðstéttir Vesturlanda. Hún fyrirlítur landsfólkið eins og hunda. Eymd og volæði almennings snertir hana ekki hiðminnsta. Ráðamennirnir kenna vondum útlendingum, sem haldi niðri verði á hráefnum og matvælum, um hið slæma ástand. Lygin bætist þannig við spillinguna og getuleysið sem einkennistákn yfirstéttarinnar. ÍSLENZKA SKINNIÐ BRENNUR í FLÓRÍDA Við útlagar, hérna 1 henni Ameríku, höfum reynt að taka forlögum okkar eins og menn, bitið á jaxlinn og leitazt við að gera tilveruna, fjarri ættjörð- inni, eins bærilega og hægt er. Hvert tækifæri er notað til að þefa upp aðra íslendinga og spjalla við þá um „ástandið" á ættlandinu. Svo reynum við að heimsækja ykkur á ástkæra hólmanum eins oft og hægt er. Undanfarið hefi ég tekið eftir því, að islenzkir ferðamenn eru farnir að skjóta upp kollunum hér á Flórída- skaganum. Þótt okkur þyki Ijómandi gaman að hitta þar kunningja af og til, er ég hræddur um, að upp til hópa líki þeim ekki allt of vel dvölin hér. Satt að segja hefir mér runnið til rifja að sjá, hve illa þeim hlýtur að líða hérna. j fyrsta lagi er hér afskaplega erfitt veðurlag, næstum því stanzlaus sól og hiti. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir okkur af lslandi sem erum vön, að okkur sé hlift fyrir geislum sólarinnar af dásamlegu, gráu skýjahulunni. Is- lenzku ferðamennirnir í Flórída engj- ast bókstaflega sundur og saman í hinni sterku sól og kæfandi hita. Þeir reyna að fækka fötum og leggj-, ast niður í fjöru í þeirri von, að þar sé einhverja golu að finna. En sólin er miskunnarlaus og hún svíður og brenn ir hið marmarahvíta skinn. Það verður eldrautt, og þá tekur oft eigandi þess undir sig stökk, eins og kviknað hafi í honum í alvöru, og steypir sér I sjóinn. Þar er nokkra fróun að finna, en langt frá því, að það sé eins hressandi og dýfa í Nauthólsvíkina, því sjórinn hér er oftast milli 20 og 25 stiga heitur. Lika er reynt að kæla sig með svamli í sundlaug hótelsins, en þar vantar bæði brennisteinsilminn og gufuna, sem maður er vanur að heiman, og tilheyra eiga öllum almennilegum sund- laugum. Sumir, sem eru aðframkomnir eins og menn er gengið hafa yfir Sahara, skríða í skjól við útibarinn og hella I sig nokkrum isköldum bjórum, ef það gæti ef til vill orðið til að lina þjáning- arnar. En nú eiga þeir á hættu að finna á sér og verða jafnvel fullir, sem er mjög traumatískt fyrir íslands- mann. Auðvitað er ekki við því að bú- ast, að ferðamaðurinn af Fróni átti sig á því, að verið sé að plata ofan í hann viðbótar áfengisprósentu, sem hann er ekki vanur. Heima getur hann dembt í sig tylft af bjórum og ekkert gerist nema að hann verður uppþembdur og þarf óvenju oft að ausa bát sinn. Stjórnarvöldin á lslandi vernda hann sem sé fyrir Bakkusi, en hér vestra eru valdhafarnir gersneyddir allri um- hyggju fyrir landsins börnum og leyfa sölu á áfengum bjór. Svei þeim! Ekki tekur betra við, jsegar á að fara að næra sig. íslenzka langferðafólkið þráir kjarngóðan hversdags mat eins og saltfisk og skyr, gúllas og grjóna- graut, kjötbollur og kókósúpu, Vínar- pylsur og velling. En það fær lítið ann- að en hálf-hráar nautasteikur með bökuðum óafhýddum risa-kartöflum og endalaust salat, sem samanstendur af alls konar hráu grænmeti, sem borið er fram i stórum ílátum ámóta og vaskafötum. Margt er það fleira, sem angrar ís- lenzku ferðalangana hér á þessari V. HVAÐ VEISTU UM FLOGAVEIKI? Ekki getum við neitað þvi, að öll óskum við þess helst að vera heil heilsu. Alltaf munu þó sjúkdómar fylgja manninum, þó mörgu hafi vís- indi og Iækningar sigrast á. Til skamms tima var almenningur óupplýstur hér á landi, en í dag skilst mér að við séum einhver best upplýsta þjóð veraldar. Það er einmitt þess vegna sem mér finnst að okkur sæmi ekki ýmsir þeir fordómar sem enn sitja eftir í fólki, líklega vegna þess að sjálf- sögð fræðsla hefur gleymst. Mig langaði að minnast á þetta i sambandi við sjúkdóminn flogaveiki, Enn þann dag í dag gengur upplýst fólk með furðulegar hugmyndir um flogaveiki. Sjálf geng ég með þessa veiki og álít að við séum ósköp venju- legt fólk eins og þið hin. Hins vegar getur sá almenrri misskilningur og það vantraust sem við oft mætum alveg að ástæðulausu háð sumum með þessa veiki. Lyfin sem nú eru gefin við þessu eru það góð að ég held að þau hjálpi flest- „Sjálf er ég með þessa veiki og álít að við séum ósköp venjulegt fólk eins og þið hin." „Ættum við, sem göngum með þennan sjúkdóm hér á landi, ekki að stof na með okkur samtök?"... um mjög mikið, haldi jafnvel köstum alveg niðri, eða svo til alveg, ef þau eru tekin inn reglulega, eins og læknar segja til um. Og vonandi fara þau sí- fellt batnandi. Ef það kemur fyrir að einhver fær flog veit enginn sitt rjúkandi ráð. Fólk verður logandi hrætt og hringir á sjúkrabíl, en best er að allir haldi fullri rósemi og fjarlægi það sem sjúklingur- inn gæti meitt sig á. Ef reynt er að stinga einhverju upp í sjúkling til að koma í veg fyrir tungubit, má það ekki vera harður hlutur, t.d. skeið (það getur skaðað tennurnar) heldur eitt- hvað úr tré eða sleppa því. Þegar köst- in eru gengin yfir, þarf sjúklingurinn að sofna og eftir góðan svefn er hann búinn að jafna sig. Ef kast stendur lengi, þarf sjúklingurinn hins vegar að komast undir læknishendur. Sem betur fer eru það þessi stóru köst sem lyfin halda svo til alveg niðri og litlu köstin sem eru mjög óveruleg, eiga engan að hrella. Fólk verður bara að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.