Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. - LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 - 35. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Sveitarstjórnin í Þorlákshöfn leggur hitaveitu með öllum tiltækum ráðum: „Smyglaði” hráefni fram hjá söluskatti, tolli og vörugjaldi — skuldar líka 40 milljónir af innkaupsverði en búin að leggja 11 km aðveituleiðslu sem vart verðurgerðupptæk Svo virðist sem sveitarstjórn Þor- lákshafnar hafi framið alvarleg lög- brot síðla árs í fyrra til að flýta fyrir lagningu hitaveitu til kauptúnsins. Lagarfoss kom þangað 15. okt. sl. með aðveiturör frá Amsterdam er vógu 300 tonn. Af augljósum hag- kvæmnisástæðum veittu tollayfirvöld undanþágu til að rörunum yrði landað beint í Þorlákshöfn. Þar átti svo að geyma þau óhreyfð unz tollar, sölu- skattur og önnur gjöld yrðu greidd áður en þau færu í notkun, enda er slíkur háttur hafður á þegar innflutn- ingur er beint til notanda. Mánuði síðar hóf svo verktakinn, Suða sf. úr Hafnarfirði, framkvæmdir við lagningu 11 km langrar aðveitu- leiðslu úr rörunum frá borholunni að' kauptúninu. Var verktakanum visað á hráefnið og gekk hann eftir þörfum í staflann sem nú er upp urinn án vit- undar tollyfirvalda. Þegar umræddur innflutningur kom til umræðu óskaði sýslumaðurinn í Árnessýslu, sem jafnframt er yfir- maður tollamála i sýslunni, eftir því að tollstjóraembættið i Reykjavík sæi um málið og á það skv. því að heyra undir það enda visar sýslumannsembættið á hið síðarnefnda þegar spurt er um málið. Hjá tollstjóraembættinu fengust þær upplýsingar i gær að ekki lægju einu sinni þar fyrir tilskilin tollskjöl varðandi þennan innflutning og liti embættið svo á að rörin ættu enn að vera óafgreidd á hafnarbakkanum. Fyrir kemur að fyrir tilstilli ráðu- neyta eru gerðir sérsamningar eða sér- stök fyrirgreiðsla er veitt varðandi inn- flutning á brýnum hlutum til sveitar- félaga en það breytir ekki því að jafn- framt á að ganga formlega frá slíku gagnvart viðkomandi embættum. Þá er blaðinu einnig kunnugt um að hjá Landsbankanum á Selfossi liggur fyrir krafa upp á a.m.k. 40 milljónir króna á hendur sveitarstjórn Þorláks- hafnar frá seljanda röranna. Ekki er blaðinu kunnugt um hvort sú upphæð er gjaldfallin í heild eða að hluta. Skv. upplýsingum tollstjóraembætt- isins er yfirleitt ekki farið að rekast í því að menn leysi vörur úr tolli fyrr en eftir að þær hafa legið óafgreiddar í 6 til 8 mánuði svo hreyfing hefði ef til vill ekki komizt á málið fyrr en í sum- ar. - GS ALLIR SJUKRALIÐAR HÆTTA A KÓPAVOGSHÆLI UM MÁNAÐAMÓT - Sjá bls. 5. Orlofsheimili í Vatnsfirði: MILLJÓNA LAUNAKRÖFUR í LÖGFRÆÐIINNHEIMTU - Sjá bls. 6. BÓKHALDSÓREIÐA EÐA KOSNINGABOMBA? - Sjá bls. 6. „ÞRÝSTIHÓPAAÐGERÐIR GEÐLÆKNA" OG HÚSNÆÐISVANDI LANDSPÍTALANS - Sjá bls. 7. HRINGORMURINN „REFSIVÖNDUR" FISKVINNSLUKVENNA - Sjá bls. 7. BÓKASAFN KENNARAHÁSKÓLANS — lesið grein Kristínar Indriðadóttur bókavarðar á bls. 11. FÉLAGSHEIMILIÐ í ÓLAFSVÍK FÆR FIMMTU LÓÐINA - Sjá bls. 13. Ný olíukreppa er skollin á! — Bensín hefur hækkað erlendis um 30% á einni viku „Það vill til að það eru svolitlar birgðir til í landinu,” sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra i viðtali við Dagblaðið. Gífurlegar hækkanir hafa orðið á oliu á mörkuðum erlendis að undanförnu og er talið víst að yfir dynji önnur olíukreppa en í hinni fyrri, á árunum 74-’75 þrefaldaðist olíuverð. „Allt tal um það hvort kauphækkun eigi að verða einu eða tveimur prósentum meiri eða minni l. marz er bara hjal i samanburði við það gífurlega vandamál sem við stöndum frammi fyrir,” sagði Svavar ennfremur. „Þetta er ekkert verðlags- mál heldur stórkostlegt efnahagslegt vandamál sem ég held að fólk almennt hafi alls ekki gert sér grein fyrir.” Birgðir olíu í landinu eru taldar duga eitthvað fram á vetrarvertíð, eða fram í apríl. „Við keyptum olíu fyrir rúma tuttugu milljarða í fyrra,” sagði Svavar. „Sú upphæð hefur þegar tvöfaldazt og samkvæmt nýjustu skráningu í Rotterdam, sem ég hef pr.7. febrúar, hefur bensínið hækkað um 30% á einni viku. Tonnið af bensíni er komið upp í 297.50$, tonnið af olíu í 247$ og svartolían i 98.50$. Þegar ég byrjaði hér í haust var verðið ábensíninu 140—50$.” Forráðamenn olíumála voru á fundi með Svavari í gær til þess að ræða hvernig bregðast á við þessum vanda en- Ijóst er að miklar hækkanir á bensíni og olium eru framundan. -HP. Fólksfjölgun hefur veriö ör 1 Garðabæ undanfarið og uppbygging mikil. Ungur Garðbæingur er sér þess vel meðvitandi og reisti þvi frjósemistákn á gangbraut við Lindarflöt i Garðabæ. Frjósemistáknið er að vísu gert úr snjó og þvi forgengilegt og missir fullfljótt rcisn. En minning þess lifir. Ungu stúlkurnar kunnu vel að meta goðið og tylltu sér á mikilvægt framtiðarliffæri sem að sjálfsögðu var áfast frjósemis- tákninu. Konur komnar á miðjan aldur sáust gefa þessu gangstéttarundri hýrt auga en voru ekki svo hispurslausar sem yngri kynsystur þeirra er myndavélin nálgaöist. Ef að líkum lætur er von um áframhaldandi mannfjölgun i Garðabæ og fagurt mannbf. - J H / DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.