Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979. Bréf frá henni Ameríku: Þórir S. Gröndat ókunnu strönd. Þeim hefur verið kippt úr sambandi við viðburðamaskínuna miklu, sem Island heitir, og þeir eru komnif hér út 1 hinn stóra heim þar sem ekkert gerist nema morð og nauðganir. Þeim virðist sem hér sé allt stjórnlaust, því þeir fá ekki að vera með í ráðum og fylgjast með öllu eins og heima. Þá vantar að vita nákvæmlega, hvað gerist i þinginu á hverjum degi og sömuleiðis vilja þeir vita, hvort þessi eða hinn flokkurinn hefir klofnað í einhverjum málum í stjórninni. Þeir eru yfir sig hræddir, að stjórnin muni kannske leggja upp laupana á meðan þeir sjálfir eru hér í þessu kvalarfulla „sólarfríi”. Það er svo sárt að hugsa til þess að missa af blöðunum og geta ekki fylgst nákvæmlega með þeirri vizku, sem flæðir úr pennumallrasnill- inganna, sem vita nákvæmlega hvernig stýra á landinu i neðanmáls- greinum dagblaðanna. Af framangreindum punktum má sjá, að Flórída muni ekki vera mjög heppilegur sólarfristaður fyrir lslend- inga. Hér er greint frá þessu í þeim til- gangi einum að vara þá við, sem hugs- að hafa sér að skreppa hingað. Þeir vilja ef til vill hugsa sig um tvisvar eða jafnvel þrisvar. En við, þessir aumingj- ar, sem erum fastir hér, við verðum bara að þjást. Þórir S. Gröndal. Kjallarinn Vigdís Ágústsdóttir reyna að setja sig i spor þess sem hefur flogaveiki en er að öðru leyti frískur og t.d. ég hef grun um að sumir atvinnu- rekendur mættu vera víðsýnni. Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, hafa verið stofnuð samtök sem vinna að málefnum flogaveikra. Ég hef oft látið mér detta i hug hvort við sem göngum með þennan sjúkdóm hér á landi, ættum ekki að taka saman höndum og stofna samtök, m.a. til að uppræta almennan misskilning með ,fræðslu, fræðast hvert af öðru og vita hvort við getum ekki unnið málefnum flogaveikra hér á landi gagn. Vigdis Ágústsdóttir. BÓKASAFN: FOR- SENDA NÝRRA KENNSLUHÁTTA ii Eins og fram hefur komið í fréttum hefur bókasafn Kennaraháskóla Ís- lands aðeins verið opið hálfan daginn síðan 1. febr., og hefur orsök þess, þ.e. neitun á endurráðningu lausráðins bókasafnsfræðings viö safnið, verið mótmælt harðlega af kennurum og nemendum. Eftir er aðeins einn fast- ráðinn bókasafnsfræðingur, undirrit- uð, sem sá sér ekki fært að halda uppi óskertri þjónustu. í blaðaskrifum um mótmælaaðgerðir undanfarna daga hefur þrásinnis veriö til þess vitnað að bókasafnið væri „þungamiðjan” í námi og starfi í skólanum og hafa bæði kennarar og nemendur talið að skólinn væri nú að miklu leyti lamað- ur. Hefur þessi fullyrðing trúi ég stangast nokkuð á við þá mynd sem allur almenningur gerir sér af bóka- söfnum og ekki síður af starfi bóka- varða. Hefur því margt broslegt borið á góma í máli manna í sambandi við eðli bókasafnsstarfa og erfiðlega hefur gengið að sannfæra stjórnvöld um réttmæti þess að bruðla með ríkisfé í laun handa bókasafnsfræðingum. Hafa bæði embættismenn ráðuneyta og alþingismenn látið hafa eftir sér að nemendur, já eða afgangskennarar (hvar sem þeir nú erul), gætu hjálpað til svo hægt væri að halda safninu opnu allan daginn. Hér er á ferðinni sá hefðbundni, aldagamli skilningur á orðunum bókasafn = bókageymsla og bókavörður = sá sem gætir bóka, og sér ekki mikinn stað þeirrar baráttu bókasafnsfræðinga og annarra stuðn- ingsmanna þeirra fyrir breyttu við- horfi gagnvart ýmiss konar þjónustu sem nútímasöfn veita. 1 hverju er þá þessi þjónusta fólgin og hvað er unnið í þeim söfnum sem heimta starfslið sem sérmenntað er í einhvers konar upplýsingamiðlun? Víst eru mörg störf í söfnum sem fela má ófaglærðu fólki með góðum árangri. Það er þó mikill munur á einstökum söfnum í þessu efni, t.d. þjóðbókasöfnum, almenn- ingssöfnum og skólasöfnum, svo eitt- hvað sé nefnt, en í fámennum söfnum sem veita faglega þjónustu þarf hlut- fall faglærðra að vera miklu hærra en hinna. Rannsókna- og kennslusafn Safn KHÍ er háskólasafn og þarf þvi að styðja bæði rannsóknir og kennslu. Þar af leiðandi reynum við að byggja upp bóka- og tímaritakost er varðar allar kennslugreinar skólans, einkum þó á sviði sálar-, uppeldis- og kennslu- fræða. í safninu eru nú u.þ.b. 20.000 bindi aðgengileg notendum, skráð og flokkuð, auk rúmlega 200 tímarita sem koma að staðaldri í safnið. Áhersla hefur verið lögð á aö velja safnkost gaumgæfilega og er þar einkum farið eftir óskum kennara. Við höfum litið svo á að hnitmiðaður bókakostur sem væri i örri endurnýjun og töluverð tímaritaeign svaraði kröfum kennaramenntunar á þessu stigi. Söfnunarhlutverki höfum við ekki mikið sinnt vegna þess að kröfur líðandi stundar hafa setið í fyrirrúmi, og litið svo á að upp frá þessu sé fyrst hægt að fara að fylla skipulega í skörð- in og viljum við þá einkum sinna ís- lenskri skólasögu. Þá hefur allt kapp verið lagt á að eignast sem flesta titla og þá oftast aðeins eitt eintak af hverjum. Sú stefna hefur h.v. að nokkru leyti komið okkur i koll þar sem hin öra nemendafjölgun gerir okkur mjög erfitt um vik að verða við óskum margra um sömu bókina og þurfa þá nemendur oft að grípa til þess að ljósrita greinar og kafla sem er fjár- frekt, óæskilegt og raunar oft óleyfi- legt. Til að ná sem bestri nýtingu á bókakosti er útlánsfrestur mjög stutt- ur (1/2 mán.), það þýðir aukna vinnu við innköllun, en oftast eru þó þær bækur sem mest eru notaðar teknar frá tímabundið og aðeins leyft að nota þær í skólanum eða þær lánaðar heim yfir nótt. Störfum í safninu má að nokkru leyti skipta í tvennt, annars vegar hin hefðbundnu störf sem sameiginleg eru flestum söfnum og eru á vissan hátt forsenda góðrar þjónustu, þ.e. pant- anir, móttaka rita, reikningshald, skýrslugerð, flokkun, skráning, frá- gangur, útlán og millisafnalán. Hins vegar eru leiðbeinandastörf og upplýs- ingaþjónusta sem krefjast mikillar samvinnu við notendur, kennara og nemendur, en gefa jafnframt mikið í aðra hönd fyrir alla aðila. Þar eiga að koma saman fagþekking kennara og færni bókasafnsfræðinga við heimilda- öflun. Tökum dæmi til skýringar. Miðdepill framfara Nemendur á 1. ári stunda nú svo- nefnt þemanám í uppeldis- og kjarna- greinum. t slíku námi er fjallað um eitt ákveðið svið í einu frá ýmsum sjónar- hornum í stað þess að Ieggja stund á aðskildar greinar. T.d. hét viðfangs- efni s.l. hausts Skóli og samfélag. Kennslufyrirkomulag er með þeim hætti að fyrirlestrar eru tiltölulega fá- ir, umræðutímar allmargir og hóp- •'nuniflK AMVILU? Wihur „Hér er á ferðinni sá hefðbundni, aida- gamii skilningur á orðunum bókasafn = bóka- geymsla og bókavörður = só sem gætir bóka." „Hafi menn haldið að í KHI væri sóað al- mannafé í nokkrar kennslubækur sem Iðnað- ar væru út um lúgu, þá er það misskilningur." Kjallarinn Kristín Indriðadóttir bókavörður við Kennaraháskóla íslands vinnutímar fastir á töflu og vinna nemendur þá í húsnæði skólans að :sameiginlegum verkefnum sem þeir skila. Hópverkefni eru sjálfvalin innan ramma þemans en það krefst mikillar skipulagningar frá hendi kennara og bókavarða að ná yfirsýn yfir tiltækar heimildir í safninu, leita fanga annars staðar og hjálpa nemendum að finna heimildir og koma þeimá 'porið við sjálfstæða gagnasöfnun. Kynning á fyrirkomulagi og notkun safnsins og notkun uppsláttarrita og tímaritalykla var frá safnsins hálfu algjörlega felld að þemanu því það hefur grundvallar- þýðingu að slíta þess konar fræðslu ekki úr samhengi við námsefni. Þó þetta einstaka dæmi um efnisleit hafi verið tekið er það svo að allir ár- gangar þurfa meira og minna að finna sér efni vegna ritgerðavinnu og ekki sist 3ja árs nemar vegna lokaritgerða. Þá er ekki minna spurt um ákveðin efni vegna undirbúnings æfinga- kennslu en öll aðstaða til þess undir- búnings er í lágmarki í skólanum. Það væri því nær að fjölga bókasafnsfræð- ingum en fækka miðað við gifurlega nemendafjölgun og breytta kennslu- hætti. En hafi menn haldið að í KHl væri sóað almannafé í nokkrar kennslubækur sem lánaðar væru út um lúgu, þá er það misskilningur. jSafni KHl hefur tekist það sem ætti að vera takmark allra íslenskra safna — að vera virkur máttarstólpi í starfi not- enda sinna. Starf okkar bókasafns- fræðinganna hér hafa nemendur og kennarar nú metið til slíkra verðleika að þeir telja skólann nánast óstarfhæf- an þegar annar þeirra hefur verið hrakinn úrstarfi. En er það ekki að spara eyrinn og kasta krónunni aö sama kvöldið og margumræddur bókavörður fór heim til sin janúarlaunalaus eftir fimm ára starf við stofnunina, átu og drukku stjórnarráðsmenn og gestir þeirra fyrir u.þ.b. þrenn árslaun bókasafnsfræð- ings? Rv. 7. febr. 1979 Kristin Indriðadöttir bókavörður við KHÍ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.