Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979. 13 Lifnar á ný yfir sólarlandaferðum Félagsheimilishugmyndin í ðlafsvík: Á vergangi um plássið í rúm 14 ár — hefur nú fengið fimmtu lóðina — eftir mikla lægð undanfarið Heldur virðist vera að lifna yfir ferða- lögum íslendinga til útlanda aftur eftir mikla deyfð undanfarið. Mikið dró úr Kanaríeyjaferðum í desember og framan af janúar, en nú síðustu dagana má merkja talsverða breytingu. Dagblaðið hafði samband við tvær ferðaskrifstofur, Sunnu og Útsýn, og grennslaðist fyrir um stöðuna í ferða- málunum. Guðni Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu, sagði að framan af vetri hefði verið um 30% fækkun að ræða í sólarlandaferðum og hefði samdrátturinn aðallega verið i Kanaríeyjaferðum. Ástæður þessa samdráttar væru aðal- lega hratt gengissig islenzku krónunnar og gengisfelling í haust sem hefði valdið þvi að pesetinn hefði tvöfaldazt frá því á sama tíma i fyrra. 1 ofanálag hefðu orðið hækkanir á Kanaríeyjum. Nokkuð var einnig um að farið væri Mjólkurlaust á Seyðisfirði Samgöngur hafa verið heldur skrykkj- óttar til og frá Seyðisfirði að undanförnu og hefur m.a. komið til mjólkurleysis í kaupstaðnum af þeim sökum. Mikill snjór hefur verið á Fjarðarheiði og sjaldan rutt upp á Hérað. Lengst hafa liðið tíu dagar á milli þess sem rutt var og var því ekki hægt að koma mjólk til Seyðisfjarðar á meðan. Fólksflutningar hafa gengið ágætlega með tilkomu nýja snjóbílsins sem fer jafnan eftir áætlun, en með honum eru engar vörur fluttar. Snjóbíllinn getur tekið sextán farþega. Seyðfirðingum þykir farið nokkuð dýrt — ferðin upp á Egilsstaði kostar fjögur þúsund krónur. Snjóbíllinn er i eigu bæjarins. -ÓV/JG.Seyðisfirði Ahugamenn með kvik- myndahátíð Samtök áhugamanna um kvikmynda- gerð standa fyrir kvikmyndahátið 24. og 25. febrúar nk. i Tjarnarbíói. Þar verða sýndar kvikmyndir sem gerðar eru af áhugamönnum, en það er skilyrði að framleiðandi myndarinnar geri hana af áhuga einum saman, fjárhagsstuðningur frá opinberum aðilum eða fyrirtækjum í auglýsingaskyni má ekki hafa komið til. Allir sem áhuga hafa á að sýna kvik- myndir sínar eru hvattir til að taka þátt í hátíðinni. Dómnefnd verður skipuð og velur hún beztu myndirnar og verður framleiðendum þeirra veitt viður- kenning. Þetta er fyrsta kvikmyndahátíð SAK og er hátiðin öllum opin og ókeypis aðgangur en bömum þó aðeins í fylgd meðfullorðnum. Þeir sem ætla að sýna kvikmynd eða kvikmyndir á hátiðinni eru beðnir að hafa samband við stjóm samtakanna, en þá stjórn skipa Karl Jeppesen, s. 10663 Marteinn Sigurgeirsson, s. 40056 og Kristberg Óskarsson, s. 33970. -JH. Atvinna Dönsk stúlka, 17 1/2 árs, vill kom- ast i vist á íslandi, nálægt Reykja- vík, • Selfossi cða Hverageröi. Getur hafiö störf 1. júlí eöa fyrr. Vill gjarnan vera á heimili þar sem börn eru. Anna Vind Nielsen, Strögat 27, herb. 12 7430 Ikast, Danmark. með hópa til Miami, en þær ferðir eru talsvert dýrari en Kanaríeyjaferðir. Þriggja vikna ferð til Kanaríeyja kostar um 250 þúsund en samsvarandi ferð til Miami kostar um 400 þúsund. Guðni sagði að nú síðustu daga væri hreyfingin aftur upp á við og mun meiri áhugi á ferðum. Hann sagði að það hefði haldizt i gegnum árin að þriggja vikna sólarlandaferð kostaði eins og góð mán- aðarlaun og svo væri einnig nú, þ.e. 250 þúsund króna Kanaríeyjaferðir. „Íslendingar eyða miklu aukalega þegar þeir ferðast erlendis og blanda þeirri eyðslu gjarnan saman við ferða- kostnað. Það er þó fráleitt að gera það,” sagði Guðni, „þótt skiljanlegt sé að menn freistist til þess að kaupa ýmsa hluti á tollfrjálsum svæðum.” Örn Steinsen skrifstofustjóri hjá ferðaskrifstofunni Útsýn sagði að nú síðustu daga væri ástandið allt annað en það var í desember og fram í miðjan janúar. Þá var áberandi fækkun í Kanaríeyjaferðum, þar sem verð var hlutfallslega mun hærra en áður. „1 fyrra biðu menn svo lengi eftir gengisfellingunni að þeir flýttu sér að nota peningana, m.a. í ferðalög. Eftir gengisfellingu og efnahagsaðgerðir í haust dró síðan úr ferðalögum almenn- ings. En síðustu dagana hefur aftur lifn- að yfir.” Örn sagði að Kanaríeyjaferð í íbúð í þrjár vikur kostaði 256.400 kr. en tiltölu- lega dýrara væri að fara til Miami, sam- svarandi ferð kostaði 389.900 kr. - JH Það stendur félagslífi Ólafsfirðinga nokkuð fyrir þrifum að þar er félags- heimilið alltof lítið og auk þess komið til ára sinna sem slíkt. Siðan 1965 hefur félagsheimilis- bygging verið á döfinni þar en hug- myndir þar að lútandi gjarnan strandað á því að fyrirhuguð lóð undir það hverju sinni hefur ekki þótt henta þegar til hefurátt aðtaka. Komið bet- ur klædd í Sjallann I yfir Hefur þá jafnan verið gripið til þess ráðs að leita að hentugri lóð og hafa nokkrar slíkar fundizt en jafnharðan brugðizt vonum manna. Eru nú uppi hugmyndir um að reisa heimilið á fimmtu lóðinni og binda heimamenn vonir við aðá henni verði staðnæmzt og tekið til við raunhæfar framkvæmdir. -GS/BJ. Ólafsvík. Lumenition Framvegis verða gerðar strangari kröfur um klæðaburð gesta í Sjallanum á Akureyri, þeim fræga skemmtistað. Sjallinn heitir reyndar Sjálfstæðishúsið í hátiðlegu máli. Nýr framkvæmdastjóri tók við starfi við Sjallann 1. febrúar sl. og er það Svanur Ágústsson sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Þjóðleikhúskjallarans frá árinu 1969. Svanur sagði í viðtali við Akureyrarblaðið Dag, að ekki væru ákveðnar neinar sérstakar breytingar á húsinu aðrar en þær að gera staðinn að vistlegum skemmtistað, þar sem vel klætt fólk gæti gert sér dagamun í góðu andrúmslofti. -JH. 5000 BILAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur hefðu mælt með ágæti búnaðarins. Hefur þú kynnt þér kosti LUMENITION platinulausu kveikjunnar? ái» HABERG h£ ISkeifunni 3e*Simí 3*33*45 þróaðir á islandi Blýteinarnir frá Hampiöjunni eru Viö bjóöum blýtóg í eftirtöldum þróaöir í samstarfi við íslenska sjómenn. sverleikum: 8—10—11 —12 — 14— 16 — og 18 mm. Því samstarfi veröur fram haldið Hráefni eru þrenns konar: PPF enda kappkostar Hampiöjan aö framleióa þann besta blýtein, sem völ er á. filma PPS — staple fibre PEP 30 faöma teinn vegur frá 4.6 kg. upp í 37.5 kg. HAMPIÐJAN HF

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.