Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979. r " 1 Rífum Berlínarmúrinn Leyfum fólki að hafa eigur sfnar með sér til útlanda ísland er eyja norðarlega í Atlants- hafinu, langt frá öðrum löndum. Eitthvað þessu líkt stóð í landafræði Karls Finnbogasonar, sem nú er víst fyrir löngu hætt að nota. Enda þótt nýjar kennslubækur í landafræði séu nú notaðar er eitt sem ekki hefur breytzt, en það er lega lands okkar. Frá lslandi til annarra landa er yfir haf að sækja og þess vegna erum við allverulega einangraðir frá öðrum löndum. Það er oft rætt um hina og þessa eyjarskeggja að þeir séu skrítið fólk, og á það einkar vel við um Islendinga, sem að mínu mati eru stórskritið fólk. Margir eyjarskeggjar, og þeir er ein- angrað búa, eru oft haldnir sjúkdómi sem nefnist claustrophobia, sem orða- bók Websters skýrir „a fear of being in enclosed places”. Innilokunarkennd myndum við kalla þetta á íslenzku. Það hefur mörgum þótt bifreiðaeign íslendinga langt úr hófi fram, en þetta hefur sína skýringu. Bíllinn skapar nokkurs konar mótvægi gegn þessari innilokunarkennd. Bíllinn stendur reiðubúinn fyrir framan ibúðina og með honum má skjótast hvert sem er (ef ekki er ófærð), reyndar bara innan- lands, en eins og allir vita eigum við ekki landamæri á þurrlendi að öðru ríki. Þetta er þvi miður misnotað af stjórnvöldum okkar og margt er „praktiserað” hér sem ekki væri hægt ef við ættum landamæri á þurrlendi að öðru riki. Hér hafa ríkt i nær 50 ár alls kyns höft og takmarkanir, sem sumir nú á miðjum aldri eru orðnir samdauna og gera því ekki kröfur til þess frelsis sem nú ríkir með öðrum þjóðum. Ríkisafskipti eru orðin svo mikil að næsta er óeðlilegt i ríki sem kennir sig við lýðræði. Ferðalög eru takmörkuð til annarra landa með því að skammta naumt erlendan gjaldeyri, en með þvi er haldið við alls konar svartamarkaðs- braski með erl. gjaldeyri. Sést það t.d. bezt við heimkomu sólarlandaferða- langa, hve mikið þeir koma með í far- angri sínum af alls kyns erlendu drasli, langt fram yfir þann gjaldeyri sem þeir fengu til ferðarinnar. Við hömpum gjarna hinum svo- nefnda Hclsinkisáttniála þegar um er að ræða einhvern rithöfundinn eða vísindamanninn sem vill flytja t.d. frá Rússlandi eða þegar einhverjum hefur tekizt að flýja frá austantjaldslöndun- um. Á hverju ári flytja nokkrir íslend- ingar til annarra landa. Flutningur sem eflaust hefur átt sér langan að- draganda. Sumir þessara aðila hafa átt eignir hér á landi en hafa kosið að spreyta sig i öðru landi, eftir að hafa verið búnir að gefast upp á því að búa á íslandi. Þessir aðilar hafa ekki fengið nema litlar fjárhæðir í erlendri mynt fluttar til hinna nýju heimkynna og hlýtur því að vera að þeir hafi notfært sér það ólöglega ástand í gjaldeyris- málunum sem ríkir hér á landi. Sem sé keypt hinn erlenda gjaldeyri á svarta- markaðs-markaðinum. Mér hefur verið sagt að hægt muni að fá yfirfærðan ellilifeyri manna sem hyggjast setjast að í öðru landi. Þessi ellilifeyrir nemur islenzkum krónum 50.887 á mánuði (jan. 1979). Sjá allir að ekki nægir þetta langt til þess að framfleyta einum manni erlendis, jafn- velekkiáSpáni. Margir hér á landi þjást af þung- lyndi, sem m.a. á rót sina að rekja til einangrunar landsins. Þessu fólki er nauðsynlegt að lyfta sér upp og komast til sólrikari landa. ferðast um á milli landa (á þurrlendi) og finna fyrir hreyfanleikanum ef svo mætti að orði komast. Sumir þyrftu beinlínis að flytja til annarra landa til þess að ná sér á strik. Sjúkrahúsvist nemur nú nálægt 50.000 kr. á dag, jafnt hvort um er að ræða taugasjúkling eða einhvern sem þjáist af erfiðum langvinnum sjúk- dómi. Læknishjálp mun eitthvað vera misjöfn eftir sjúkdómum og aðgerð- um. Að öllu þessu athuguðu finnst mér tími til kominn að endurskoða frá grunni, og nú þegar, öll lög og reglur sem varða gjaldeyrismál okkar. Ef t.d. einhver vill endilega flytja úr landi og flytja eignir sínar til annars lands ætti að vera hægt að veita leyfi til yfirfærslu eigna, t.d. ákveðna upphæð áári (ekki 101 ári), og stuðla þannigað heilbrigðri skipan þessara mála. Við skulum hætta þessu bannsetta eftirliti með öllum sköpuðum hlutum sem aðeins gerir menn ólöghlýðna. Við skulum rífa niður þcnnan Bcrlínar- múr okkar scm við illu heilli erum búnir að byggja um litla landið okkar, því annars cigunt við það á hættu að hér verði áöur cn varir lögregluríki. Hvernig stcndur Helsinkisáttmálinn þá? Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug, 7877-8083. Boðið upp á baklausa eld- húskolla í Regnboganum! Reiður regnbogasilungur skrifar: Ég brá mér ásamt nokkrum kunn- ingjum minum í kvikmyndahúsið Regnbogann sl. mánudagskvöld til að sjá þar myndina Driver. Það gekk átakalaust að fá miða en stúlkan í miðasölunni kvaðst ekki geta ábyrgzt að við fengjum öll sæti saman. Við létum það gott heita — en þegar við komum inn I salinn var staðan einfald- lega sú að það voru ekki næg sæti fyrir alla. Þá virðist kvikmyndahúsið hafa meiri áhuga á að selja sem flesta miða — og skítt veri með hvort allir gest- irnir fá sæti. Sætavísir, sem þarna var, sýndi mál- inu mikið áhugaleysi — en lét þó til- leiðast að lána okkur tvo eldhúskolla fyrir þá sem ekki fengu sæti. Geta menn rétt ímyndað sér hvort það er ekki þægilegt, að sitja á baklausum „töppum" í nær tvo tíma. Við létum eiga sig að krefjast endur- greiöslu á aðgöngumiðunum, sem við heföum þó átt fulla heimtingu á, enda hefði kvikmyndahúsið átt aðsjá sóma sinn í að bjóða það að fyrra bragði. Vonandi gengur betur næst — ef það verður þá nokkuð næst eftir svona „trakteringar”. MARKAÐUR1979 / Úrval af nfa® & qODGE' árg- 1979- LAUGARDAGS D0DGE: Aspen 2 dr..............1978 Aspen4dr................1977 Swinger.................1974 Swinger.................1971 Chailenger..............1970 Ramcharger..............1974 PLYM0UTH: Volaré Premier 4 dr......1978 Volaré Custom 4 dr.......1978 Volaré Premier 2 dr......1976 Valiant...................1974 Duster....................1974 D0DGE ASPEN Custom 4 dyra, sjálfskiptur, vökvastýri og fl. Góður einkabíll. Concours2dr................1977 Concours LN 4 dr...........1976 Concours LN 4 dr...........1975 Pontiac Ventura............1973 Ford Fairmont 8 cyl......1978 Ford Fairmont 4 cyl......1978 Merc. Benz 240D............1975 Datsun dísil...............1973 Hjá okkur færdu bíHnn sem þú /ertar aá Eigum enn til fáeina SIMCA 1508 S og GT árg. 1978 á hag- stæðu verði fyrir vandláta. Volvo 145 sjálfsk........1974 Volvo 142 sjálfsk........1974 Volvo 144 ................ 1973 Saab 99 2 dr...............1974 Saab 96................... 1973 ToyotaCarina...............1974 Toyota Corolla.............1977 Datsun 260 sjálfsk.......1978 Pláss fyrir góða bíia í Chrysler-salnum. SIMCA: Hor’izon LS nýr...........1979 1508 GT nýr.................1978 1307 GLS....................1977 1508 GT.....................1977 1100 Special.......... 1977 1100 LE.....................1977 Simca sendibíll............1979 ALFA ROMEO Alfasud SUPER, árg. 1978, óekinn glæsivagn, fínn bfll fyrir frúna. Bronco.....................1973 Range Rover. ..............1974 INagoneer..................1974 Blazer.....................1974 Land Rover disil...........1971 Fyrir skattpínda: Toyota M II...........1971 Cortina4dr............1970 11 VILTU SEUA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA? OPIÐ KL10-171DAG. LAUGARDAG CHRYSLER mm £ SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 - 83454 (--------á Spurning Drekkurðu kaffi og þó hvað mikið? Óli Björnsson lögreglumaðun Já. ótelj- andi bolla á dag með mjólk út í. Júlíus Ármann lögreglumaður Já, svona 3—4 bolla á dag. Ólafur Thoroddsen nemi: Nei, ég hef aldrei komizt á bragðið og finnst það vont. Lollý Ásbjarnardöttir húsmöðir: Já. ég drekk svona 2—3 bolla á dag með mjólk úti. Jakob R. Möller lögfræðingur: Já, ég mundi nú segja það, svona 6—10 bolla á dag með sykri. Guðrún Sigurðardöttir ritari: Já, svona 6 bol'a á dag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.